Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 70
38 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > KATE OG CALVIN Leikkonan Kate Bosworth verður andlit Calvin Klein í nýrri auglýsingaherferð. Hún bætist þannig í fríðan flokk frægðarfólks, en á meðal fyrr- verandi fyrirsæta fyrir tísku- merkið eru Brooke Shields, Mark Wahlberg og Kate Moss. Fríða Sóley Hjartardóttir heldur til New York í dag þar sem hún mun taka þátt í Ford-keppninni Supermodel of the World. Í verðlaun er fimmtán milljóna króna samningur við Ford. Hin sautján ára gamla Fríða Sóley fór með sigur af hólmi í íslensku Ford-keppninni sem haldin var í Iðnó í september. Hún öðlaðist þar með þátttökurétt í alþjóðlegu Ford- keppninni, sem fram fer í New York næsta miðvikudag. Fríða keppir þar við um fimmtíu stúlkur, víðs vegar að úr heiminum, um tit- ilinn Supermodel of the World. Í fyrstu verðlaun er samningur við hina virtu módelskrifstofu að and- virði um fimmtán milljónir íslenskra króna. Fríða Sóley var að vonum spennt þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. „Þetta byrjar allt á laugar- deginum [á morgun]. Við förum í gönguæfingar og í myndatökur og undirbúum okkur fyrir keppnina. Mér skilst að það verði prógramm allan daginn fram að keppni,“ segir Fríða. „Ég held að keppnin sjálf verði með svipuðu sniði og hérna heima, en ég fæ örugglega að vita allt um það á morgun. Þá hitti ég líka hinar stelpurnar. Ég hef aðeins fylgst með þeim á myspace-síðunni sem keppnin heldur úti, en ég þekki þær náttúrlega ekki neitt,“ bætir hún við. Frá því í september hefur Fríða búið sig undir alþjóðlegu keppnina, bæði með myndatökum og göngu- æfingum. „Í síðustu viku fór ég svo í vax hjá Toni og Guy og hand- og fótsnyrtingu hjá snyrtistofunni Eygló, svo ég er að verða tilbúin,“ segir Fríða og hlær við. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún einmitt stödd í Gyllta kettinum að sækja kjól fyrir keppnina, og því í þann veginn að leggja lokahönd á undirbúninginn. Fríða segist hlakka til keppninn- ar og segir gengi sitt í henni hafa áhrif á framhaldið. „Ef það gengur vel úti gæti vel verið að ég hellti mér út í fyrirsætustörfin, en þetta kemur allt í ljós. Ég er alveg ný í þessu og byrjaði ekkert að velta þessu fyrir mér fyrr en í sumar. Ég er í skóla líka, svo það er alveg nóg að gera,“ segir Fríða, sem stundar nám á félagsfræðabraut Kvenna- skólans í Reykjavík. Hún segist vona að framtíðin innihaldi sitt lítið af hvoru, fyrirsætustörfum og félagsfræði. „Það væri gaman að geta gert bæði, unnið svolítið sem fyrirsæta og farið svo að læra,“ segir Fríða. sunna@frettabladid.is Keppir um fimmtán milljóna Ford-samning NÆSTA OFURFYRIRSÆTA? Fríða Sóley Hjartardóttir etur kappi við fimmtíu aðrar Ford- fyrirsætur í alþjóðlegri fyrirsætukeppni í New York á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pamela Anderson er ólétt, samkvæmt heimildum vefsíðunnar tmz.com. Faðir barnsins er núverandi eiginmaður hennar, Rick Salomon, sem er hvað þekkt- astur fyrir að hafa „leikið“ í kynlífs- myndbandi með partíprinsessunni Paris Hilton. Pamela og Rick gengu í það heil- aga í Las Vegas í byrjun október, en strandvarðargellan fyrrverandi sótti um skilnað fyrir tæpum mánuði. Örfáum dögum síðar lýsti hún því yfir að þau myndu reyna að vinna úr vandamálum sínum og laga sambandið, en nú hefur Pamela aftur skipt um skoðun, og það þrátt fyrir þungunina. Salomon hefur sagt vinum sínum að hann telji ástæðuna fyrir ósk Pamelu um skilnað vera þá að hún „láti eins og geðsjúklingur“ út af þunguninni. Hann kveðst vona að hún fái aftur áhuga á að bjarga sambandinu. Á skilnaðarpappírunum, sem Tmz hefur undir höndum, fer Anderson fram á að Salomon greiði henni framfærslu, en minnist ekki á meðlag. Hjónabandið er þriðja hjónaband beggja, en Anderson hefur áður verið gift rokkurunum Kid Rock og Tommy Lee sem einmitt er væntanlegur hingað til lands. Með Tommy á hún synina Brand- on Thomas og Dylan Jagger, sem nú eru tíu og ellefu ára gamlir. Seinna hjóna- bandið, sem var með Kid Rock, varði í tæpa fjóra mánuði. Pamela er ólétt en vill skilnað SKILNAÐUR Í VÆNDUM Pamela Ander- son vill skilnað frá eiginmanni sínum til nokkurra mánaða, Rick Salomon. Hún ber barn hans undir belti. NORDICPHOTOS/GETTY Mig langar til að … … nota tímann núna eftir hátíðarnar til að koma mér í form eftir barns- burð. Ég er svolítil dellukona og hef gaman af að taka á hlutunum. Ég byrja líka í nýrri vinnu og hlakka mikið til að fást við ný verkefni. Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Kellogg's Special K kemur mér á sporið Það er svo frábært þegar sólin hækkar á ný eftir hátíðarnar að hlaða batteríin og finna kraftinn streyma um æðarnar. Fara á fullt í ræktina og rifja upp allt sem ég auðvitað veit um næringu og hollustu. Kellogg's Special K er eitt af því sem kemur mér auðveldlega á sporið á ný, bragðgóður en fitusnauður morgunmatur, fullur af vítamínum og steinefnum. Svo er líka frábært að eiga ljúffenga stöng af Special K við höndina, ef mann langar í eitthvað sætara, bara 90 hitaeiningar. F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.