Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 58
26 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Heilbrigði Fyrir nákvæmlega einum ára-tug birtist merkileg ritstjórnar- grein í einu virtasta læknatíma- riti heims um gildi þess að strengja heit um að grennast á nýju ári. Farið var yfir rannsókn- ir á skaðsemi aukakílóa, árangri megrunartilrauna og heilsufars- legum áhrifum þeirra. Því er skemmst frá að segja að megrunar- tilraunir reyndust óráðleg ára- mótaheit. Rannsóknir sýndu að flestir voru komnir í sömu þyngd innan skamms, margir enduðu jafnvel enn þyngri en þeir voru, og heilsu- farslegur ávinningur var enginn. Í stað bættrar heilsu og betri líð- unar sátu þeir sem reyndu að grennast eftir með sjálfsásökun og vanmetakennd yfir því að hafa mistekist eina ferðina enn. Verst var að viðleitnin til að efla heil- brigði fór einnig fyrir lítið, kannski vegna þess að bættar lífs- venjur voru aldrei markmið í sjálfu sér. Markmiðið var fyrst og fremst að grennast, sem krefst fæðutakmörkunar sem fæstir geta haldið út í lengri tíma. Hættulegar þyngdarsveiflur Þegar líkaminn líður skort fara af stað lífeðlisleg ferli sem miða að því að takmarka þyngdartap og bæta líkamanum upp það sem tap- ast. Með öðrum orðum fer líkam- inn fljótlega að vinna gegn yfir- lýstum markmiðum okkar. Líkaminn bregst við breytingum á orkubúskap rétt eins og hann bregst við breytingum á hitastigi. Hann er afar leikinn í þessu enda byggist hæfni okkar til að lifa af ekki síst á getu líkamans til að bregðast við fæðuskorti. Við fæðuskort fara af stað ferli sem draga úr efnaskiptum, auka nýt- ingu næringarefna og ýta undir vaxandi matarlöngun. Þetta gerir það að verkum að sífellt erfiðara verður að grennast og nær óhjá- kvæmilegt er að þyngjast aftur. Annað sem hafa ber í huga er að þegar við töpum þyngd missum við ekki bara fitu, heldur líka massa úr vöðvum, líffærum og beinum. Þegar við þyngjumst aftur bætum við hins vegar aðal- lega á okkur fitu. Þetta varpar ljósi á rannsóknir sem sýna aukna dánartíðni í kjölfar þess að léttast og þyngjast á víxl. Þeir sem fara í gegnum miklar þyngdarsveiflur eru í meiri hættu á hjartasjúk- dómum og ótímabærum dauða en þeir sem halda sömu þyngd – þótt þeir séu yfir kjörþyngd. Þetta höfðu fyrrnefndir ritstjórar læknatímaritsins á bak við eyrað þegar þeir hvöttu heil- brigðisstarfsmenn til að hafa það í huga, áður en þeir ráðlegðu fólki að fara í megrun, að ef til vill væri með- ferðin hættulegri en ástandið sem ætti að laga. Að semja frið við líkamann Vert er að rifja upp þennan leiðara nú þegar líkamsræktar- stöðvarnar keppast um að ýta undir sam- viskubit yfir jólunum og allir ætla að skapa sér nýjan líkama fyrir nýtt ár. Ekkert hefur breyst á þeim tíma frá því hann birtist og ekkert nýtt komið fram sem rýrir gildi hans. Þvert á móti hafa rann- sóknir haldið áfram að staðfesta fyrri niðurstöður. Nú síðast í sumar birtist yfirlitsgrein frá rannsakendum við Kaliforníu- háskóla, með þeim lokaorðum að frekari rannsóknir á árangri megrunar væru óþarfar, þar sem áratuga rannsóknir sýndu alltaf sömu niðurstöðu: Megrun er gagnslaus. Að vera í megrun er eins og að halda niðri í sér andanum. Það er hægt í smástund en fyrr eða síðar nær eðlishvötin yfirhöndinni. Hvernig væri því að strengja öðruvísi áramótaheit í ár? Hvernig væri að semja frið við líkama sinn og einsetja sér að hugsa vel um hann, elska hann og koma fram við hann af virðingu og alúð? Hugsaðu um allt sem líkami þinn hefur gert fyrir þig. Ef þú ert heppin(n) gerir líkami þinn þér kleift að hreyfa þig, skynja, finna til og taka utan um þá sem þú elskar. Hann gerir sjálfstæði þitt mögulegt með því að gera þér unnt að vinna og sjá um þig og þína. Hann græðir sig sjálfur þegar þú meiðist og getur jafnvel sigrast á erfiðum sjúk- dómum. Kannski hefur líkami þinn meira að segja búið til nýtt líf. Endurnýjaðu tengslin Líkami þinn er kraftaverk. Hann er afrakstur milljóna ára þróunar sem hefur gert hann þrautseigan, hraustan, langlífan og afburða- hæfan til þess að takast á við umhverfi sitt. Hann er hafinn yfir duttlunga samtímans sem miðast við yfirborðskennd gæði, eins og tísku og útlit. Við ættum öll að leiða hugann að þessu þegar við föllum í þá gryfju að meta líkama okkar fyrst og fremst út frá því hvernig hann lítur út eða hvað hann er þungur. Þegar við hugs- um neikvætt um líkama okkar eða tölum illa um hann af því að útlitið veldur okkur vonbrigðum sýnum við honum