Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 66
11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR
Myndlistarmaðurinn Ívar Val-
garðsson opnar sýningu á verkum
sínum kl. 17 í dag í gallerí i8. Á
sýningunni beinir Ívar athygli
áhorfandans að því hvernig ljós,
endurvarp og afstaða stýrir birt-
ingarmynd litarins og upplifun-
inni af honum.
Ívar leitar víða fanga í rannsókn
sinni. Hann kannar hvernig fljót-
andi málning myndar slétt yfir-
borð í málningarfötu sem og
hvernig málning myndar mismun-
andi yfirborð við ólíkar aðstæður,
til að mynda hvernig hún streymir
sé henni hellt og hvernig endur-
teknar yfirferðir verða að þrívíð-
um listhlut.
Myndlist Ívars sprettur af skoð-
un á hversdagslegu umhverfi
okkar og vekur þannig spurningar
um hlutverk listarinnar í lífi
okkar.
Gallerí i8 er á Klapparstíg 33.
Sýning Ívars stendur yfir til 16.
febrúar næstkomandi. - vþ
Græna ljósið, Alliance
Française og franska
sendiráðið á Íslandi efna til
franskrar kvikmyndahátíð-
ar í Háskólabíói og hefjast
sýningar í dag. Sýndar
verða ellefu sérvaldar, fjöl-
breyttar og splunku nýjar
gæðamyndir, brot af því
besta sem framleitt hefur
verið og sýnt í Frakklandi
undanfarin misseri.
Opnunarmyndin á hátíðinni er
Persepolis og var hún frumsýnd
boðsgestum í gærkvöldi. Efni
þessarar frægu teiknimyndar er
sótt í víðþekktar mynda- og
sjálfsævisögur hinnar írönsku
Marjane Satrapi, sem hafa náð
metsölu um allan heim og unnið
til fjölda verðlauna. Myndin er
með enskum texta en myndasög-
ur Satrapi hafa verið þýddar á
fjölda tungumála og bregða nýju
ljósi á heim þeirra þjóða sem
byggja Íran.
Meðal annarra athyglisverðra
mynda má nefna nýjustu mynd
Íslandsvinarins Emir Kusturica,
Lofaðu mér, en hún var frumsýnd í
nóvember á síðasta ári, Tvo daga í
París, rómaða mynd eftir frönsku
leikkonuna Julie Delpy sem vakið
hefur mikla athygli og er sögð
minna mjög á verk Woody Allen,
og heimildarmynd eftir Barbet
Schroeder um lögfræðinginn
Jacques Vergès sem er þekktur
fyrir að verja hryðjuverkamenn.
Barbet Schroeder stýrir rannsókn
til að upplýsa þann leyndardóminn.
Í upphafi ferils þessa dularfulla
lögfræðings var hann ákafur hug-
sjónamaður, en svo hvarf hann af
sjónarsviðinu og er hann sneri
aftur tók hann að verja allar teg-
undir af hryðjuverkamönnum
(Magdalena Kopp, Anis Naccache,
Carlos) og sögulegar ófreskjur í
mannsmynd, eins og Klaus Barbie.
Hátíðin stendur í tvær vikur og
verða allar sýningar í Háskólabíói.
Peugeot er aðalstyrktaraðili kvik-
myndahátíðarinnar. Kynn ingar-
efni um hana má finna á vefjum
Alliance og Græna ljóssins: www.
graenaljosid.is og www.af.is - pbb
Nýjar franskar myndir
Málvitund er sæmilegt orð. Þó skortir það holdlega keiminn sem er af
orðunum máltilfinning eða málkennd, en þau láta verr í eyrum. Erum
við ekki annars að tala um tilfinningu, einhvern seiðing sem flæðir
um tunguna, eyrun, raddböndin, vöðva og taugar, og heilann auðvitað?
Það er nefnilega ekki nóg að hugsa málið, við finnum það líka. Og það
tengir ekki bara hugmyndir heldur okkur við heiminn.
Þeir sem eru langdvölum erlendis fara stundum að sakna návistar
við málið og óttast að tapa málkenndinni. Tungutak þeirra getur orðið
dálítið ritmálskennt og þeir ofvanda kannski framburðinn. Svo snúa
þeir heim og sjá slettur, ambögur, mál- og stafsetningarvillur alls
staðar. Var þjóðin þá lengur í burtu en þeir?
