Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 18
18 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur > Gistninætur á hótelum á Íslandi í nóvember. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 72 .4 00 75 .1 00 2006 2007 FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Nefnd þingmanna af grænlenska landsþing- inu og danska þjóðþinginu hefur frá því um mitt ár 2004 unnið að gerð frumvarps að nýjum heimastjórnarlögum fyrir Grænland. Til hafði staðið að ljúka verkinu síðast- liðið haust, en það frestaðist og dönsku þingkosningarnar í nóvember settu strik í reikninginn þar sem nokkrir af dönsku fulltrúunum hættu á þingi. Nefndin gat því ekki haldið áfram störfum fyrr en danski forsætisráðherrann tók ákvörðun um það hvort nýir fulltrúar skyldu skipaðir í stað þeirra sem ekki eru lengur þingmenn. Hann tilkynnti í vikunni að allir dönsku fulltrúarnir skyldu halda sætum sínum utan einn. Nú er stefnt að því að nefndin ljúki verkinu fyrir sumarið, í framhaldinu ræði Grænlendingar um niðurstöðuna og síðan verði þjóðar- atkvæðagreiðsla um ný heimastjórnarlög. Hvað er heimastjórn? Grænland hefur haft eigin heimastjórn frá því 1. maí 1979. Samkvæmt heimastjórnar- lögunum nýtur Grænland „slíkrar sérstöðu að því er varðar þjóðerni, menningu og landfræðilega legu“ að „Grænland myndar sérstakt samfélag [særligt folkesamfund] innan danska ríkisins“. Grænlendingar kjósa landsþing, sem skipað er 31 fulltrúa. Græn- lenska landstjórnin er kjörin af landsþinginu. Nú eiga sjö fulltrúar sæti í henni, fjórir frá jafnaðarmannaflokkn- um Siumut og þrír frá IA-flokki sjálfstæðis- sinna (Inuit Ataqatigiit). Hvers vegna ný heimastjórnarlög? Grænlenska landstjórnin ákvað um áramótin 1999-2000 að skipa nefnd um endurskoðun heimastjórnarlaganna. Þáverandi landstjórn áleit nauðsynlegt að skýra framtíðarstöðu Grænlands gagnvart Danmörku og umheiminum, ekki síst stjórnarskrárréttarlega stöðu Grænlendinga. 21. júní 2004 var svo skipuð hin dansk-grænlenska nefnd, sem síðan þá hefur unnið að því að semja ný heimastjórnarlög. Helstu samningsmarkmið Grænlendinga voru að þeir yrðu viðurkenndir sem þjóð í skilningi þjóðaréttar og að yfirráð yfir auðlindum í grænlenskri lögsögu yrðu á þeirra hendi. FBL-GREINING: HEIMASTJÓRN Á GRÆNLANDI Áfangi að sjálfstæði Grænlendinga Nálægt 3.000 miðar eru þegar seldir á sýningu Leikfélags Akureyrar á gaman- leiknum Fló á skinni og nánast uppselt á fimmtán sýningar. Magnús Geir Þórðar- son er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hvaða ástæður eru fyrir miklum áhuga á sýningunni? Þetta er þekkt verk sem hefur notið vinsælda. Svo er ég viss um að leik- stjóri og leikarar veki áhuga og fólk trúi því að þetta verði skemmtilegt verk. Það er ánægjulegt hversu góð aðsókn hefur verið að sýningum LA undanfarið. Fólk er alltaf spennt fyrir að hlæja eða brosa út í annað og nokkuð víst er að það verður hægt að gera á þessari sýningu. Hvernig er sýningin öðruvísi en fyrri uppfærslur? Þetta birtist nú í glænýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar en Fló á skinni hefur verið sett upp víða und- anfarin 100 ár. Verkið er bæði lagað að tíma og rúmi þannig að nú gerist það í Eyjafirði árið 2008. Svo er búið að uppfæra húmorinn aðeins og ég veit að María Sigurðardóttir leikstjóri glæðir þetta verk nýju lífi. SPURT & SVARAÐ LEIKHÚSÁHUGI Mikill áhugi á Fló á skinni MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Leikhússtjóri Þingmenn úr öllum þing- flokkum vilja breyta nú- verandi fyrirkomulagi við skipan hæstaréttardómara. Ólíkar hugmyndir eru uppi um hvaða leið skuli farin. Björn Bjarnason telur að dómsmálaráðherra eigi að taka lokaákvörðun. Fyrirkomulag skipunar dómara, hvort heldur er við Hæstarétt eða héraðsdómstóla, ber annað veifið á góma og gerir það nú í kjölfar skip- unar Þorsteins Davíðssonar við Héraðsdóma Norðurlands eystra og Austurlands. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir að þingmenn kjósi dómara við Hæstarétt. Fyrsti flutnings- maður er Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar- innar, en meðflutningsmenn eru Gunnar Svavarsson og Helgi Hjörvar, Samfylkingu, og Jón Magnússon, Frjálslynda flokkn- um. Í frumvarpinu er kveðið á um að forseti Íslands skipi dómara samkvæmt tilnefningu forsætis- ráðherra að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Áður en tillagan er lögð fyrir þingið skuli sérnefnd þess fjalla um hana og leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjanda. Núverandi kerfi úrelt Lúðvík Bergvinsson segir núver- andi fyrirkomulag óviðunandi. „Það er úrelt að dómsmálaráð- herra einn skipi dómsvaldið.