Fréttablaðið - 18.01.2008, Page 16

Fréttablaðið - 18.01.2008, Page 16
16 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur 37 1 22 9 37 1997 2002 2007 Samherji hf. á Akureyri lokaði rækjuverksmiðju sinni í vikunni og sagði upp rúmlega 20 starfsmönnum. Nú eru fimm rækjuverk- smiðjur starfandi í landinu en þær voru átján árið 2000. Rækjuveiði á Íslandsmiðum hefur ekki verið minni í fjóra áratugi. Skipbrot þess- arar atvinnugreinar hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf víða um land. Árið 1990 voru starfandi 37 rækjuverksmiðjur á Íslandi. Atvinnuvegurinn var afar blóm- legur sem byggði á góðri veiði íslenskra skipa á úthafs- og inn- fjarðarækju. Tæpum tveimur áratugum síðar er ekki ofsagt að iðnaðurinn hafi hrunið, og margt kemur til. Fækkun verksmiðja Verksmiðjurnar sem voru í rekstri árið 1990 voru margar litlar, voru dreifðar um landið og byggðu á góðri veiði íslenska rækjuveiðiflotans. Fækkun þeirra frá 1990 var þó nokkuð hröð. Að hluta til er skýringin á fækkun verksmiðjanna að rækju- iðnaðurinn hefur gengið í gegn- um tímabil þar sem harðnandi kröfur eru gerðar til gæða. Hörð samkeppni á alþjóðamörkuðum gerir það einnig að verkum að fyrirtæki hafa ekki rekstrar- grundvöll ef fjárhagslega sterk fyrirtæki standa ekki að baki þeirra, og geta uppfyllt gæða- kröfur í framleiðslunni til dæmis með nýjum og fullkomnum tækjabúnaði. Verksmiðjunum hafði fækkað í átján árið 2000 og ellefu fimm árum seinna. Á síðustu þremur árum hefur svo orðið kollsteypa og eftir standa aðeins fimm fyr- irtæki í rækjuiðnaði. Meðal þeirra verksmiðja sem horfið hafa eru þrjár af þeim stærstu árið 2003 sem voru hluti af sterk- um fyrirtækjum. Það eru verk- smiðjur Þormóðs ramma – Sæbergs á Siglufirði, Strýtu Akureyri og verksmiðja Fiskiðju- samlags Húsavíkur. Rækjuveiði hverfandi Stærsta breytingin í rekstrarum- hverfi rækjuverksmiðja undan- farin ár er aðgengi að hráefni. Ástand rækjustofna er slæmt og rækjuveiðin við Ísland er nú sú minnsta í 40 ár. Aflabrestur hefur orðið í innfjarða- og úthafs- rækjuveiðum. Íslendingar hafa stundað úthafsrækjuveiði í um 20 ár og hæst fór úthafsveiðiafl- inn í um 65 þúsund tonn árin 1995 til 1997. Tíu árum seinna var veiðin aðeins um fimm þúsund tonn. Árin 2004 og 2005 minnkaði afli enn meira og var aðeins um 600 tonn árið 2006. Aflabrestur í innfjarðarækju- veiði og algjört veiðibann hefur einnig haft mikil áhrif því nokk- ur fyrirtæki byggðu afkomu sína á þessum veiðum. Innfjarðarækjuveiðin var um Rækjuiðnaður á fallandi fæti Blikur eru á lofti í efnahagsmálum að margra mati og má því búast við að neysla lands- manna dragist saman á næstu mánuðum og misserum. Í slíku árferði er hætta á því að fjárnámum fari fjölgandi. Hvað er fjárnám? Fjárnám skiptist í tvennt. Það er yfirleitt kallað innsetningargerð þegar hlutur er tekinn af fólki. Hluturinn er þá stundum keyptur með svokölluðum eignaréttarfyrirvara þegar ann- aðhvort verslunin eða sá sem lánar pening- ana setur eignaréttarfyrirvara og segir: „Ég á hlutinn þangað til þú ert búinn að borga hann að fullu eða þangað til þú ert búinn að borga lánið að fullu af því ég fjármagnaði hlutinn.