Það er engin sérstök ástæða til að róa þá. Samt má reyna að grisja
þetta eitthvað.
1) Stafsetning hefur aldrei verið á hreinu hjá þjóðinni. Málinu hefur
svo sem ekki hrakað þess vegna.
2) Beygingar og orðnotkun riðlast sjálfsagt eftir því sem fólk talar
minna saman. Rangar beygingar hafa ekki náð yfirhendinni enn þá
en nokkuð hefur gengið á orðaforðann.
3) Slettur þurfa ekki að vera til marks um hrörnandi mál, ekki ef þeir
sem nota þær eru í lifandi sambandi við umræðuefnið: Þegar nær
allt skemmtiefni ungs fólks – og því stór hluti reynslu þess – er á
ensku væri það heldur til marks um dauflega málkennd að sletta
ekki. Það gleymist gjarnan að sletta er stílbragð.
4) Þegar máltilfinningin slappast verður helst tvennt til ráða: Van-
hugsað mál eða ofhugsað.
5) Vanhugsað mál forðast öll óvissusvæði og beygingar og nærist á
tuggum.
6) Þeim sem ofhugsa málið svipar til manns sem fengið hefur höfuð-
högg: Þegar hann raknar úr rotinu kann hann enn þá öll orðin í
málinu en hefur gleymt hvernig þau eru notuð. Þá reynir hann að
byggja málvitundina á rökum. Alls kyns vandræði hljótast auðvitað
af þessu: Hann sér orðið sprund og heldur að það sé kvenkyns af
því það á við konu, býr til kvenkynsorðið áræðni úr lýsingarorðinu
áræðinn.
Hann ofnotar beygingarendingar, segir kannski frá grauti. Hann
þorir ekki að nota kjarnmikil orð eins og mannbær, tussulegur,
klámhögg og sögnina að fokka því hann tengir þau einhverjum
feimnismálum. Svo telur hann orðasambandið „helmingi meira“
þýða fimmtíu prósent meira. Ranglega.
7) Ég hef stundum lent í sporum hans og þá rifjast það upp að
rökhugsun kemur ekki í stað tilfinningar, minnis eða sköpunargleði.
Vaknið, ó, málskræfur og skynsemisrolur!
8) Þetta síðasta orð er víst smíðað af barni.
Ofhugsað – vanhugsað
MÁLNINGARTILRAUNIR Ívar kannar
eiginleika lita og efna á sýningu sinni í
gallerí i8.
Birtingar-
mynd lita
SINNEP
Atli Ingólfsson
TEIKNIMYNDIN PERSEPOLIS Byggir á
samnefndum myndasögum frá Íran.
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
„Sviðsetning Baltasars Kormáks á Ívanov er eitt besta
verk hans frá upphafi. Hún er þaulhugsuð og
samvinna þeirra Gretars Reynissonar hefur sjaldan
borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt."
Jón Viðar Jónsson, DV.
Ívanov
e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur
sýn. fös. 11/1 & lau. 12/1 örfá sæti laus
Óhapp!
e. Bjarna Jónsson
Allra síðasta sýn. lau. 12/1
Gott kvöld
e. Áslaugu Jónsdóttur
Sprellfjörug barnasýning í Kúlunni
sýn. sun. 13/1 kl. 13.30 & 15
Konan áður
e. Roland Schimmelpfenning
Háski og heitar tilfinningar
sýn. lau. 12/1, sun 13/1
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Þetta er „stundarfriður"
okkar tíma og ég vona að
sýningin fái engan frið
fyrir æstum áhorfendum.”
Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
11. janúar
19. janúar
25. janúar
LAU 12. JANÚAR KL. 17
TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR
HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIS
UPPSELT
MÁN 14. JANÚAR KL. 20
UNGIR TÓNSNILLINGAR
VÍKINGUR, ELFA, ARI.
MARGRÉT, HELGA o.fl .
Miðaverð 2500kr
MIÐ 16. JANÚAR KL. 20
TÍBRÁ: STJÖRNUTÓNLEIKAR
FRANSKI FIÐLUSNILLINGURINN
LAURENT KORCIA OG C.HADLAND
Miðaverð 2000/1600kr
GEFÐU UPPLIFUN !
NÝ OG FALLEG GJAFAKORT
OG MARGIR FRÁBÆRIR
TÓNLEIKAR Í BOÐI !