Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 74
42 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR
6
DAGAR
Í EM
Í HANDBOLTA
HANDBOLTI Alfreð Gíslason
landsliðsþjálfari missti tvo menn
í viðbót af æfingum í gær en
Jaliesky Garcia Padron er orðinn
veikur og bakslag kom í hné-
meiðsli Arnórs Atlasonar sem
gerðu það að verkum að hann fór
ekki með B-liðinu til Noregs.
Þess utan er Alexander
Petersson meiddur en hann mun
prófa að æfa í dag og Sverre
Jakobsson fær væntanlega
endanlega niðurstöðu með sín
veikindi í dag. - hbg
Íslenska landsliðið:
Meiri veikindi
PADRON Veikur en væntanlega aðeins
með flensu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Meiðsli hrjá þrjá
leikmenn heimsmeistara Þjóð-
verja viku fyrir Evrópumótið í
Noregi.
Þeir Florian Kehrmann, Christi-
an Zeitz og Andrej Klimowets
meiddust allir á æfingu en enginn
þó mjög alvarlega þótt einhver
hvíld bíði þeirra. Þjóðverjar
vonast eftir þeim heilum og
klárum í slaginn á mótinu. - hbg
Þýska landsliðið:
Þrír meiddir
HANDBOLTI Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir íþróttamálaráð-
herra kvaddi handboltalandsliðið
fyrir EM á táknrænan hátt í Laug-
um í gær er hún afhenti Guðjóni
Val Sigurðssyni lukkutröll sem
vonandi færir strákunum okkar
gæfu.
Við sama tækifæri var tilkynnt
að stuðningssamtökin „Í blíðu og
stríðu“ myndu áfram hvetja
landsliðið áfram af krafti en það
framtak þótti heppnast með ein-
dæmum vel fyrir ári.
Á vefsíðunni ibliduogstridu.is
getur fólk sýnt stuðning í verki
með því að skrá sig skuldbind-
ingalaust í samtökin og á vefsíð-
unni mun Auðunn Blöndal verða
með myndbandsblogg á keppn-
inni. Þess utan verður blaða-
maður frá síðunni í Þrándheimi
og mun hann gefa landanum inn-
sýn í stemninguna á mótinu. - hbg
Handknattleikssambandið vill viðhalda jákvæðri umgjörð um handboltaliðið:
Í blíðu og stríðu með strákunum
GÓÐA FERÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir íþróttamálaráðherra smellir hér kossi
á landsliðsmanninn Guðjón Val Sigurðsson í Laugum í gær. Hún færði Guðjóni
og strákunum lukkutröll sem þeir munu taka með sér út. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
> Birgir Leifur á erfitt verk fyrir höndum
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur
úr GKG, hóf keppni á Opna Jóhannesar-
borgarmótinu í Suður-Afríku í gær. Hann
lék fyrsta hring sinn á Austur-vellinum á
75 höggum eða fjórum höggum yfir pari
vallarins og er í 132.-155. sæti af 202
keppendum. Birgir Leifur fékk tvo
fugla, tíu pör og sex skolla í gær
og verður að leika talsvert betur
í dag ef hann ætlar að komast í
gegnum niðurskurðinn, en 65
efstu kylfingarnir halda áfram
keppni að öðrum keppnisdegi
loknum seinni partinn í dag.
HANDBOLTI Miðjumaðurinn Ivano
Balic á veika von um að taka þátt
á EM eftir allt saman. Samkvæmt
læknum króatíska liðsins er hann
loksins tilbúinn í að æfa en það á
eftir að koma í ljós hvernig
líkaminn bregst við erfiði
á nýjan leik.
Örvhenta skyttan Petar
Metlicic er meidd á
löngutöng vinstri
handar en þau
meiðsli eru
eðlilega að plaga
Metlicic talsvert
mikið. Rétthenta
skyttan Blazenko
Lackovic er síðan
puttabrotin en
blessunarlega fyrir
Lackovic er brotið
á vinstri hendinni.
– hbg
Meiðsli Ivano Balic:
Á enn veika
von um EM
Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í Iceland Express-deild karla í
körfubolta á dögunum, þegar liðið fékk vænan skell 98-76 í leik
gegn nágrönnum sínum í Grindavík, eftir að hafa byrjað mótið
með tíu sigurleikjum í röð. Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði
Keflvíkinga, segir liðið ákveðið í að misstíga sig ekki aftur.