mikla vanvirðingu. Hlutverk líkamans er ekki að vera sýningargripur. Hlutverk hans er að sinna nauðsynlegri virkni svo þú getir lifað. Líklega hefur lík- ami þinn sinnt þessu hlutverki með sóma árum saman án þess að þú hafir leitt hugann að því. Ég vona að þú fagnir nýju ári með því að endurnýja tengsl þín við líkama þinn. Taktu honum eins og hann er – alveg eins og hann hefurt þolað súrt og sætt með þér í gegnum árin. Láttu þér þykja vænt um hrukkurnar, fellingarn- ar og krumpurnar nákvæmlega eins og þær eru og einsettu þér að hugsa um líkama þinn eins og ást- kæran vin. Gefðu honum gott að borða, næga hvíld og regluleg átök sem efla hann til dáða. Mundu að heilbrigði skiptir meira máli en holdafar. En umfram allt skaltu gefa líkama þínum hlýjar hugsan- ir og þakklæti fyrir að vera til. Hann mun launa þér með betra lífi. Höfundur er sálfræðingur. Að semja frið við líkamann UMRÆÐAN Heilbrigðismál Ósjaldan verður okkur starfs-mönnum á „gólfinu“ í heil- brigðisgeiranum orðfall yfir til- skipunum að ofan. Slíkt gerðist hjá undirrituðum nú í tvígang í desember á nýliðnu ári og er það tilurð þessarar greinar. Þann 11. desember 2007 barst undirrituðum dreifibréf Land- læknis, sem sent var á fram- kvæmdastjóra og yfirlækna heilsugæslustöðva um landið, þar sem vitnað er í ný lög um Landlækni númer 41 frá 2007. Þar er rætt um slysaskrá Íslands sem miðlægan gagnabanka hvar leitast verður við að samræma skrán- ingu slysa, en að áliti þeirra sem semja þessi lög þá séu þau forsenda þess að draga megi úr slysum í framtíðinni eða koma í veg fyrir þau eins og segir í umræddu bréfi Landlæknis. Undirritaður er sammála því að forsenda framfara í slysavörnum sé m.a. sú að slys séu skráð á þann hátt að síðar meir séu upplýsing- ar um þau aðgengilegar. Ár hvert eru tæplega 1.000 slysadeildar- komur skráðar á Sjúkrahúsinu á Ísafirði en einnig er talsvert um að einstakl- ingar sem hafa slasast við leik eða störf leiti beint á Heilsugæsluna þannig að gera má ráð fyrir að slys sem þá ætti að skrá sam- kvæmt tilmælum Landlæknis gætu verið um 1.200 á ári á Sjúkra- húsinu og Heilsugæslustöðinni á Ísafirði. Til glöggvunar er rétt að geta þess að öll slys eru skráð undir nafni viðkomandi einstakl- ings en ekki í svokallaðan miðlæg- an gagnagrunn þannig að hin nýja slysaskráning er viðbót við umönnun hvers slasaðs einstakl- ings. Gera má ráð fyrir að skrán- ing í þetta nýja kerfi taki a.m.k. 8 mínútur fyrir hvert slys (sumir segja 15 mín.) og því er um að ræða aukningu á vinnu, sem nemur 9.600 mínútum á árs grundvelli eða 160 vinnustundum. Það þýðir að þessi nýja tilskipun eykur vinnuframlag Heilsugæslu og Sjúkrahúss á Ísafirði um 1 mannmánuð á ári. Undirrituðum er það stórlega til efs að full- trúar löggjafarsamkundunnar er samþykkja lög sem þessi geri sér yfir höfuð grein fyrir hvað ýmsar samþykktir þeirra hafi í för með sér. Í nýjum fjárlögum er ekki að sjá merki þess að tekið hafi verið tillit þess kostnaðar- auka, sem lög þessi hafa í för með sér. Hitt atriðið sem er tilefni þessara skrifa er svo ný reglugerð heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins sem tók gildi 1. janúar 2008. Megin inntak þessarar reglugerðar er það að komur einstaklinga að 18 ára aldri til Heilsugæslu, slysadeilda og göngdeilda sjúkrahúsa eru þeim án kostnaðar. Til að mæta tekjuskerðingu eru gjöld á ein- staklinga eldri en 18 ára og ellilífeyrisþega hins vegar hækkuð. Fullyrða má að þessi breyting á hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu mun stórauka álag á starfsfólk heilsugæslustöðva og án efa seinka því að veikir einstaklingar fái tíma hjá heilsugæslulækni. Undanfarin ár hefur verið hávær umræða um hversu erfitt sé að fá tíma á heilsugæslustöðvum a.m.k. á suðvestur- horninu og má vænta þess að hin nýja reglu- gerð geri ástandið verra fremur en að bæta það. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort reglu- gerð þessi komi til með að skerða sértekjur heilsugæslustöðva eða heilbrigðisstofnana, en allar líkur eru á að svo verði. Nær hefði verið að lækka upphæð þá sem veitir einstaklingum rétt til svo kallaðs afsláttarkorts heldur en að fara út í endurgjaldslausa þjónustu. Oft má ætla að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gjörir. Höfundur er lækningaforstjóri Heilsugæslu og Sjúkrahússins á Ísafirði. Blómstrandi bákn SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR ÞORSTEINN JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.