Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 22
22 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR
taekni@frettabladid.is
Vefurinn: Drop.io
Einföld leið til að senda ljósmyndir, tónlist,
myndbönd eða önnur gögn yfir netið. Settu
upp síðu á nokkrum sekúndum og stjórnaðu
því hver hefur aðgang að henni.
www.drop.io
Stríðinu á milli Blu-Ray og
HD DVD er því sem næst
lokið. Eitt stærsta kvik-
myndaver heims, Warner
Bros., tilkynnti á dögunum
að það myndi hætta að gefa
myndir sínar út á HD DVD
og nota eingöngu Blu-Ray
diska. Aðeins tvö af sjö
stærstu kvikmyndaverun-
um styðja ennþá HD DVD,
og er annað þeirra sagt
vera á leið yfir í hitt liðið.
Tilkynning Warner Bros., sem
hefur meðal annars gefið út Harry
Potter-myndirnar, Blade Runner
og Pirates of the Caribbean, barst
rétt fyrir opnun tækniráðstefn-
unnar Consumer Electronics Show
í Bandaríkjunum í síðustu viku.
Þar kom fram að fyrirtækið myndi
eingöngu gefa út myndir á Blu-
Ray diskum frá og með maí á
þessu ári. Hingað til hefur kvik-
myndaverið gefið út myndir á
bæði Blu-Ray og HD DVD disk-
um.
Þegar tilkynningin barst hættu
aðstandendur HD DVD við að
halda fyrirhugaðan blaðamanna-
fund á ráðstefnunni í Las Vegas.
Fréttir um yfirvofandi sigur Blu-
Ray bárust eins og eldur í sinu um
internetið.
Stríðið milli háskerpustaðlanna
Blu-Ray og HD DVD hefur nú
staðið yfir í tæp tvö ár, neytendum
til mikils ama. Báðar tegundir
mynddiska bjóða upp á hærri upp-
lausn og skýrari mynd en forver-
inn, DVD-diskar, en Blu-Ray
diskar virka ekki í HD DVD spil-
ara og öfugt.
Þeir sem vilja njóta kvikmynda
í háskerpu þurfa því að velja í
blindni á milli tveggja staðla, vit-
andi að annar þeirra verður úrelt-
ur innan skamms. Fyrir vikið hafa
neytendur haldið að sér höndum
og sleppt því að fjárfesta í nýju
tækninni.
Stríðinu svipar mjög til þess
sem háð var milli VHS og BetaMax
myndbandsspóla á áttunda og
níunda áratugnum, þar sem
BetaMax laut í lægra haldi. Þá var
japanski tæknirisinn Sony í taplið-
inu sem eigandi BetaMax-tækn-
innar, en stendur nú með pálmann
í höndunum enda eitt aðalfyrir-
tækjanna á bak við Blu-Ray. Að
baki HD DVD standa Toshiba og
Microsoft ásamt fleirum.
Kvikmyndaverin Walt Disney,
Twentieth Century Fox, Metro-
Goldwyn-Mayer, Sony og Warner
Bros. gefa nú sínar myndir aðeins
út á Blu-Ray. Þessi fimm kvik-
myndaver bera ábyrgð á um 75
prósentum af öllum mynddiska-
útgáfum.
Aðeins Paramount og Universal
styðja enn HD DVD, en Para-
mount er sagt vera á leiðinni yfir
til Blu-Ray. Í fréttaskýringu í
breska dagblaðinu Financial
Times segir að í samningi Para-
mount við aðstandendur HD DVD
sé klausa sem leyfi fyrirtækinu að
rifta samkomulaginu ef Warner
Bros. taki upp á því að styðja ein-
göngu Blu-Ray.
Þeir þykja líklegir til að nýta
sér þetta ákvæði þar sem útlitið er
ekki gott hjá HD DVD-liðinu þessa
dagana. salvar@frettabladid.is
Endalok í aðsigi fyrir HD DVD
ÁFALL Frekar tómlegt var um að lítast í HD DVD básnum á Consumer Electronics Show ráðstefnunni í Las Vegas í síðustu viku.
Rétt fyrir opnun ráðstefnunnar tilkynnti Warner Bros. að það hygðist gefa HD DVD upp á bátinn. NORDICPHOTOS/AFP
Árlega MacWorld-ráðstefnan
verður haldin í Bandaríkjunum í
næstu viku. Þar sem mikil leynd
ríkir yfir nýjum vörum sem kynnt-
ar verða á ráðstefnunni hafa
tækniáhugamenn skemmt sér að
undanförnu við að spá fyrir um
það sem Steve Jobs, forstjóri
Apple, mun tilkynna í ræðu sinni.