„Við vorum náttúrlega skelfilegir gegn Grindavík um
daginn og vorum greinilega ekki jafn tilbúnir í leikinn
og við héldum. Við vorum reyndar ekki búnir að spila
leik í þrjár vikur og það hafði eflaust sitt að segja, en
það hefði líka svo sem verið skrítið ef við hefðum
ekki tapað leik yfir allt tímabilið. Við erum aftur á
móti ákveðnir í að komast aftur á þá sigurbraut sem
við vorum á fyrir leikinn gegn Grindavík og eigum
við ekki bara að segja að tapið sé komið á þessu
ári, eitt tap er alveg nóg,“ sagði Magnús Þór ákveðinn
og býst við hörkuleik þegar Snæfellingar koma í heim-
sókn í Sláturhúsið í Keflavík í kvöld.
„Við vitum alveg hvað Snæfellingar geta og þeir eru
engin lömb að leika sér við ef þeim er leyft að spila
eins og þeir vilja spila. Þeir virðast ætla að koma sterkir inn í
deildina eftir áramót og unnu til að mynda Njarðvík um síðustu
helgi,“ sagði Magnús Þór en Keflavík vann Snæfell í Stykkishólmi
í lok október eftir framlengdan leik.
„Við áttum náttúrlega að bursta leikinn í Stykkishólmi
eftir mikla yfirburði í fyrri hálfleik, en vorum værukærir og
þeir komust aftur inn í leikinn. Þetta er bara merki um það
hvað deildin er orðin sterk, það má ekkert út af bregða og
dagsformið skiptir öllu. Við mætum Snæfelli
svo aftur í Lýsingarbikarnum um helgina
og við ætlum okkur auðvitað sigur í
báðum leikjunum,“ sagði Magnús Þór
og fer heldur ekki leynt með markmið
Keflavíkurliðsins.
„Við settum okkur markmið fyrir
tímabilið og erum alveg á því eins og er.
Það þýðir náttúrlega ekkert annað í Keflavík en að
vinna titil og það eru enn allir brjálaðir yfir því að það
hafi ekki tekist í fyrra.“
MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON, FYRIRLIÐI KEFLVÍKINGA: Á VON Á HÖRKULEIK GEGN SNÆFELLI Í SLÁTURHÚSINU Í KVÖLD
Þýðir ekkert annað í Keflavík en að vinna titil
Karladeild Iceland Express:
KR-Grindavík 76-87 (34-42)
Stig KR: Avi Fogel 22 (8 frák.), Joshua Helm 19
(7 frák.), Jeremiah Sola 12 (5 frák., 3 stolnir, 20
mín.), Helgi Már Magnússon 9, Darri Hilmarsson
6, Skarphéðinn Ingason 5, Pálmi Freyr Sigur
geirsson 3, Brynjar Þór Björnsson 2.
Stig Grindavíkur: Jonathan Griffin 27 (8 frák.,6 í
sókn, 4 stoðs.), Adama Darboe 20 (6 stoðs.), Páll
Axel Vilbergsson 19 (9 frák.), Igor Beljanski 12
(8 frák.), Sigurður Gunnarsson 2, Davíð Páll Her-
mannsson 2 (5 frák. 5 stoðs., 15 mín.), Þorleifur
Ólafsson 2, Páll Kristinsson 1.
Hamar-Skallagrímur 80-84
Stig Hamars: Nicholas King 24, Roni Leimu 17,
Lárus Jónsson 11, Roman Moniak 8, Bojan
Bojovic 8, Svavar P. Pálsson 8, Marvin Valdimars-
son 4.
Stig Skallagríms: Pétur M. Sigurðsson 24, Darrell
Flake 22, Hafþór I. Gunnarsson 14, Pálmi Þ.
Sævarsson 8, Allan Fall 7, Óðinn Guðmundsson
5, Sigurður Þórarinsson 3, Áskell Jónsson 2.
Njarðvík-Þór Ak. 139-90
Stjarnan-Fjölnir 96-79
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Hollenska knattspyrnu-
tímaritið Voetbal International
stóð að vanda fyrir vali á liði
ársins í hollensku deildinni en
úrslit voru tilkynnt í gær þegar
kosningunni lauk formlega.
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður
AZ Alkmaar og íslenska landsliðs-
ins, var valinn besti hægri
bakvörður deildarinnar af
lesendum blaðsins og hlaut hann
alls 58.689 atkvæði eða tæplega
43% atkvæða þeirra sem tóku
þátt í kosningunni. - óþ
Voetbal International:
Grétar Rafn
í liði ársins
MIKILS METINN Grétar Rafn á greinilega
marga aðdáendur í Hollandi og lesendur
Voetbal International kusu hann besta
hægri bakvörðinn í hollensku deildinni.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, staðfesti í
íþróttaþættinum Utan vallar á
Sýn í gærkvöldi að Knattspyrnu-
samband Íslands væri búið að ná
samkomulagi um að framlengja
núgildandi sjónvarpssamning
sinn til ársins 2011 og um væri að
ræða stærsta samning sem
sambandið hefði nokkurn tímann
gert.
