Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. janúar 2008 13 LÍKNARMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra styrkti MND-félagið, félag fólks með hreyfitaugahrörnun, um hálfa milljón króna á dögunum. Ráðherrann ákvað að senda ekki út jóla- og áramótakveðjur heilbrigðisráðuneytisins en styrkja MND-félagið í staðinn. Við sama tækifæri afhentu Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa lónsins, og Suðurnesjamenn- irnir Ásmundur Friðriksson og Axel Jónsson félaginu tvær milljónir króna að gjöf. Fénu var safnað í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Bláa lóninu. - sþs Heilbrigðisráðuneytið: MND-félagið fær jólakortafé STYRKVEITING Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, tekur á móti styrkjunum. Að baki honum eru Axel Jónsson, Grímur Sæmundsen, Ásmund- ur Jónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. RÚSSLAND, AP Ríkisstjórn Rúss- lands samþykkti í gær frumvarp um algert bann við tóbaksauglýs- ingum í landinu. Reykingar eru eitt helsta heilbrigðisvandamálið í Rússlandi. Frumvarpið, sem þingið þarf einnig að samþykkja, gerir Rússlandi kleift að staðfesta sáttmála Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar um tóbaksvarnir. Aðilar að sáttmálanum skuld- binda sig til að banna tóbaksaug- lýsingar og að tóbaksfyrirtæki fjármagni viðburði. Nánast öruggt þykir að þingið samþykki lög sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. - sdg Tóbaksvarnir í Rússlandi: Tóbaksauglýs- ingar bannaðar SAMGÖNGUR Ákvörðun Skipulags- stofnunar um að fyrirhuguð veglýsing á Þrengslavegi skuli háð mati á umhverfisáhrifum hefur verið felld úr gildi af umhverfisráðuneytinu. Fyrirhuguð lýsing er byggð á samningi Sveitarfélagsins Ölfuss og Orkuveitunnar frá vorinu 2006. Hljóðar samningurinn meðal annars upp á lagningu háspennu- og ljósstrengs, 450 ljósastaura og fimm smáspenni- stöðva á leiðinni frá Þorlákshöfn að gatnamótum Suðurlandsvegar í Svínahrauni, alls 25 kílómetra leið. Byggði Skipulagsstofnun ákvörðun sína á að framkvæmdin kynni að hafa töluverð neikvæð sjónræn áhrif auk þess sem óvissa ríkti um áhrif ljósastaura á umferðaröryggi. - ovd Orkuveitan lýsir Þrengslaveg: Veglýsing ekki í umhverfismat Hlutafé í Vilkó aukið Blönduósbær hefur samþykkt að falla frá forkaupsrétti vegna fyrirhugaðrar tíu milljóna króna hlutafjáraukningar í súpugerðinni Vilko ehf. SAH afurðir ehf. og O. Johnsen & Kaaber hafa lýst áhuga á að kaupa bréfin. BLÖNDUÓS HAFNARFJÖRÐUR Viðamikil hátíðahöld verða í Hafnarfirði í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins á þessu ári. Hátíðahöldin ná hápunkti um sjálfa afmælishelgina 29. maí til 1. júní en þá verða samfelld hátíðahöld í bænum. Fjölmargt verður á döfinni í bænum á árinu, hefðbundnir liðir á borð við Víkingahátíð, Bjarta daga og Jólaþorp verða á sínum stað auk þess sem haldnar verða myndlistarsýn- ingar, útiljósmyndasýning, hátíðartónleikar með 700 manna afmæliskór Hafnarfjarðar ásamt Kammersveit Hafnarfjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá verða úititónleikar, hverfahátíðir og gospelhátíð. Gefin hefur verið út minningabók sem dreift er á öll heimili í Hafnarfirði. Í bókinni er almennt dagatal ársins og listi yfir marga viðburði á afmælisárinu. Listinn inniheldur viðburði sem höfðu verið ákveðnir um síðustu áramót en svo má búast við að afmælisvið- burðum fjölgi eftir því sem líður á árið. Í minningabókinni eru auðar minningasíður þar sem Hafnfirðingar eru beðnir um að punkta niður minningabrot frá afmælisárinu. Í lok ársins verður óskað eftir því að bæjar- búar skili bókunum í hirslu sem verður innsigluð. Hún verður opnuð aftur á 150 ára afmæli bæjarins. Ellý Erlingsdóttir, formaður afmælis nefndar, segir afmælishaldið kosta 130 milljónir króna. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að sú upphæð sé hugsuð í dagskrána og aðeins hluti af því sem lagt verður í afmælisárið. „Við viljum gera þetta veglega og eftir minnilegt fyrir bæjarbúa,“ segir hann. - gun/- ghs Hafnarfjörður heldur upp á 100 ára afmæli bæjarins á þessu ári: Minningabók dreift til allra bæjarbúa KYNNA AFMÆLISDAGSKRÁNA Bæjarfulltrúarnir Ellý Erlingsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir kynna afmælis- dagskrá Hafnarfjarðar ásamt Lúðvík Geirssyni bæjar- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÖFUM STÆKKAÐ Í SUNDLAUG KÓPAVOGS Nýr 450 fermetra salur // Ný Nautilustæki Mikill fjöldi hlaupabretta // Ný þrektæki Ný sjónvörp // Stór og glæsilegur salur með lausum lóðum // Salur fyrir spinning-/hjólatíma Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 www.nautilus.is KORTIÐ GILDIR Í LÍKAMSRÆKT OG SUND Á BÁÐUM STÖÐVUM NAUTILUS Í KÓPAVOGI. Tilboðið gildir til og með 13. janúar! ar gu s / 07 0 97 4 VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR OG FRAMLENGJUM OPNUNARTILBOÐIÐ Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum ÁRSKORT Á 25.990 KR. Sjálfsmorðstilræði í Lahore Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á meðal lögreglumanna fyrir utan dómhús í borginni Lahore í austurhluta Pakistans í gær. Minnst 24 manns fórust og á áttunda tug særðist. Enginn hafði lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér í gær. PAKISTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.