Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 10
10 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Á SÆDÝRASAFNI Kafari í kimono, japönskum kvensloppi, og stærðar- innar skata buðu gesti velkomna á sædýrasafn í Tókýó 3. janúar síðast- liðinn. Fjöldi fólks lagði leið sína á safnið fyrstu daga nýja ársins. NORDICPHOTOS/AFP hefst mánudaginn 14. janúar VINNUMARKAÐUR Innan verkalýðs- hreyfingarinnar er rætt um að semja til styttri tíma en áður hefur verið stefnt að. Innan Rafiðnaðar- sambandsins er talað um 1. nóv- ember þegar samningar þriðjungs rafiðnaðarmanna renna út. Innan Starfsgreinasambandsins, SGS, er talað um að semja til eins árs. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að samflotinu sé lokið, nú hugsi hver um sig. „Menn semja örugglega til skamms tíma því að hér ríkir líklega erfitt efnahags- og atvinnuástand næsta vetur. Við viljum ekki sitja inni í einhverjum samningi 1. nóvember,“ segir hann. „Fljótlega fara í gang við- ræður við opinberu félögin. Stjórn- málamenn hafa vakið upp vænt- ingar hjá þeim. Við viljum semja strax og gefa þeim eftir leiksviðið,“ segir hann. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir að stefnt skuli „að frekari lækkun skatta á einstakl- inga á kjörtímabilinu, meðal ann- ars með hækkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin mun vinna að endur- skoðun á skattkerfi og almanna- tryggingum til að bæta hag lágt- ekjufólks og millitekjufólks“. Einnig segir að „barnabætur verði hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forsætisráðherra í fjarveru Geirs H. Haarde, segir ljóst að ríkis- stjórnin hafi í sínum sáttmála þá stefnu að lækka skatta, hækka persónuafslátt og barnabætur en hún vill ekki segja hvenær sú stefna komi til framkvæmda, hvort það verði í vor eða síðar á kjörtímabilinu. „Við verðum bara að bíða og sjá til hversu langs tíma verður samið til að geta metið heildaráhrif kjarasamninga á þróun efnahagslífsins,“ segir hún. Ekki hafi tíðkast að ríkisstjórnin komi með útspil áður en aðilar semja. Kjaraviðræðum SGS og SA hefur verið vísað til ríkissátta- semjara, sömuleiðis viðræðum SA og Flóabandalagsins. SA hafa vísað til ríkissáttasemjara viðræð- um við félög innan Starfsgreina- sambandsins, sem ekki hafa veitt sambandinu samningsumboð. Í næstu viku verður farið á fullt í beinar viðræður hjá ríkissátta- semjara. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að mest áhersla verði lögð á launaliðinn og nýtt kauptaxtakerfi auk leiðrétt- inga, til dæmis í orlofsmálum. Þá náist vonandi í gegn krafa um starfsmannaskírteini. ghs@frettabladid.is Rafiðnaðarmenn vilja samning til 1. nóvember Verkalýðshreyfingin vill semja til styttri tíma og eftirláta opinberu félögunum samningssviðið. Starfandi forsætisráðherra vill ekki segja hvenær skattastefna ríkisstjórnarinnar komi til framkvæmda. VIÐSEMJENDUR Í KARPHÚSINU Fulltrúar flestra landssambandanna innan Alþýðusambandsins hittu viðsemjendur sína í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Viðræðum Starfsgreinasambandsins, Flóabandalagsins og félaga innan Starfsgreinasambandsins, sem ekki hafa veitt sambandinu umboð, er nú komið í hendur ríkissáttasemjara. Hér sést Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, heilsa fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Menn eru að velta fyrir sér hvaða leiðir er hægt að fara. Einn möguleiki í stöð- unni núna er samningur til eins árs. Við ræddum innan Starfsgreinasambands- ins í gær að skoða þann möguleika,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að allt sé opið til hversu langs tíma verði samið, verslunarmenn séu að spá í lengri samning, rafiðnaðarmenn í styttri. „Okkur finnst árssamningur vera full stuttur. Enginn samningur er síðasti samningur, það á alltaf einhver næsta leik. Það er algjört lykilatriði í þróun íslensks efnahagslífs að ná verð- bólgunni niður. Það er okkar stóra viðfangsefni.“ FULLSTUTT AÐ SEMJA TIL ÁRS MENNING Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður – rokkhátíðar alþýðunnar fengu afhenta Eyrarrós- ina og eina og hálfa milljón í verðlaunafé á Bessastöðum í gær. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi menn- ingar verkefni á landsbyggðinni. „Hátíðin er þannig tilkomin að þeir feðgar Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, og Guðmund- ur Kristjánsson fengu þessa hugdettu yfir bjórglasi,“ segir Rúnar Óli Karlsson, einn forsprakki hátíðarinnar. „Svo þegar þeir mundu eftir henni daginn eftir fannst þeim það til marks um að hún væri ómaksins verð og nú er forsetinn búinn að kvitta upp á það.