“ Frumvarpið tekur aðeins til hæstaréttardómara en Lúðvík segir mikilvægt að lögum um skip- an héraðsdómara verði einnig breytt. Nefnir hann sem mögu- leika að binda hendur ráðherra við álit fagnefndar sem leggi mat á umsækjendur um héraðsdómara- embætti. „Ég er á því að taka þurfi kerfið til endurskoðunar og skilja dóms- valdið betur frá framkvæmda- valdinu,“ segir Atli Gíslason, þing- maður VG. Hann er í megindráttum sammála efni frumvarpsins og er þeirrar skoðunar að við skipan héraðsdómara beri að auka áhrif óháðra matsnefnda sem væru skipaðar á breiðum grundvelli. Jón Magnússon, einn meðflutn- ingsmanna frumvarpsins um hæstaréttardómara, telur skipun Þorsteins Davíðssonar gefa fullt tilefni til að endurskoða líka fyrir- komulag skipunar héraðsdómara. „Hæstiréttur er fjölskipaður en héraðsdómari fjallar vanalega einn um mál og þau eru ekki öll áfrýjanleg. Viðhorf og sjónarmið eins manns ráða og þess vegna verður að vanda skipunina. Val á dómurum má ekki vera geðþótta- ákvörðun,“ segir Jón, sem jafn- framt vill að þingið kjósi ríkissak- sóknara enda mikilvægt að um það embætti ríki samstaða, líkt og dómaraembættin. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni í grein í Morgunblað- inu í gær að skipunarkerfi dómara væri úrelt og um leið óbærilegt fyrir dómstólana. Hann boðaði að flokkur sinn myndi beita sér fyrir sáttum um nýja leið sem yrði hafin yfir alla pólitíska gagnrýni og tæki í meginatriðum undir frumvarp Lúðvíks Bergvinssonar. Ráðherra hafi veitingavaldið Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir sjálfsagt að þingið ræði hvaða aðferð skuli notuð til að skipa dómara, því hafi hann margoft lýst á þingi. „Höfuðmáli skiptir að ráð- herra taki lokaákvörðun og tel ég það eiga að vera dómsmálaráð- herra,“ segir hann. Björn bendir á að við skipan í embætti verði ekki vikist undan að velja á milli manna og að slíkt val geti kallað á deilur sama hvaða kerfi er notað. Engar reglur geti útilokað deilur þó stund- um megi skilja umræður á þann veg að með reglum sé unnt að eyða ólíkum sjónarmiðum um ágæti ein- staklinga. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er á sama máli og Björn og telur að veit- ingavaldið eigi áfram að vera hjá ráðherra sem eigi að bera pólitíska ábyrgð á veitingunni. Hann telur óheppilegt að dómarar við Hæsta- rétt veiti umsagnir um umsækj- endur um embætti við réttinn, líkt og nú er, og efast um að tillaga Lúð- víks um að nefnd á vegum þingsins veiti umsögn sé heppileg. Betur færi á að sérfræðinganefnd, sem í sætu fulltrúar Lögmannafélagsins, Lögfræðingafélagsins og laga- deilda háskólanna, veitti slíka umsögn. Þá hafnar Sigurður hug- myndum um að þingið kjósi um dómara enda fullur efasemda um að 63 þingmenn séu best til þess fallnir að taka ákvörðun um manna- ráðningar. „Það vald er betur komið í höndum annarra,“ segir Sigurður. Þverpólitískur vilji til að breyta fyrirkomulagi við dómaraskipan LÚÐVÍK BERGVINSSON ATLI GÍSLASON JÓN MAGNÚSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON BJÖRN BJARNASON SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON HÆSTIRÉTTUR Þingmenn í Samfylkingunni, VG, Frjálslynda flokknum og Framsóknarflokknum vilja gera róttækar breytingar á skipun í embætti dómara við Hæstarétt og héraðsdómstólana. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að ráðherra hafi áfram skipunar vald og beri pólitíska ábyrgð á embættisveitingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAUTJÁN DÓMARAR HAFA VERIÐ SKIPAÐIR FRÁ ÁRINU 2000 2007 Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari á Norðurlandi eystra og Austurlandi Páll Hreinsson hæstaréttardómari 2006 Ingimundur Einarsson héraðsdómari í Reykjavík Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari á Suðurlandi Hjördís Björk Hákonardóttir hæstaréttardómari Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari á Reykjanesi 2005 Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari á Austurlandi 2004 Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari í Reykjavík Ásgeir Magnússon héraðsdómari án sætis við tiltekinn dómstól Skúli Magnússon héraðsdómari í Reykjavík Símon Sigvaldason héraðsdómari án sætis við tiltekinn dómstól 2003 Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari 2002 Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari 2001 Benedikt Bogason héraðsdómari án sætis við tiltekinn dómstól Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari 2000 Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari Hestamannafélagið Fákur auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir hesthús fyrir félagsmenn Fáks á nýju hesthúsasvæði í Almannadal. Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 mánudaginn 21. janúar nk. og skal umsóknum skilað í félags heimili Fáks á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að nálgast þar eða á heimasíðu félagsins. Kynningarfundur verður í félagsheimili Fáks mánu- daginn 14. janúar nk. kl. 20:00. Upplýsingar um það hvenær verður dregið úr umsóknum verða birtar á heimasíðu Fáks fyrir lok umsóknarfrests. Allar nánari upplýsingar er að fi nna á heimasíðu Fáks www.fakur.is undir “Almannadalur-Sala á byggingarrétti 2008”. Stjórn Hestamannafélagsins Fáks Almannadalur Sala byggingaréttar 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.