Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 16
16 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Kosningar fóru fram í Ge-
orgíu hinn 5. janúar síðast-
liðinn. Litið var á þær sem
prófstein fyrir lýðræðið
í landinu, sem á sér ekki
langa sögu þar frekar en í
öðrum fyrrverandi sovét-
lýðveldum. Mörður Árnason
var þar við kosninga eftirlit
á vegum Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu
(ÖSE). Sá hann margt sem
vakti von í lýðræðisbrjósti
en annað síður.
„Þetta var mikil vinna og skemmti-
leg reynsla,“ segir Mörður þegar
hann rifjar upp ferðina. „Við
vorum þarna um 300 manns í
eftirlitsferð sem stóð í viku og ég
var mest á ferðinni með fínum
náunga frá Bandaríkjunum sem
minnti mig einna helst á Clint
Eastwood, þetta var
þannig týpa.
En það er
skemmst frá því
að segja ég veit
ég ekki um
neinn eftirlits-
manna sem
var ánægður
með fram-
gang kosning-
anna og meira
að segja voru
sumir mjög fúlir
en þegar yfir
heildina er
litið þá
fóru
þær nokkurn veginn fram eftir
settum reglum og það var niður-
staða forystumanna ÖSE að þetta
var raunveruleg kosning og ég
tek undir það.“
Traktorinn frá forsetanum
En ummerki ólýðræðislegra
vinnubragða urðu þó víða á vegi
Marðar. „Þegar við „Eastwood“
fórum í eina eftirlitsferð til sveita
þá blasti við okkur glænýr traktor
beint fyrir framan einn kjörstað-
inn. Inni í honum héngu svo plaköt
frá fylgismönnum Mikhails
Saakashvilis forseta. Við fórum
inn og spurðumst fyrir um þetta
en fátt varð um svör. Svo þegar
við komum út aftur þá var hann
farinn. En það var þó ekki langt í
endurfundi því við sáum hann svo
beint fyrir framan næsta kjörstað
sem við komum á í nálægu þorpi.
Þegar við fórum svo að grennslast
fyrir um málið komumst við að
því að forsetinn hefði gefið öllum
sveitarfélögum á landsbyggðinni
traktor viku fyrir kosningar.
Vissulega kom þetta spánskt
fyrir sjónir en svo þegar ég fór
að rifja upp atburði frá kosn-
ingunum í vor hér á Íslandi þá
sá ég náttúrulega fljótlega að
svona tilburðir fyrirfinnast
víðar en í Georgíu. Það er þó
kannski ekki eins augljóst hér
á Fróni eins og þarna við Svarta-
hafið.“
Konur koma lýðræði á legg
En önnur ummerki voru
slík að þau hafði Mörður
hvergi séð þó sé hann
enginn nýgræðingur í
pólitík. „Við áttum svo
sem von á því að
Saakashvili forseti
fengi mikinn meiri-
hluti í héraðinu sem
við vorum í, en það er
einmitt gaman að geta þess að þar
hafði ekki minni maður en sjálfur
Stalín slitið barnsskónum. En þó
runnu á okkur tvær grímur á
einum kjörstaðnum þar sem for-
setinn hlaut 800 atkvæði af 879.
Þar af var enginn kjörseðill auður
eða ógildur og það má teljast
algjört kraftaverk í landi með
svona skamma lýðræðishefð. Við
greindum frá þessu í skýrslu en
höfðum ekki umboð til að aðhaf-
ast frekar í málinu.“
En þó að landsmenn hafi mis-
stigið sig nokkuð á hinum nýlagða
vegi lýðræðisins sá Mörður einnig
ýmislegt sem gladdi hans lýðræð-
ishjarta. „Það má eiginlega segja
að ég hafi orðið lýðræðissinni upp
á nýtt, því þó ég nefni þessa hluti
sem afvega fóru var einnig mjög
gaman að fylgjast með fólki sem
við erfiðar aðstæður var af fullri
alvöru að reyna að halda
kosningar sem lýsa lýðræðisleg-
um vilja. Ég var kannski hrifnast-
ur af því hvað það var mikið af
konum í þessu starfi og ég fékk
það á tilfinninguna að þar sem
þær voru í forystu gengju hlut-
irnir betur fyrir sig. Svo ber að
minnast þess að forsetinn fékk
yfir níutíu prósenta kosningu síð-
ast en nú hlaut hann 53 prósent,
sem þýðir að myndast hefur
alvöru stjórnarandstaða í land-
inu.“ jse@frettabladid.is
Liðkað fyrir með nýjum traktor
MIKHAIL SAAKASHVILI FORSETI GEORGÍU Hér er forsetinn í kosningaham og stuðn-
ingsmenn hans gefa til kynna hvar eigi að merkja við á kjörseðli en Saakashvili var
þar fimmti í röðinni.
„Ég verð
nú að
játa það
að ég
missti nú
ekki svefn
vegna
átaka
þeirra
Hillary
Clinton
og
Baracks
Obama,“
segir Tómas R. Einarsson, tónlistar-
maður og þýðandi, þegar hann er
spurður um prófkjörsslaginn sem
nú stendur yfir í Bandaríkjunum.
