Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. janúar 2008 13
LÍKNARMÁL Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra
styrkti MND-félagið, félag fólks
með hreyfitaugahrörnun, um
hálfa milljón króna á dögunum.
Ráðherrann ákvað að senda ekki
út jóla- og áramótakveðjur
heilbrigðisráðuneytisins en
styrkja MND-félagið í staðinn.
Við sama tækifæri afhentu
Grímur Sæmundssen, forstjóri
Bláa lónsins, og Suðurnesjamenn-
irnir Ásmundur Friðriksson og
Axel Jónsson félaginu tvær
milljónir króna að gjöf. Fénu var
safnað í hátíðarkvöldverði sem
haldinn var í Bláa lóninu. - sþs
Heilbrigðisráðuneytið:
MND-félagið
fær jólakortafé
STYRKVEITING Guðjón Sigurðsson,
formaður MND-félagsins, tekur á móti
styrkjunum. Að baki honum eru Axel
Jónsson, Grímur Sæmundsen, Ásmund-
ur Jónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra.
RÚSSLAND, AP Ríkisstjórn Rúss-
lands samþykkti í gær frumvarp
um algert bann við tóbaksauglýs-
ingum í landinu. Reykingar eru
eitt helsta heilbrigðisvandamálið
í Rússlandi.
Frumvarpið, sem þingið þarf
einnig að samþykkja, gerir
Rússlandi kleift að staðfesta
sáttmála Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar um tóbaksvarnir.
Aðilar að sáttmálanum skuld-
binda sig til að banna tóbaksaug-
lýsingar og að tóbaksfyrirtæki
fjármagni viðburði.
Nánast öruggt þykir að þingið
samþykki lög sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt. - sdg
Tóbaksvarnir í Rússlandi:
Tóbaksauglýs-
ingar bannaðar
SAMGÖNGUR Ákvörðun Skipulags-
stofnunar um að fyrirhuguð
veglýsing á Þrengslavegi skuli
háð mati á umhverfisáhrifum
hefur verið felld úr gildi af
umhverfisráðuneytinu.
Fyrirhuguð lýsing er byggð á
samningi Sveitarfélagsins Ölfuss
og Orkuveitunnar frá vorinu
2006. Hljóðar samningurinn
meðal annars upp á lagningu
háspennu- og ljósstrengs, 450
ljósastaura og fimm smáspenni-
stöðva á leiðinni frá Þorlákshöfn
að gatnamótum Suðurlandsvegar
í Svínahrauni, alls 25 kílómetra
leið. Byggði Skipulagsstofnun
ákvörðun sína á að framkvæmdin
kynni að hafa töluverð neikvæð
sjónræn áhrif auk þess sem
óvissa ríkti um áhrif ljósastaura á
umferðaröryggi. - ovd
Orkuveitan lýsir Þrengslaveg:
Veglýsing ekki í
umhverfismat
Hlutafé í Vilkó aukið
Blönduósbær hefur samþykkt að falla
frá forkaupsrétti vegna fyrirhugaðrar
tíu milljóna króna hlutafjáraukningar
í súpugerðinni Vilko ehf. SAH afurðir
ehf. og O. Johnsen & Kaaber hafa lýst
áhuga á að kaupa bréfin.
BLÖNDUÓS
HAFNARFJÖRÐUR Viðamikil hátíðahöld verða í
Hafnarfirði í tilefni af 100 ára afmæli
bæjarins á þessu ári. Hátíðahöldin ná
hápunkti um sjálfa afmælishelgina 29. maí til
1. júní en þá verða samfelld hátíðahöld í
bænum.
Fjölmargt verður á döfinni í bænum á árinu,
hefðbundnir liðir á borð við Víkingahátíð,
Bjarta daga og Jólaþorp verða á sínum stað
auk þess sem haldnar verða myndlistarsýn-
ingar, útiljósmyndasýning, hátíðartónleikar
með 700 manna afmæliskór Hafnarfjarðar
ásamt Kammersveit Hafnarfjarðar og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá verða
úititónleikar, hverfahátíðir og gospelhátíð.
Gefin hefur verið út minningabók sem
dreift er á öll heimili í Hafnarfirði. Í bókinni
er almennt dagatal ársins og listi yfir marga
viðburði á afmælisárinu. Listinn inniheldur
viðburði sem höfðu verið ákveðnir um síðustu
áramót en svo má búast við að afmælisvið-
burðum fjölgi eftir því sem líður á árið.
Í minningabókinni eru auðar minningasíður
þar sem Hafnfirðingar eru beðnir um að
punkta niður minningabrot frá afmælisárinu.
Í lok ársins verður óskað eftir því að bæjar-
búar skili bókunum í hirslu sem verður
innsigluð. Hún verður opnuð aftur á 150 ára
afmæli bæjarins.
Ellý Erlingsdóttir, formaður afmælis nefndar,
segir afmælishaldið kosta 130 milljónir króna.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að sú
upphæð sé hugsuð í dagskrána og aðeins hluti
af því sem lagt verður í afmælisárið. „Við
viljum gera þetta veglega og eftir minnilegt
fyrir bæjarbúa,“ segir hann. - gun/- ghs
Hafnarfjörður heldur upp á 100 ára afmæli bæjarins á þessu ári:
Minningabók dreift til allra bæjarbúa
KYNNA AFMÆLISDAGSKRÁNA Bæjarfulltrúarnir Ellý
Erlingsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir kynna afmælis-
dagskrá Hafnarfjarðar ásamt Lúðvík Geirssyni bæjar-
stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HÖFUM STÆKKAÐ Í
SUNDLAUG KÓPAVOGS
Nýr 450 fermetra salur // Ný Nautilustæki
Mikill fjöldi hlaupabretta // Ný þrektæki
Ný sjónvörp // Stór og glæsilegur salur með
lausum lóðum // Salur fyrir spinning-/hjólatíma
Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470
Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480
www.nautilus.is
KORTIÐ GILDIR Í LÍKAMSRÆKT
OG SUND Á BÁÐUM STÖÐVUM
NAUTILUS Í KÓPAVOGI.
Tilboðið gildir til og með 13. janúar!
ar
gu
s
/
07
0
97
4
VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR
OG FRAMLENGJUM OPNUNARTILBOÐIÐ
Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum
ÁRSKORT Á 25.990 KR.
Sjálfsmorðstilræði í Lahore
Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi
sig í loft upp á meðal lögreglumanna
fyrir utan dómhús í borginni Lahore
í austurhluta Pakistans í gær. Minnst
24 manns fórust og á áttunda tug
særðist. Enginn hafði lýst ábyrgð á
tilræðinu á hendur sér í gær.
PAKISTAN