Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 68
36 11. janúar 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson BBC birti í síðustu viku sinn árlega lista yfir nýja listamenn sem líklegastir eru til vinsælda á tónlistarárinu 2008. Listinn er settur saman úr atkvæðum um 150 tónlistarblaðamanna í Bretlandi og hefur oftar en ekki gefið góða mynd af því sem koma skal. Sem dæmi voru Mika og Klaxons í tveimur efstu sætunum á síðasta ári. Á toppi listans í ár tróna tvær ungar og efnilegar stúlkur. Efst situr Adele, eins konar sálarfull og djössuð blanda af Lily Allen og Amy Winehouse, og þar fyrir neðan má finna Duffy, mjög forvitnilega stelpu sem hefur verið kölluð hin nýja Dusty Springfield, hvorki meira né minna. Stúlkan sú arna hefur verið að vinna að efni með engum öðrum en Bernard Butler úr Suede og er plata væntanleg í byrjun mars. Enn eina stúlkuna er svo að finna í sveitinni í sæti númer þrjú, dúettinum The Thing Things. Fyrir neðan má finna sveitir á borð við Glasvegas, skoska sveit sem sver sig í ætt við The Twilight Sad, og nýja sveit trommara The Pippetts, Joe Lean and the Jing Jang Jong. Þessar sveitir eru afar líklegar til vinsælda hjá hinum breska NME-lýð en helsta vonarstjarna þeirra er þó Foals sem prýðir einmitt forsíðu nýjasta heftis NME. Dagblaðið Guardian birtir svipaðan lista og BBC en listar þessara miðla eru vitanlega mjög breskir, þ.e. breskir listamenn eru mjög áberandi. Listi Rolling Stone er á móti töluvert amerískri. Rolling Stone er til dæmis með nöfn á sínum lista eins og verðandi R&B- stjörnuna Estelle, Los Angeles-rokkarana í OneRepublic og Year Long Disaster og einnig trúbadoraraularana Liam Finn og Brett Dennen. Af öllum þeim listum sem birst hafa eru sveitir eins og Black Kids (gaf út frábæra EP-plötu á síðasta ári. Hressilegt en alvörugefið dans- rokk), Cajun Dance Party, These New Puritans (magnað nýbylgju- pönk), Friendly Fires, Crystal Castles (byggir tónlist sína á Atari- tölvuhljóðum) og MGMT (er frá Brooklyn og hljómar ekkert ósvipað og Yeasayer enda miklar vinasveitir hér á ferð) í persónulegu uppá- haldi. Á Íslandi verður að teljast líklegt að hljómsveitirnar 1985!, Motion Boys, Sudden Weather Change, FM Belfast, We Made God, Ultra Mega Technobandið Stefán og Borko sendi frá sér sínar fyrstu skífur á árinu, þótt fæstar sveitirnar séu nýjar af nálinni, og geri góða hluti ásamt vonandi fleirum. Fyrir áhugasama um tónlistarárið 2008 má benda á ofangreinda miðla en einnig á heimasíðurnar Stereogum. com og Metacritic.com þar sem finna má mjög ítarlega lista yfir útgáfur ársins. Brakandi ferskt á árinu 2008 „Þetta er besta sala á erlendri plötu sem við höfum séð í eitt og hálft ár hérna heima,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu, um nýjustu plötu Radiohead, In Rainbows. Aðdáendur sveitarinnar fengu tækifæri til að hlaða plötunni niður á netinu undir lok síðasta árs og gátu ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana. Það hefur hvorki haft áhrif á söluna í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem hin hefðbundna útgáfa fór á toppinn, né hér á landi. „Maður fór af stað með blendnar tilfinningar um hvað myndi gerast. En það er allt í sjálfu sér búið að vera svolítið óvenjulegt í kringum þessa plötu. Nýjar leiðir hafa verið farnar sem hafa tekist,“ segir Ásmundur. „Hins vegar er það mín tilfinn- ing að það séu færri sem hafa greitt fyrir plötuna þegar hún var fáanleg sem „download“ en menn héldu upphaflega. Ég held að það séu margir sem hafi hlaðið henni niður án þess að kaupa, og þeir eru að kaupa núna, enda eru hljómgæðin miklu betri en á mp3.