Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 32
BLS. 4 | sirkus | 11. JANÚAR 2008
V ið þurfum því miður að loka Sirk-us 1. febrúar vegna fyrirhugaðra
framkvæmda í miðbænum,“ segir Sig-
ríður Guðlaugsdóttir, eigandi Sirkuss,
betur þekkt sem Sigga Boston, en hún
hefur einnig rekið barinn Boston með
vinkonu sinni, Hildi Zoëga, í rúmt ár.
Sigga er ósátt við að þurfa að loka
Sirkus sem hún hefur rekið í tæp átta
ár. „Það á að rífa húsnæði Sirkuss og
húsin þar í kring. Ég veit ekki hvernig
þetta endar ef borgin ætlar að halda
uppteknum hætti og loka hverju fyrir-
tækinu á fætur öðru,“ segir Sigga sem
gagnrýnir harðlega niðurrifsstarfsemi
borgarinnar. Rekstur Sirkuss hefur
alla tíð verið afar blómlegur og notið
mikilla vinsælda, hann hefur mikið
verið lofaður í erlendum tímaritum
og þykir með þeim flottustu í Norður-
Atlantshafi og þótt víðar væri leitað.
„Árlega heimsækja margir túristar
barinn enda virðast það vera aðeins
tveir staðir sem þeim finnst nauðsyn-
legt að heimsækja, Sirkus og
Hallgrímskirkja,“ segir
Sigga en auk þessarar
miklu umfjöllunar
erlendis hefur staður-
inn verið notaður við
upptökur á bíómynd-
um og myndböndum,
en Sirkus kom einmitt
mikið við sögu í mynd-
bandi Bjarkar Guð-
mundsdóttur, Triumph
of a heart. „Ef ég fæ
húsnæði fyrir
Sirkus mun
ég halda rekstrinum áfram en það er
ekki auðsótt mál þar sem niðurrif
miðbæjarins virðist vera í algleym-
ingi,“ segir Sigga sem gæti vel hugsað
sér, meira í gríni en alvöru, að fara
með Sirkusinn sinn niður í Hljóm-
skálagarðinn. Á þessum síðustu líf-
dögum Sirkuss við Klapparstíginn
verður þó nóg um að vera og staður-
inn verður svo sannarlega kvaddur
með stæl. „Við ætlum að reyna að
skipta kvöldunum niður þannig að
flestir sem hafa komið við sögu síð-
ustu árin spili hjá okkur en nú um
helgina munu þeir Jón Atli og Gísli
Galdur spila ásamt fleiri góðkunn-
ingjum,“ bætir Sigga við að lokum sem
sér sárlega eftir húsnæðinu við Klapp-
arstíg. Sirkus á sér marga fastagesti
sem harma mjög lokun staðarins.
Stebbi Steph, betur þekktur sem
President Bongo á Sirkus er einn
fastagestanna sem harma lokun stað-
arins. „Þetta er glatað og ömurlegt.
Alltof tilfinningalegt dæmi fyrir
mig,“ upplýsir Stebbi sem segist
eiga eftir að sakna mest sætu
stelpnanna á barnum. Henrik
Björnsson tónlistarmaður
hefur verðið fastagestur
Sirkuss frá því staður-
inn var opnaður.
„Einhvern tímann
loka allir staðir en
það er engu síður
ömurlegt að það
eigi að byggja
verslunarmið-
stöð þarna,“
sagði
Henrik um lokun staðarins.
„Miðbærinn er enginn staður
fyrir svoleiðis vitleysu. Það
er ekki hægt að rífa allt sem
er gamalt og sögulegt og
setja eitthvað nýtt og
plebbalegt í staðinn. Það
er eitthvað sem allir munu
sjá eftir,“ bætir Henrik við
en hann á
eftir að
sakna Sirkuss
á Klappar-
stígnum. „Þetta
er fallegur stað-
ur. Fallegt lítið
hús að utan og
twilight zone að
innan. Garðurinn
er líka voða fínn á sumrin, þegar hann
mátti vera opinn,“ segir Henrik að
lokum. Það eru ekki einungis fasta-
kúnnar sem munu gráta þessar
aðgerðir Reykjavíkurborgar því að
Sirkus er orðinn stór partur af mið-
bænum auk þess sem hann hefur
trekkt að fjöldann allan af ferða-
mönnum. Sirkus gerði Klapp-
arstíginn að miðpunkti
skemmtanalífsins á sínum
tíma og verður sárt sakn-
að.
bergthora@frettabladid.is
SIRKUS SIGGU LOKAR 1. FEBRÚAR
STEBBI STEPH BETUR
ÞEKKTUR SEM
PRESIDENT BONGO
SIRKUS BAR Heyrir sögunni til 1. febrúar.
HENRIK
BJÖRNSSON
SVARTIR DAGAR Í MIÐBÆNUM
SIGGA Á
SIRKUS
Li
st
in
n
g
ild
ir
1
1.
t
il
1
8
. j
an
2
00
8
Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land.
Astrópía
Næturvaktin
Mýrin
Bourne Ultimatum
High School Musical 2
Secret, The - íslenskt
Transformers
Knocked Up
Rush Hour 3
High School Musical 1
Harry Potter the Order of P.
Hairspray
Köld Slóð
Pirates of the Caribbean 3
Evan Almighty DVD
Mr. Brooks
Lincence To Wed
Meet the Robinsons DVD
Hot Fuzz
Fóstbræður Season 5
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
VINSÆLUSTU DVDVINSÆLASTA TÓNLISTIN
Mugison Mugiboogie
Hjálmar Ferðasót
Radiohead In Rainbows
Páll Óskar Allt fyrir ástina
Hjaltalín Hjaltalín
Ýmsir Pottþétt 45
Ellen Kristjánsdóttir Einhversstaðar Einhverntíma
Einar Scheving Cycles
Led Zeppelin Mothership
GusGus Forever
Sigur Rós Hvarf / Heima
Eagles Long Road Out Of Eden
Eivör Human Child/Mannabarn
Benny Crespo´s Gangt Benny Crespo’s Gang
Amy Winehouse Back To Black
Ný Dönsk 1987-2007
Dísella Solo Noi
Katie Melua Pictures
Álftagerðisbræður Álftagerðisbræður
Land og Synir Lífið er Yndislegt
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Skífulistinn topp 20
A
A
A
A
A
A
N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista
21 6 1317 16 17
Vinsælustu titlarnir
N
N