“ Önnur aðgerð innan fjárnáms er þannig að kröfuhafinn er búinn að sanna eða kominn með dóm fyrir fjárnámi. Í undantekningatilfellum geta opinberir aðilar farið í fjárnám án þess að hafa dóm fyrir því, til dæmis Ríkisútvarpið, skattayfirvöld og sveitarfélög út af fasteignaskatti. Hvernig fer þetta þá fram? Kröfuhafinn fer til sýslumanns, segist vera með kröfu og fer fram á að það séu fundnar eignir og gert fjárnám í eigninni. Hvenær er algengast að hlutur sé tekinn? Það er algengast í bílaviðskiptum, sérstaklega þegar um dýra bíla er að ræða. Ef kaupand- inn getur ekki staðið undir skuldbinding- unni eru bílarnir vörslusviptir og þá er farið fram á að sýslumaður gefi heimild til að bíll- inn sé sóttur. Aldrei má taka hlut með valdi. Hvenær eru fjárnám algengust? Fjárnám skiptast líka í fjárnám án árangurs og fjárnám með árangri. Fjárnám með árangri eru ekki jafn alvarleg af því að eign er fyrir hendi. Þau eru oft framkvæmd af því ágrein- ingur er milli aðila, til dæmis í skattamálum, og því er fjárnám gert. Fjárnám án árangurs eru alvarlegust því að þau sýna fram á eignaleysi og geta verið grundvöllur gjaldþrota- skipta. Verksmiðjur 1990. Alls 37 Verksmiðjur 2003. Alls 17 Verksmiðjur 2008. Alls 5 2004: 450 2005: 250 2008: 120 1996: um 77 þ. tonn 2000: um 24 þ. tonn 2006: um 1 þ. tonn RÆKJUIÐNAÐUR Á ÍSLANDI 1990-2008 HJÁ ÞORMÓÐI RAMMA 2004 Alls starfa um 120 manns í þeim verksmiðjum sem eftir eru. Árið 2004 voru störfin um 450 og enn fleiri áratug fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FBL-GREINING: FJÁRNÁM Fjárnám án árangurs eru alvarlegust> Fjöldi í Félagi múslima á Íslandi HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS SMS LEIKUR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. E I T T H V A Ð S K E F I L E G T E R Á S V E I M I FRUMSÝND 25 · 01 · 08 SENDU JA COF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar f yrir t vo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! Reykingabann var mikið í umræðu eftir að það var sett á og töldu margir að í óefni færi þegar vetur gengi í garð og reykingar yrðu bannaðar inni á veitingahúsum. Kor- mákur Geirharðsson er eigandi Ölstof- unnar. Hvernig hefur reynslan verið af reykbanninu? Þetta hefur gengið ágætlega fyrir utan þá sem hafa þurft að hafast við í kulda og vosbúð. Ég tel að meirihluti þeirra sem koma til okkar myndu vilja fá að reykja inni. Ég hef síðan þurft að bæta við mig auka dyraverði til að hafa stjórn á umferð fólks sem fer út til að reykja. Hvað segir starfsfólkið um reynsl- una af banninu? Það er vissulega betra loft inni á annatímum og það er ánægt með það. Finnst þér lögin hafa sannað gildi sitt? Nei, alls ekki. Stjórnvöld hefðu átt að fara dönsku eða sænsku leið- ina og leyfa veitingahúsaeigendum að hafa reykrými innandyra. Ef ekkert verður gert fyrir sumarið munu sömu óþægindin koma upp og síðasta sumar þegar mikið var kvartað undan umgengni fólks í miðbænum. SPURT OG SVARAÐ NÚ ER KOMIN REYNSLA Á REYKINGABANNIÐ Hefur ekki sannað gildi sitt KORMÁKUR GEIRHARÐS- SON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.