„Við erum mjög ánægðir með
að hafa náð þessu samkomulagi
og þó svo að ég geti ekki komið
með nákvæma tölu hleypur þetta
á hundruðum milljóna. Ég hef
alltaf sagt að við þurfum að láta
verkin tala og til þess þarf
fjármagn og því eru þetta mjög
góð tíðindi,“ sagði Geir. - óþ
Geir Þorsteinsson, form. KSÍ:
Nýr sjónvarps-
samningur KSÍ
KÖRFUBOLTI Grindvíkingar fylgdu
eftir frábærum sigri á toppliði
Keflavíkur, þar sem þeir urðu
fyrstir til þess að vinna Keflavíkur-
liðið, með því að verða fyrstir til
þess að vinna Íslandsmeistara KR
á þeirra eigin heimavelli í vetur.
Grindavík vann 87-76 sigur í DHL-
Höllinni í gær þar sem þeir voru
með frumkvæðið og forustuna frá
upphafi til enda en KR-liðið komst
aldrei yfir í leiknum.
KR-liðið var búið að vinna alla
átta heimaleiki sína í vetur og sex
síðustu leiki sína í deildinni en
þarf nú heldur betur að rífa sig
upp fyrir bikarleikinn í Njarðvík á
sunnudaginn.
Jeremiah Sola hjá KR og Helgi
Jónas Guðfinsson hjá Grindavík
léku báðir sinn fyrsta leik í vetur
en Sola vantar augljóslega nokkuð
upp á leikformið, sem 6 tapaðir
boltar og 36 prósent skotnýting
sýna. Helgi Jónas klikkaði á öllum
sex þriggja stiga skotum sínum í
leiknum og var stigalaus á 16 mín-
útum en framlag hans sést ekki
síst á því hversu góð áhrif hann
hefur haft á Adama Darboe.
„Þetta var risastór sigur fyrir
Grindavík. Við höfum verið að
bæta varnarleikinn í síðustu leikj-
um og það er þar sem við erum að
vinna leikina okkar. Við viljum
hlaupa og um leið og við vinnum
boltann getum við keyrt á liðin,“
sagði Adama Darboe, danski leik-
stjórnandinn hjá Grindavík.
„Við höfum spilað miklu betri
vörn í síðustu tveimur leikjum og
vonandi getum við haldið því
áfram og farið alla leið og unnið
titilinn. Vörnin snýst aðallega um
vinnusemi og hugarfar og þar
höfum við bætt okkur mikið,“
sagði Adama, sem hefur sjálfur
spilað frábærlega í þessum
tveimur stóru sigrum á toppliðum
Keflavíkur og KR. Adama þakkar
komu Helga Jónasar Guðfinns-
sonar sem hann segir að hafi
komið sér upp á tærnar.
„Það er frábært að vera búnir
að fá Helga Jónas aftur. Hann
hefur mikla reynslu og er að kenna
mér hluti á hverri æfingu,“ sagði
Darboe, sem var með 22 stig og 6
stoðsendingar í leiknum.
Jeremiah Sola gat hins vegar
ekki leynt vonbrigðum sínum
frekar en aðrir KR-ingar sem
gengu niðurlútir af velli.
„Þetta var hræðilegt. Ég veit
ekki hvernig þetta var áður en ég
kom en þetta var alveg út í hött.
Ég hjálpaði ekki mikið til í kvöld
en ég þarf bara tíma til þess að
koma betur inn í leikinn og komast
í betra leikform. Við eigum eftir
að spila miklu betur það er pott-
þétt mál,“ sagði Jeremiah Sola
eftir leikinn.
Grindvíkingar eru að hrista upp
í toppbaráttu Iceland Express-
deildar karla en ekki með því að
raða niður þristum eða skora yfir
100 stig, heldur með því að spila
frábæra vörn. Þeir eru búnir að
halda tveimur bestu sóknarliðum
deildarinnar í 76 stigum. Adama
átti stórleik annan leikinn í röð,
Jonathan Griffin var mjög öflugur
og þeir Páll Axel Vilbergsson og
Igor Beljanski voru mjög traustir.
Avi Fogel var skástur hjá KR en
annars var það andleysi og von-
leysi sem skein úr augum flestra
leikmanna KR. ooj@frettabladid.is
Grindavíkurvörnin í ham
Grindvíkingar fylgdu eftir stórsigri sínum á toppliði Keflavíkur með því að
halda KR-ingum í 76 stigum á heimavelli og urðu jafnframt fyrsta útiliðið til
þess að vinna í DHL-Höll Íslandsmeistaranna í vetur.
TRAUSTUR Páll Axel Vilbergsson átti fínan leik að vanda fyrir Grindavík og skoraði 19
stig, en 14 þeirra komu í fyrri hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
sport@frettabladid.is