„Ég er heldur ekki sérlega fróður um
frambjóðendurna en ég trúi því og
treysti að næsti forseti verði mun
betri en sá sem heimurinn hefur
þurft að þola í átta ár. Hann hefur
til dæmis komið málum þannig
fyrir að ég hef ekki haft neina
löngun til að fara til Bandaríkjanna
allan þennan tíma og þykir mér þó
New York vera með skemmtilegri
borgum. En framganga yfirvalda og
andrúmsloftið sem fylgt hefur þessu
fári gerir það að verkum að sú hug-
mynd hefur ekki einu sinni flögrað
að mér að fara þangað.
En þó get ég sagt það að mér líst
vel á þau tvö, Hillary Clinton og Bar-
ack Obama, og líst mér vel á það ef
annað hvort þeirra yrði forseti enda
er mjög misjöfn reynsla af hvítum
og miðaldra karlkyns forsetum. Það
er þó erfitt að spá um hvort þeirra
vinnur prófkjörið, það virtist á tíma-
bili vera komið á eitthvert Obama-
æði en Hillary sló nú aðeins á það.“
SJÓNARHÓLL
PRÓFKJÖR Í BANDARÍKJUNUM
Hillary sló á
Obama-æðið
TÓMAS R. EINARSSON
Tónlistarmaður
MÖRÐUR ÁRNASON Það var eftirminnilegt fyrir Mörð að fylgjast með því hvernig
lýðræðið er að komast á legg í fæðingarhéraði eins mesta einræðisherra sögunnar.
En þar sem Stalín fæddist varð Mörður lýðræðissinni upp á nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
JÓSEF
STALÍN
■ Kúbverjinn
Benito Martínez
Abogán var 126
ára gamall þegar
hann lést árið
2006. Hann var
mikill kunn-
áttumaður um
jurtir sem hann tíndi og notaði
þær við hvers konar kvillum.
Hann borðaði aðallega ávexti og
grænmeti sem hann tíndi einnig
sjálfur. Hann neitaði sér þó ekki
um romm og vindil á tyllidögum
líkt og tíðkast á Kúbu. Hann þótti
sérlega minnugur allt til síðasta
dags en einnig var oftast kátt
í kringum hann þar sem hann
hafði sérstaka kímnigáfu. Hann
kvæntist ekki og átti engin börn.
LANGLÍFI:
KÚBVERJI Á 127. ÁRI
„Það er allt fínt að frétta af mér, eins og öllum
sem eiga ekki verðbréf,“ segir Bryndís Lofts-
dóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum,
og vísar til frétta af hruni á hlutabréfamörkuðum
undanfarna daga. „Ég fjárfesti í steinsteypu og
sef rólega í henni.“ Jólabókaflóðið
er nú nýafstaðið en bók-
salar fá þó lítinn tíma til
að kasta mæðinni eftir
annríkið. „Það er nóg að
gera því strax 3. janúar
tekur önnur törn við,
það er sala á bókum til
framhaldsskóla. Þá hefst
bókaútsalan okkar
16. janúar og
við erum í
óðaönn
að
undirbúa hana, þannig að ég er varla farin að
pústa enn þá.“ Bryndís segir að vissulega þurfi
bóksalar seiglu og úthald á þessum árstíma en
upp úr miðjum febrúar fari að hægjast um. „Þá
fáum við tíma til að þurrka úr hillum og þess
háttar.“
Bryndís strengdi engin áramótaheit og gerir
það yfirleitt ekki. „Áramótin eru klárlega ekki
rétti tíminn fyrir mig til að skipuleggja einhver
stórræði.“ Það er þó nóg fram undan á árinu.
Bryndís er með barni og á von á sér í apríl.
„Fram undan eru skemmtilegir tímar í fæð-
ingarorlofi með fjölskyldunni,“ segir Bryndís,
sem ætlar þó ekki að standa á hliðarlínunni í
næsta jólabókaflóði. „Ég verð mætt aftur strax
1. nóvember. Öll börnin mín hafa fæðst á tíma
þar sem fæðingarorlofið er „utan vertíðar“. Það
er auðvitað allt með ráðum gert svo ég missi
ekki úr jól.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR, VÖRUSTJÓRI HJÁ PENNANUM
Fjölgar í fjölskyldunni í apríl
Fólksins eða flokksins?
„Skyldi Jóhanna vera kona
fólksins eða eiginkona Sjálf-
stæðisflokksins?“
FJALLAÐ ER UM RÍKISSTJÓRNAR-
SAMSTARFIÐ Í LEIÐARA.
Austurglugginn 10. janúar.
Líta frekar á björtu
hliðarnar
„En það vekur æ meiri
efasemdir að Þorsteinn
Davíðsson megi hvergi sjást
eða heyrast án þess að því sé
hnýtt við, til að þess að gera
hann tortryggilegan, að hann
sé sonur föður síns.“
EINAR KÁRASON RITHÖFUNDUR
Morgunblaðið 10. janúar.
Ljúfur geisladiskur
Útgáfutónleikar í Listasafni Íslands
laugardaginn 12. Jan. Kl. 20:00
Einnig koma fram Þorvaldur Már á gítar
og Gospelkór Suðurnesja.
Miðasala við inngang, 1.500kr.