Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Brauð er best að kaupa nýtt og gott að geyma það í frysti og taka bara út sneiðar eftir þörfum. Þannig geymist það betur og helst lengur ferskt. Sætar kartöflur geta verið gott meðlæti og til dæmis getur verið sniðugt að skera þær í bita og baka í ofni með venjulegum kartöflum og öðru grænmeti. Harðfiskur er hollur og góður og tilvalinn á kvöld- verðarborðið þegar verið er að snarla. Eins er harðfiskur sniðugur kostur í nestisbox skólabarna. Jórunn Birgisdóttir eldar hollan og staðgóðan mat fyrir börnin á leikskólanum Sólhlíð. Jórunn Birgisdóttir er matreiðslumaður á leikskól- anum Sólhlíð og reynir eftir fremsta megni að bjóða upp á hollan mat. „Ég er ekki með neinar unnar matvörur, nota lítið hveiti, nær engar mjólkurvörur og baka allt brauð sjálf,“ útskýrir Jórunn. Hún leggur ríka áherslu á grænmetisfæði og kaupir einungis fyrsta flokks kjöt og fisk. Jórunn segir börnin oft duglegri að borða græn- metisrétti og gefur nokkur dæmi um mat sem hún býður þeim upp á. „Þau eru til dæmis mjög hrifin af pasta. Ég nota eingöngu heilhveitipasta en úr því fá þau meiri trefjar. Þegar ég geri sósuna mauka ég kjúklingabaunir, spínat og sólþurrkaða tómata og læt krauma í potti ásamt tómötum úr dós. Síðan bæti ég sojakjöti við en því má hella beint út í og þarf ekki að liggja í bleyti. Ég nota svo kryddjurtir sem ég blanda sjálf, sjávarsalt og jurtarjóma,“ útskýrir Jórunn. Með þessu hefur Jórunn gjarnan kartöflur sem hún sker niður í báta. „Ég leyfi hýðinu að vera á og steiki bátana í ofni ásamt ólífuolíu og hvítlauk. Svo býð ég alltaf upp á salat og set oft apríkósur og döðlur út í og eins ýmiss konar fræ sem ég rista í ofni. Síðan erum við með ávaxtastund og bjóðum upp á lýsi svo börnin fá mat úr öllum fæðu- hringnum.“ Jórunn hefur ávallt haft áhuga á heilsufæði og segir hún ekki mikla fyrirhöfn fylgja matreiðslunni. „Ég er svo vön því að elda svona mat og er því enga stund að þessu.“ Jórunn hefur starfað hjá Leikskólum Reykja- víkur í rúm fjögur ár og segir börnin og starfsfólk- ið ánægt með matinn hennar. „Það tekur smá tíma að fá börnin til að smakka en þegar þau hafa vanist þessu vilja þau ekki unninn mat. Ég held að það sé mikilvægt að venja börnin snemma við að borða hollt því það verður erfiðara eftir því sem þau eldast. Ég tel líka mikilvægt að forðast aukaefni því þau eru ekki góð fyrir börn og geta valdið ofnæmi.“ vera@frettabladid.is Borða allt með bestu lyst Börnin á leikskólanum Sólhlíð eru mjög dugleg að borða grænmeti, ávexti, baunir og fræ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hollu sælkera skyndibitarnir frá Ávaxtabílnum fást nú í Nóatúni og 11-11. – Verið þið sæl Sæl verið þið www.avaxtabillinn.is Nú allar peysur á 1000 og 2000 kr á bæði dömur og herra Jakkatilboð 2 fyrir 1 og einnig mikil verðlækkun á öðrum vörum. DÚNDUR ÚTSALA www.friendtex.is Sími 568 2870 Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00 - 18.00 Laugardaga 11.00 - 16.00, lokað sunnudaga Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16. Útsala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.