“ Guðmundur Kristjánsson segir að þessi verðlaun verði eflaust til að auðvelda þeim enn frekar að fá fjárstuðning þó að það hafi ekki verið sérlega erfitt hingað til. „Þá kannski getum við gert betur við tónlistarmenn sem gefa vinnu sína og jafnvel fengið einhverja góða erlenda gesti,“ bætir hann við. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti verðlaunagripinn, sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hannaði. Karlakórinn Heimir og Safnasafnið á Svalbarðsströnd voru einnig tilnefnd til verðlauna. - jse Dorrit Moussaieff afhenti Eyrarrósina á Bessastöðum í gær: Rokkarar fá Eyrarrósina MEÐ BLÓM Í FANGINU OG BROS Á VÖR Guðmundur Kristjánsson tekur við verðlaunum frá Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Hugmyndin kviknaði hjá Guðmundi og Erni syni hans yfir bjórglasi en nú hafa þeir fengið það staðfest að hugdett- an var góð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Frá því í sumar hafa lögreglumenn á Eskifirði unnið ötullega að því að stöðva drykkju ungmenna undir tvítugu. Kapp hefur verið lagt á að fylgja áfengislögum eftir, segir Þór Þórðarson, lögreglumaður í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði. Í þeim segir meðal annars að gera skuli upptækt „áfengi sem ungmenni yngri en 20 ára hafa undir höndum“. Þessi lög vilja lögreglumenn fyrir austan virða og hefur meðal annars verið tekin sú stefna að öll afskipti sem lögregla hefur af krökkum undir átján ára aldri eru tilkynnt til barnaverndarnefndar og gildir þá einu hvort lögregla hafi þurft að hella niður áfengi sem þau hafi haft undir höndum eða gert athugasemdir við að þau hafi verið úti eftir lögbundinn útivistartíma. - kdk Sýslumaðurinn á Eskifirði: Hart tekið á unglingadrykkju INDLAND, AP Indverski bílafram- leiðandinn Tata Motors kynnti í gær Nano, „ódýrasta bíl heims,“ á bílasýningu í Nýju-Delhí. Þessi litli fjögurra dyra bíll á að kosta sem svarar um 150.000 krónum, helmingi minna en ódýrasti keppinauturinn. Bílsins hafði verið beðið með eftirvæntingu, enda á hann að gera milljónum kleift að eignast sinn fyrsta bíl. Gagnrýnendur óttast að það muni valda allsherjar öngþveiti á þröngum götum indverskra borga ef milljónir slíkra bíla koma í staðinn fyrir litlu mótorhjólin sem nú eru allsráðandi þar. - aa „Ódýrasti bíl heims“: Fólksvagn Ind- verja kynntur BYLTINGARBÍLL MENNTUN „Skólastjórnendur og kennarar hafa sýnt ótrúlegan dugnað í ár við að láta skólastaf ganga snurðulaust fyrir sig við erfiðar aðstæður,“ segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, um kennaraskort á landinu. Skort á nýliðun í stéttinni segir hann helsta vandann. Ragnar segir að þó að skólastarf hafi verið með fremur hefðbundnu sniði í flestum skólum í ár sé ljóst að fjölda kennara vanti. Skólastarf margra skóla hafi verið látið ganga með því að fá kennara til að taka mikla yfirvinnu og bekkir hafi verið sameinaðir. Staðan virðist hafa verið einna erfiðust í Rimaskóla en vikið var frá eðlilegu skólastarfi í þessari viku til að mæta skorti á kennurum. Tveir fyrstu tímar dagsins voru því felldir út í ungl- ingadeild skólans. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, segir foreldra og nemendur hafa mætt stöðu skól- ans af miklum skilningi. Búist sé við að skólinn verði fullmannað- ur um miðjan mánuðinn. Þá segir Guðmundur Sighvats- son, skólastjóri Austurbæjar- skóla, að um tíma hafi hann verið uggandi um að nauðsynlegt yrði að steypa þremur bekkjum saman í einn vegna skorts á kennurum. Leyst hafi verið úr málunum með því að ráða ófaglærðan starfs- mann við kennslu. - kdk Fræðslustjóri menntasviðs Reykjavíkur segir mikinn dugnað þurfa við skólastarf: Skólastarf lagað að kennaraskorti VIÐ KENNSLU Fræðslustjóri Reykjavíkur segir kennara og skólastjórnendur hafa sýnt mikinn dugnað í erfiðum aðstæðum. HEILBRIGÐISMÁL „Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hve mikið lífsgæði fólks skerðast við þennan sjúkdóm,“ segir Jórunn Sörensen, einn forsvarsmanna tengslahóps nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra sem nýlega var stofnaður. Hópurinn gefur þeim sem veikjast og aðstandendum þeirra tækifæri á að tala, í fullum trúnaði, við félaga sem hafa reynslu af alvarlegri nýrnabilun og að vera í blóðskilun eða kvið- skilun. Jórunn bendir sérstaklega á að aðstandendur séu mjög velkomnir enda snerti veikindi ástvina þeirra líf þeirra. - kdk Félag nýrnasjúkra: Hvetur nýrna- sjúka til að tala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.