“ Síðasta erlenda platan til að seljast álíka vel hjá Smekkleysu er Get Behind Me Satan með rokkdúettinum The White Stripes. „Fólki finnst þetta mjög góð plata og það vill greinilega eiga hana annaðhvort á vinyl eða CD,“ segir Ásmund- ur um In Rainbows, sem hefur selst í rúmum þús- und eintökum síðan hún kom út í byrjun ársins. „Þetta er mjög skemmti- legt, sérstaklega vegna þess að þessi plata sem kom út í janúar er að seljast betur en flestar erlendar plötur gerðu í desember.“ - fb Sú söluhæsta í langan tíma Hljómsveitin múm heldur á laugardaginn í tónleikaferðalag til Japans þar sem hún leikur á fernum tónleikum. Þetta verður í sjötta sinn sem hljómsveitin spilar þar í landi. Múm lauk við vel heppnaða tónleikaferð fyrir jól þar sem hún ferðaðist um Norður-Ameríku og Evrópu. Til stendur að fara þangað á nýjan leik í vor. Með múm í Japan verður hljómsveitin Skakkamanage sem nýverið gaf út plötuna Lab of Love í Japan. Sveitin mun hita upp fyrir múm á tvennum tónleikum í Osaka og Tókýó. Á hinum tónleikunum verður upphitunin í höndum innfæddra listamanna. Múm á leið til Japans Lars Ulrich, trommari Metallica, segir að væntanleg plata sveitar- innar sé mun kröftugri og fjölbreyttari en síðustu plötur hennar. „Það er mikið um ljós og myrkur í þessum lögum. Þau eru þung, hröð og hálf klikkuð og þarna eru líka hægir kaflar,“ sagði hann. Bætti hann því við að uppbygg- ing laganna væri svipuð og á tveimur plötum Metallica sem komu út á níunda áratugnum, Master of Puppets og ...And Justice for All. „Það er ekkert leyndarmál að Rick (Rubin, upptökustjóri plötunnar) lagði til að við hefðum þessar tvær plötur sem viðmið þegar við hófum upptökur.“ Kröftug og klikkuð METALLICA Rokksveitin Metallica er að leggja lokahönd á sína fyrstu hljóðversplötu í fimm ár. > Í SPILARANUM The Magnetic Fields - Distortion Black Mountain - In the Future Super Furry Animals - Hey Venus! MGMT - Oracular Spectacular Dr. Dog - We All Belong THE MAGNETIC FIELDS DR. DOG Ein af plötum síðasta árs í heimstónlistinni er Aman Iman: Water Is Life með malísku hirðingjasveitinni Tinariwen. Hún skýtur reyndar upp kollinum á alls konar árslistum, t.d. hjá Pitchforkmedia og tíma- ritunum Mojo og Uncut, og svo er hún ein af fimm bestu plötum ársins að mati David Fricke hjá Rolling Stone. Trausti Júlíusson skoðaði Tinariwen. Hljómsveitin Tinariwen er ein af uppgötvunum síðasta árs fyrir mig. Fyrir tilviljun tékkaði ég á henni á netinu eftir að hafa rekist á grein um hana í einhverju tímariti og ég varð strax gjörsamlega heill- aður. Þessir eyðimerkurhirðingjar frá Norðaustur-Malí hafa dottið niður á einhverja ómótstæðilega blöndu af afrísku grúvi, blús og vestrænu rokki. Þriðja plata Tinar- iwen, Aman Iman: Water Is Life, kom út á síðasta ári, en hún hefur fengið frábæra dóma í tónlistar- miðlum úti um allan heim. Pólitískir útlagar Tinariwen er frá Kidal-héraðinu í Norðaustur-Malí, en stór hluti þess tilheyrir Sahara-eyðimörk- inni. Sjálfstæðisbarátta Túarega í héraðinu var öflug á áttunda og níunda áratugnum. Það var á þeim tíma þegar margir þeirra gerðust hirðingjar og hröktust um eyðimörkina sem saga Tinari- wen hófst, þegar nokkrir túreskir útlagar hittust í Tamanrasset í