Flestir búast við að ný og afar
smá fartölva verði í sviðsljósinu á
ráðstefnunni. Hún verði um helm-
ingi þynnri en MacBook-fartölv-
urnar sem nú eru seldar, hafi
leiftur minni í stað harðdisks og
jafnvel snertiskjá. Einnig hafa
margir spáð því að Jobs kynni
kvikmyndaleigu Apple á netinu í
gegnum iTunes-verslunina.
Annar orðrómur sem heyrst
hefur er um nýja kví fyrir fartölv-
una smáu, sem virkar eins og brú
á milli fartölvu og borðtölvu. Hún
líti út eins og venjuleg iMac borð-
tölva, og sé með rauf fyrir far-
tölvu á hægri hliðinni. Þegar tölv-
unni sé stungið inn í raufina
breytist kvíin í fullbúna borðtölvu,
en þegar notandinn þarf að bregða
sér frá getur hann smellt fartölv-
unni út og notað hana á ferðinni.
Þrátt fyrir alla óvissuna varð-
andi ráðstefnuna er eitt öruggt:
Steve Jobs verður í svörtum rúllu-
kragabol og gallabuxum þegar
hann heldur ræðuna sína. - sþs
Tækniáhugamenn spá fyrir um nýjungar sem kynntar verða í næstu viku:
Beðið eftir guðspjalli Jobs
GETGÁTUR Svona spáir einn hugmyndaríkur Apple-aðdáandi að kvíin fyrir nýju
fartölvuna líti út. Teikningin er byggð á einkaleyfisumsókn Apple, en þekkt er að fyrir-
tæki sæki um einkaleyfi fyrir alls konar vörur sem verða aldrei að veruleika.
Bandarískum vísindamönnum
hefur tekist að draga úr sjúk-
dómseinkennum Alzheimer-
sjúkl inga aðeins nokkrum
mínútum eftir lyfjameðferð.
Niðurstöðurnar koma fram í
rannsókn sem birtist í riti
taugabólgusérfræðinga, Journal
of Neuroinflammation.
Í rannsókninni var 81 árs
karlmanni með Alzheimer á háu
stigi gefið lyf sem verkar gegn
ákveðinni tegund prótíns í
heilanum. Rétt fyrir lyfjagjöfina
gat hann ekki sagt lækninum
hvert ártalið væri né í hvaða ríki
hann væri staddur, en tíu
mínútum eftir að lyfinu hafði
verið sprautað í mænu hans átti
hann ekki í neinum erfiðleikum
með að svara sömu spurningum.
Hann var einnig rólegri og
eftirtektarsamari.
Greinin hefur vakið mikla
athygli, enda í fyrsta skipti sem
svo góður árangur næst í
baráttunni við þennan algenga
sjúkdóm. - sþs
Ný rannsókn vekur athygli:
Bylting í með-
ferð Alzheimer
Svarthöfði í slagsmálum
Svarthöfði og Yoda úr Stjörnu-
stríðsmyndunum verða meðal
spilanlegra persóna í bardaga-
leiknum Soul Calibur 4 sem
kemur út síðar á þessu ári.
Svarthöfði verður aukapersóna í
PlayStation 3 útgáfu leiksins, en
Yoda
verður
gestur
í Xbox 360
útgáfunni. Tilkynning-
in, sem barst í gær,
kemur á óvart þar
sem Stjörnustríðsper-
sónur hafa hingað til ekki
verið tíðir gestir í bardagaleikjum.
Heljarinnar græjusýning
Consumer Electronics Show, eða
CES eins og sýningin er oftast
kölluð, fór fram í Las Vegas í
Bandaríkjunum í vikunni. Fyrirtæki
hvaðanæva að úr heiminum
nota tækifærið á sýningunni og
kynna gestum ýmiss konar tæki
og tól. Meðal þess merkilegasta
sem kynnt var á sýningunni í ár
eru örþunnir sjónvarpsflatskjáir,
GPS-staðsetningartæki sem hjálpa
eigandanum að finna bílastæði
og sleppa við umferðarhnúta,
og raddstýrt margmiðlunarkerfi í
bílum. Bill Gates, stjórnarformaður
Microsoft, notaði einnig tækifærið
og tilkynnti formlega að hann
myndi draga sig úr daglegum
rekstri fyrirtækisins um mitt árið.
