Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 18. janúar 2008 11 UMHVERFISMÁL Árleg vetrarfugla- talning Náttúrustofu Vesturlands sýnir mikil áhrif aukinnar síldargengdar á Breiðafirði á fuglalíf. Starfsmaður náttúrustofunnar taldi svæði sem nær frá Eiði við vestanverðan Kolgrafafjörð að vegfyllingu yfir Hraunsfjörð. Að þessu sinni sá hann nítján fuglategundir og voru fuglar nú fleiri en nokkru sinni frá því vöktun þessa svæðis hófst eða 3.554. Áhrif síldarinnar komu greinilega fram í niðurstöðum talninganna, þar sem óvenjulega mikið var af þeim fuglategundum sem helst sækja í uppsjávarfisk, til dæmis mávum, skörfum, toppöndum og teistum. Á svæði náttúrustofunnar voru sjö sinnum fleiri svartbakar og um þrisvar sinnum fleiri hvítmávar, en þeir höfðu áður verið flestir. - shá Síldin í Breiðafirði: Fuglalíf glæðist með síldinni MÁVAR Sjófuglar sækja í síldina á Breiðafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Sandgerðingar eru ósáttir við að fá aðeins rúma eina milljón króna sem hluta af jöfnunaraðgerðum ríkisstjórnar- innar vegna samdráttar í aflamarki þorsks. Segist bæjarstjórn Sandgerðis vera sammála bæjarstjóra sínum sem í bréfi til félagsmálaráðu- neytisins segir „að hér hljóti að vera um mistök að ræða þar sem hlutur Sandgerðisbæjar sé svo fjarri allri sanngirni í ljósi landaðs afla og stöðu Sandgerðis- hafnar“. Sandgerðingar vilja ræða nánar við félagsmálaráðuneytið um málið. - gar Kvótaskerðing í Sandgerði: Ósátt við aðeins milljón í bætur SANDGERÐI Vilja ræða við félagsmála- ráðuneyti um jöfnunaraðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÍNA, AP Hæð sjávarmáls við kínversku borgina Sjanghæ og fleiri hafnarborgir í Kína hækkar með kvíðvænlegum hraða sem getur meðal annars leitt til mengunar á drykkjarvatni að því er sjávarstofnun kínverska ríkisins greindi frá í gær. Hæð sjávarmáls við Sjanghæ hefur hækkað um 115 millimetra síðustu þrjá áratugi og á sama tímabili um 196 millimetra við hafnarborgina Tianjin skammt frá Peking. Helstu orsakir eru sagðar loftslagsbreytingar og að landi við strendur hefur verið sökkt með því að dæla þaðan grunnvatni. - sdg Varað við mögulegri mengun: Hækkandi sjáv- armál við Kína UMHVERFISMÁL Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í sorptunnum íbúa Reykjavíkur árið 2007 heldur en árið 2006. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- sviði Reykjavíkurborgar. Hefur óflokkað heimilissorp dregist saman um 50 þúsund tonn á þessu eina ári. Ef tekið er til greina að íbúum borgarinnar fjölgaði um 1.275 manns milli áranna reiknast minnkun á sorpmagni á hvern íbúa um 1 prósent, fór úr 233 kílóum á íbúa árið 2006 í 231 kíló á íbúa árið 2007. Ef horft er til þess að heildarmagn á rusli hefur aukist og að ekki hefur dregið úr neyslu almennings telja þau hjá umhverfissviði þetta góðan árangur. „Ég tel helstu ástæðu þessa samdráttar felast í aukinni flokkun borgarbúa og skilum á endurvinnslustöðvar og í grenndar gáma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann endurvinnslutunnuna og bláu tunnuna einnig vinsælar. - ovd Sorpmagn hvers íbúa í höfuðborginni hefur minnkað um eitt prósent á einu ári: Minna óflokkað heimilissorp í Reykjavík HEIMILD: UMHVERFISSVIÐ 27 .1 35 .5 73 27 .1 86 .4 20 26 .2 47 .0 90 2007 2006 2005 HEIMILISSORP Í REYKJAVÍK GUÐMUNDUR B. FRIÐ- RIKSSON Dregið hefur úr óflokkuðu heimilissorpi. • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 99 70 1 1/ 07 Skiptu yfir í boðgreiðslur Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Er þetta ekki orðið ágætt?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.