Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 8
8 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR SKIPULAGSMÁL Samkeppni um hönnun á Listaháskóla Íslands (LHÍ) í miðborg Reykjavíkur er hafin. Er hún í samstarfi LHÍ, Samson Properties ehf., Arki- tektafélags Íslands og mennta- málaráðuneytisins en markmiðið er að fá fram tillögur sem verði grundvöllur að hönnun bygginga sem hýsa munu alla starfsemi skólans frá haustinu 2011. Lögð er áhersla á metnaðarfull- an arkitektúr og að húsnæðið falli vel að miðborgarumhverfinu enda er áætlað að um þriðjungur hús- næðisins verði opinn almenningi svo skólinn geti glætt miðborgina auknu lífi með fjölbreytilegu menningarframlagi, segir í til- kynningu. Er samkeppnin byggð á samkomulagi LHÍ, Reykjavíkur- borgar og menntamálaráðuneytis frá miðju síðasta ári. Skiptist samkeppnin í tvö þrep þar sem öllum er frjálst að taka þátt. Er skilafrestur til 17. mars en að því loknu verða valdar fimm tillögur til áframhaldandi þróun- ar. Verðlaun, að heildarfjárhæð átta milljónir króna, verða veitt í síðara þrepi en þar fá allir þátttak- endur jafnframt greitt fyrir tillög- ur sínar. Stefnt er að lokaniðurstöðu sam- keppninnar í lok júní næstkom- andi en í kjölfar þess verður hald- in sýning á tillögunum. Sjá má nánari keppnislýsingu á slóðinni www.ai.is. - ovd Hafin er samkeppni um hönnun á húsi Listaháskóla Íslands í Reykjavíkurborg: Skólinn glæði miðborgina lífi FRÁ UNDIRRITUN SAMKOMULAGSINS Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Lista- háskóla Íslands, undirritar samkomu- lag um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann. FLUG Flugvél á vegum Plúsferða, Sumarferða og Úrvals-Útsýnar lenti í slæmu veðri og hrakningum á heimleið frá Kanaríeyjum á þriðjudaginn var. Flugvélin ætlaði að millilenda á Spáni til að taka bensín en gat það ekki vegna veðurs og var þá snúið til Portúgals. Þar millilenti hún og tók bensín í flugið heim til Íslands. Hrakningar flugvélarinnar ollu geðshræringu meðal farþega og voru nokkrir farþegar farnir að kasta upp þegar lending á Spáni var reynd. Flug- þjónar höfðu varla undan við að dreifa ælupokum og þurfti að láta þrífa vélina í Portúgal þar sem nokkrir höfðu kastað upp án þess að hafa poka. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, staðfestir að þessar hrakningar hafi átt sér stað. Hann segir að vélar af gerðinni 737 geti þurft að millilenda ef vélarnar eru fullar í löngu flugi, farþegarnir með mikinn farangur og mótvindur er á leiðinni. Það komi fyrir og sé bara öryggisráðstöfun. Vélin hafi hætt við lendingu á Spáni vegna þess að þar hafi verið slæmt veður. „Flugstjórinn reiknar þetta út þegar allir farþegar eru búnir að tékka inn og flugstjórinn er með hleðslutölur og veðurspá,“ segir hann og bendir á að mjög dýrt sé að millilenda og því sé það aðeins gert öryggisins vegna. „Þetta er bara ákvörðun flug- stjóra þegar búið er að tékka inn og allar hleðslutöl- ur liggja fyrir.“ - ghs Flugvél á heimleið frá Kanarí lenti í hrakningum á þriðjudaginn var: Vélin þrifin eftir uppköstin ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON RV U N IQ U E 01 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Skrifstofuvörur - á janúartilboði Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FANGELSISMÁL Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Kvennafang- elsinu í Kópavogi verður lokað þegar nýtt fangelsi rís á höfuðborgarsvæðinu, svokallað Hólms heiðarfangelsi. Þarfa- greiningu á því fangelsi er lokið og er stefnt að því að það verði tilbúið árið 2009. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið uppbyggingarstarf hafa verið unnið í fangelsismál- um að undanförnu. Sem dæmi megi nefna að á síðasta ári hafi verið lokið við endurbyggingu Kvíabryggju og þar fjölgað um átta rými og öll aðstaða sé til fyrirmyndar. Þá sé jafnframt unnið að endurbyggingu fangels- isins á Litla-Hrauni og verið sé að leggja lokahönd á endurbyggingu fangelsisins á Akureyri en þar munu tvö ný rými bætast við. Með nýrri byggingu á Hólms- heiði hefur verið áætlað að 64 rými bætist við. Í svörum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Sivjar Frið- leifsdóttur alþingismanns um fangelsis- mál, kom fram að hugmyndir væru uppi um að skoða til hlít- ar möguleika á því að hægt verði að sam- eina nýtt fang- elsi og nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu í einni byggingu. Verði þetta gert er líklegt að fang- elsið yrði minna en áður hefur verið áætlað. Í áætlunum um nýtt fangelsi á Hólmsheiði kemur fram að þar verði meðferðar- og sjúkradeild en kostnaður við bygginguna er talinn verða um tveir milljarðar. „Ég held að þetta sé mjög góð hugmynd og þess virði að skoða hana algerlega ofan í kjölinn, hvort ekki sé hægt að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins. Hann bendir á að fangelsið á Hólmsheiði sé fyrst og fremst hugsað fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Á meðan mál þeirra séu í rannsókn sé hent- ugt að hafa þá í nálægð við þá sem rannsaka málið en nú séu ferðir á Litla-Hraun vegna rann- sókna tíð. „Bara af þeirri ástæðu held ég að það sé skynsamlegt,“ segir hann en bætir við að auk þess kunni einnig að vera hag- stætt fjárhagslega að hafa stofn- anirnar í sameiginlegri bygg- ingu. karen@frettabladid.is Styttist í endalokin hjá Hegningarhúsinu Nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun leysa Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Kvennafangelsið í Kópavogi af hólmi. Þar er gert ráð fyrir meðferðar- og sjúkra- deild. Kostnaðurinn um tveir milljarðar. Góð hugmynd, segir lögreglustjóri. KÓPAVOGSFANGELSIÐ Bæði húsin þykja börn síns tíma og því hefur töluvert verið ýtt á eftir uppbyggingu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu sem nú er talað um að gæti einnig hýst höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að auki hefur verið bent á þörf á að bæta úr þeim húsakosti sem nú er til staðar við Hverfisgötu. STEFÁN EIRÍKSSON PÁLL WINKEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.