Ódýrasti bíll veraldar
Indverska fyrirtækið Tata Group
kynnti ódýrasta bíl heims í gær.
Hann mun kosta sem samsvarar
155.000 krónum. Bifreiðin, sem
kallast Nano, er fjögurra dyra,
fimm sæta og heil 33 hestöfl. Fyrir-
tækið vonast til þess
að Nano valdi
straumhvörfum í
samgöngumál-
um á Indlandi,
þar sem rúmur
milljarður manna býr.
Apple lækkar iTunes-verð
Apple ætlar að lækka verðið
á tónlist sem fyrirtækið selur í
gegnum iTunes-verslunina í Bret-
landi. Ástæðan fyrir lækkuninni
er kvörtun bresku neytendasam-
takanna Which? til Evrópusam-
bandsins yfir verðlagningu Apple,
sem er töluvert hærri í Bretlandi
en annars staðar í Evrópu. Verðið
verður lækkað innan næstu sex
mánaða. Enn er ekkert að frétta af
iTunes-verslun á Íslandi.
Geimferð um norðurljósin
Efnaðir áhugamenn um geiminn
geta brátt skoðað norðurljósin í
nærmynd ef hugmyndir Richard
Branson, stofnanda Virgin-vöru-
merkisins, verða að veruleika.
Auðkýfingurinn hyggst bjóða
ferðamönnum að fljúga í gegnum
sjálf norðurljósin á geimferju,
sem verður skotið upp frá sænska
bænum Kiruna.
TÆKNIHEIMURINN
„Meistaraverkefnið snerist um að skoða
leitaraðferðir fyrir sjálfstýrðan smákafbát, en
sprengjuleit er vinsælt verkefni fyrir þannig
kafbáta,“ segir Hörður Jóhannsson tölvunar-
fræðingur. Hann vann meistaraverkefni sitt
undir leiðsögn Hjálmtýs Hafsteinssonar,
dósents við Háskóla Íslands, á síðasta ári.
Leit með sjálfstýrðum kafbátum fer
yfirleitt þannig fram að fyrst er kafbáturinn
sendur niður til að safna upplýsingum um
botninn með sónartæki, og tekur þannig
skuggamynd af botninum. Þá fer hann
aftur upp þar sem myndirnar eru skoðaðar
og hlutir, til dæmis sprengjur, auðkenndir.
Síðan er kafbáturinn sendur niður aftur
til að skoða nánar þá hluti sem teljast
áhugaverðir.
Gallinn við þessa nálgun er að erfitt getur
reynst að beina kafbátnum á sama stað
aftur, þar sem GPS-tæki og
önnur staðsetningartæki eru
gagnslaus neðansjávar. Lausn
Harðar og Hjálmtýs byggir á því
að láta kafbátinn vinna sjálfan
úr myndum sem hann tekur af
sjávarbotninum, og skoða strax
þá hluti sem teljast áhugaverðir.
Hörður segir ýmis not fyrir
sjálfstýrða kafbáta af þessu
tagi, þeir hafi til dæmis
verið notaðir fyrir innrás
Bandaríkjamanna í Írak.
„Áður en þeir fóru inn
í Írak þurfti að hreinsa
höfnina, og þá skönn-
uðu þeir svæðið með
kafbátum til að hreinsa
siglingarleiðina. Svo eru
þessi tæki notuð í margt annað, til dæmis
höfum við tekið myndir af flugvélinni
sem brotlenti í Skerjafirði, og hjálpuðum
við leit að manni þegar bátur fórst við
Skarfaklett í Skarðsvík.“
Nú vinna þeir félagar að þróun hug-
búnaðar sem gerir kafbátnum kleift að
fylgja neðansjávarpípum út frá sónar-
myndum sem báturinn tekur. „Við
ætlum að prófa bátinn í febrúar,
fara með hann í Ánanaust og
láta hann fylgja skólplögn-
inni sem fer í sjóinn þar,“
segir hann. „Þetta er mjög
meðfærilegur bátur, tveir
til tveir og hálfur metri
á lengd, og auðvelt fyrir
tvo menn að koma
honum í sjóinn.“
TÆKNISPJALL: HÖRÐUR JÓHANNSSON TÖLVUNARFRÆÐINGUR
Forritar dvergkafbát til að leita að sprengjum