Alsír og byrjuðu að djamma saman á heimasmíðaða gítara. Þeir voru að sögn undir miklum áhrifum frá malískum blúsgítar- hetjum eins og Ali Farka Touré og Boubacar Traoré, en áhrifin komu víðar að þar sem hljómsveitar- meðlimir höfðu hrökklast á milli ríkja eins og Alsír, Marokkó og Líbýu í atvinnuleit og sem pólit- ískir útlagar og kynnst margs konar tónlist. Fagnað sem hetjum Tinariwen, sem upphaflega hét Taghreft Tinariwen, starfaði lengi sem pólitísk útlagasveit. Hún hefur alltaf verið óformlegur hópur vina og félaga sem tekur á sig fastara form við ákveðin tækifæri, t.d. tón- leikaferðir og plötuupptökur. Eftir að friður komst á í Kidal-héraði árið 1996 var Tinariwen fagnað sem hetjum, en það var ekki fyrr en meðlimirnir kynntust frönsku sveitinni Lo Jo í Bamako, höfuð- borg Malí, árið 1998 sem hróður sveitarinnar fór að berast út fyrir eyðimörkina. Tinariwen fór í tón- leikaferð til Frakklands 1999 og kom svo fram á fyrsta Eyðimerk- urfestivalinu (Festival au Désert) árið 1999, en það er tónlistarhátíð sem haldin er í janúarbyrjun ár hvert og sem hefur fengið tölu- verða athygli í heimspressunni. Frægir aðdáendur Fyrsta útgáfa Tinariwen var kass- ettan Tenere sem kom út 1992, Radio Tisdas Sessions kom út 2001, Amassakoul 2004 og svo Aman Iman: Water Is Life í fyrra. Á meðal aðdáenda sveitarinnar má nefna Robert Plant (sem spil- aði á Eyðimerkurfestivalinu 2003), Bono, Thom Yorke og Carlos Sant- ana sem var yfir sig hrifinn eftir að hafa spilað með þeim á Montreux-festivalinu 2006. Tónlistarlífið á Malí virðist vera magnað. Salif Keita var sennilega fyrsta alþjóðlega mal- íska poppstjarnan. Margir þekkja Ali Farka Touré (og son hans, Vieux Farka Touré, sem tók við keflinu eftir að Ali lést), kora-leikarinn Toumani Diabaté á að baki margar frá- bærar plötur og við Íslendingar fengum að kynnast Oumou Sangaré og hljómsveit á Vorblót- inu í fyrra. Nú er Tinariwen sennilega heitasta nafnið í heimstónlist- inni. Það væri nú ekki galið að fá þau á Vorblót eða Listahátíð … Hirðingjar úr eyðimörkinni ENN EITT MALÍ-UNDRIÐ Hljómsveitin Tinariwen hefur vakið athygli um allan heim. Meðal aðdáenda eru Bono, Robert Plant og Thom Yorke. RADIOHEAD Oxford-sveitin Radiohead hefur hitt í mark með plötu sinni In Rainbows. ÁSMUNDUR JÓNSSON In Rainbows er söluhæsta erlenda platan hjá Smekkleysu í eitt og hálft ár. Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Ókeypis aðgangur! • Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn. Kíkið í heim- sókn til Málfríðar, Kuggs og fl eiri sögupersóna... Opin listsmiðja fyrir krakka sem vilja föndra og lesa bækur! Ath. sýningin verður framlengd til 24. febrúar! Þetta vilja börnin sjá! Sýning á myndskreytingum úr íslenskum barna- bókum. 20 íslenskir myndskreytar taka þátt í sýningunni en það var Sigrún Eldjárn sem hlaut Dimmalimm-verðlaunin 2007 Einn og átta... Sunna Emanúelsdóttir, alþýðulistakona, sýnir handgerða jólasveina ásamt skötuhjúunum Grýlu og Leppalúða! Málverkasýning Togga Í Boganum: Þorgrímur Kristmundsson, alþýðulista- maður, sýnir landslagsmálverk unnin í vatnslit og olíu. Listamaðurinn tekur á móti gestum um helgina. Vissir þú að... í Gerðubergi er góð ráðstefnu- og fundaraðstaða. Fundarherbergi og salir fyrir 8 - 120 manns. Upplýsingar og verðskrá: www.gerduberg.is / 575 7700 Ath! síðasta sýningarhelgi á öllum sýningum nema Allt í plati!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.