Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 24
24 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í síðustu viku kom minningar-greinakálfur með 24 stundum. Þar sem langt er síðan ég hef séð slíkan kálf og sjaldgæft að sjá einn um hóp fólks gluggaði ég í hann. Þar skrifa núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins minningargreinar um sig og störf sín þá 16 mánuði sem þeir voru við völd í Reykjavík. Þetta er hin fróðlegasta lesning. Það er góð hugmynd hjá þeim að gera þetta núna á miðju kjörtímabili því þeim er náttúr- lega jafn ljóst og okkur hinum að þeirra tími er liðinn. Þau munu vart skreyta listann í næstu kosningum og allir búnir að gleyma þessum afreksverkum þeirra en minnast þeirra eingöngu fyrir klaufaskapinn. Að geta ekki haldið borginni í heilt kjörtímabil. Það er afbragð fyrir sagnfræðinga framtíðar- innar að hafa þennan kálf sér til upprifjunar um glæstan stjórn- arferil því það er ótrúlegt hvað þetta fólk kom miklu í verk. Reyndar eru þau ein til frásagn- ar og vel þekkt að í minningar- greinum er til siðs að fegra frekar hlutina en hitt. Það er til dæmis ótrúlegt afrek að ná Yoko Ono með friðarsúluna til landsins á ekki lengri tíma. Það er ég viss um að enginn hefði getað slíkt nema Villi og vitringarnir. Pólitísk upprisa Á baksíðunni sést hvaða fólk lenti í þessu hópslysi og neðst stendur: Hafðu samband við okkur. Þeir sem vilja hlýða því kalli hljóta að þurfa að mæta á pólitískan miðilsfund því í pólitísku tilliti er hópurinn kominn yfir móðuna miklu. Hann fékk tækifæri sem hann glutraði niður á ótrúlegan hátt. Það gleymist varla svo létt. Væri ég að leita að fólki til pólitískra starfa myndi ég leita annað. Reyndar er sagt að besti skólinn í viðskiptalífinu sé gjaldþrot, en það er óvíst hvort það gildi í pólitík og það um heilan flokk. Það má vera að einn og einn geti risið upp frá pólitískum dauða, einkum ef hann er úr Eyjum, en ég get ekki ímyndað mér að allur þessi hópur eigi sér viðreisnar von. Þau gætu dreift sér um landið, en ég efast stórlega um að það sé pláss fyrir þau öll í Reykjavík þar sem framboð er nægt af frambærilegu og hæfileikaríku fólki sem hefur ekki gert önnur eins axarsköft og þessi hópur. Vart lífsmark að sjá Það að kálfurinn skuli sendur út með 24 stundum en ekki Morg- unblaðinu segir ýmislegt um ástand þess síðarnefnda. Þar eins og í borgarstjórnarflokkn- um sáluga situr fulltrúi gamla tímans við völd og stendur allri framþróun fyrir dyrum. Svo beiskur er tónninn að roða slær á kinnar jafnvel dyggustu starfsmanna blaðsins þegar ritstjórnarefni blaðsins ber á góma. Meðan áskrifendur yfirgefa Morgunblaðið og borgarstjórnarflokkur D-listans kjósendur sína láta eigendur eins og allt sé í himnalagi. Ég er farin að ryðga í goða- fræðinni en mig minnir að þeir sem dóu í bardaga hafi farið í Valhöll, hinir sem dóu sóttdauða fóru til heljar. Í Valhöll berjast menn á daginn, eta og drekka á kvöldin og rísa upp að morgni til að halda bardaganum áfram. Nú er vart lífsmark að sjá, að minnsta kosti ekki í Valhöll við Háaleitisbraut. Þar eru menn að kafna í undarlegri meðvirkni. Fjármálaráðherra, þessi indælis drengur sem ég hef átt svo góðar stundir með í Skautahöll- inni, lætur nokkur „has been“ teyma sig á asnaeyrum bæði í óskiljanlegu stríði við Kaupþing (evra/króna) og mannaráðning- um í réttarkerfinu sem eru móðgun við þjóðina. Er ekki tímabært að forsætis- ráðherra berjist við fortíðar- draugana í Valhöll og geri út um málin í eitt skipti fyrir öll? Hve lengi eigum við að sætta okkur við völd bláu handarinnar? Á hún ekki ríkan þátt í þessu launaskriði æðstu embættis- manna með sífelldum launa- hækkunum til handa sjálfri sér meðan íbúð venjulegra hjóna sem eru með 310 þúsund í mánaðarlaun er sett á nauðung- aruppboð? Í dæminu sem ég hef í huga voru það afnotagjöldin af RÚV sem riðu baggamuninn. Ég segi bara eins og uppáhalds sjónvarpshetja mín Ólafur Ragnar og beini orðum mínum til forsætisráðherra: Sæll. Öll ljós kveikt, en enginn heima. In memoriam RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Í DAG | Fallni meirihlutinn Í Valhöll berjast menn á dag- inn, eta og drekka á kvöldin og rísa upp að morgni til að halda bardaganum áfram. Nú er vart lífsmark að sjá, að minnsta kosti ekki í Valhöll við Háa- leitisbraut. Þar eru menn að kafna í undarlegri meðvirkni. UMRÆÐAN Heilbrigðisstefna Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigð- iskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmi- legt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út á að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almanna- reknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu,“ segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður. Hin þöglu svik ÖGMUNDUR JÓNASSON Ég þarf að taka á því til að trúa því að Sam- fylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Vill ekki tjá sig Sigursteinn Másson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, ritaði harðorða greinargerð um aðstæður íbúa í Hátúni 10. Þar rekur hann mörg dæmi um það sem hann telur vera alvarlega handvömm af hálfu hússjóðs ÖBÍ, sem hefur umsjón með fasteignum bandalagsins. Það alvarlegasta er banaslys í fyrra þegar maður brann af völdum heits vatns í íbúð sinni. Garðar Sverrisson, sem nú er formaður hússjóðsins, segir að hússjóðurinn beri ábyrgð á því sem gerðist. Helgi Hjörvar, sem var formaður hússjóðs ÖBÍ á þeim tíma sem greinargerð Steingríms nær til, kýs að tjá sig ekki um málið. En eru þessar ávirðingar ekki alltof alvarlegar fyrir alþingismann að sitja þegjandi undir? Örugglega vanreiknað Borgarráð hefur samþykkt að Sundabraut fari í göng, þrátt fyrir að Vegagerðin hafi lagst gegn því á þeim forsendum að göng væru níu milljörð- um dýrari en svokölluð eyjalausn og valdi þar að auki meiri umferðarrösk- un. Það stóð ekki á mótsvörum hjá borgarráði. „Í fyrsta lagi efumst við um að kostnaðartölur varðandi göngin stemmi,“ sagði Björn Ingi Hrafns- son við Vísi í gær. „Í öðru lagi er sá kostnaður sem Vegagerð- in nefnir í sambandi við eyjaleiðina örugglega vanreiknaður auk þess sem við teljum hann einfaldlega ekki tækan.“ Það fer að verða leitun að þeim mats- aðila sem stjórnmálamönnum finnst ástæða til að taka mark á. Sundur og saman Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hefur gagnrýnt frumvarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um varnarmál á þingi. Og formaður Samfylkingarinnar svarar fullum hálsi. Það er svo sem ekkert nýtt að þingmenn gagnrýni kollega sína í öðrum flokkum. Þrætur Árna og Ingibjargar eru hins vegar gott dæmi um þann pólitíska viðsnúning sem getur orðið í fjöl- flokkakerfinu. Þau voru nefnilega býsna nánir samherjar í gamla R-list- anum, til dæmis var Árni aðstoðar- maður borgarstjórans Ingibjargar Sólrúnar frá 1998 til 1999. bergsteinn@frettabladid.is Tálknfirðingar - nær og fjær! Þorrablót Tálknfirðinga - nær og fjær - verður haldið í sal Glaðheima, Álalind 3, Kópavogi, laugardaginn 2. febrúar n.k. Húsið opnar kl 19:00. Miða- og borðapantanir fyrir 29. janúar hjá Pétri í síma 862-0162 og Ólu í síma 894- 8839 eftir kl. 18:00. Pantaðir miðar afhentir á sama stað, miðvikudaginn 30.janúar milli kl 18:00 og 20:00 og einnig við innganginn þann 2.febrúar. E ftir að þrisvar hefur verið tekist harkalega á um skip- an dómara, tvo hæstaréttardómara og nú dómara í héraðsdómi, er eðlilegt að vakni spurningar hvort sú aðferð sem notuð er við val þeirra sé sú heppilegasta. Með núverandi fyrirkomulagi er það einungis á ábyrgð eins manns, setts dómsmálaráðherra, að velja þann umsækjanda sem þykir hæfastur, þó svo hann fái til þess ráð- gjöf matsnefndar. Dómsmálaráðherra, sem fulltrúi framkvæmdavaldsins, ber pólitíska ábyrgð á veitingunni. Um það verður ekki efast, þótt hægt sé að efast um hversu skilvirk krafan um pólitíska ábyrgð sé hér á landi. Hins vegar þarf það að vera til umræðu hvort slík skipan mála samhæfist æskilegri skiptingu ríkisins í lög- gjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Framkvæmdavaldið lýtur ekki beinni kosningu og þurfa ráð- herrar ekki að vera kjörnir þingmenn. Nú getur það verið svo að sá ráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því að velja dómara þarf ekki að vera þingmaður. Hvernig slíkur ráðherra ber sína pólitísku ábyrgð er óljóst. Hann getur í það minnsta ekki lagt ákvörðun sína undir dóm kjósenda. Eins og í flestum öðrum lýðræðisríkjum byggist íslenskt stjórnkerfi á afbrigði af hugmyndum Montesquieu um þrískipt- ingu ríkisins, þar sem hver grein fyrir sig er sjálfstæð, svo hver um sig hafi ekki meira vald en önnur, eða báðar hinna. Ef íslenska skipanin er hins vegar skoðuð virðist sem fram- kvæmdavaldið hafi ívið meira vald en löggjafar- og dómsvald- ið. Sem dæmi má taka að nánast öll frumvörp sem verða að lögum eru stjórnarfrumvörp á meðan það heyrir til undantekn- inga að þingmannafrumvörp verði að lögum. Þá er það ærið, vald ráðherra, að velja dómara og sjá til þess að dómsvaldið sé samansett dómurum með „réttar“ hugmyndir um hlutverk dómstóla eða dómstólavæðingu. Fullveldið liggur hins vegar hjá þjóðinni. Eina stofnunin sem kosið er beint til er löggjafarvaldið og telja því margir að vagga fullveldisins liggi hjá Alþingi. Því er ekki óeðlilegt að Alþingi komi að einhverju leyti að skipan dómara. Eins og tillaga Lúðvíks Bergvinssonar gerir ráð fyrir er hægt að krefjast þess að 2/3 þingmanna staðfesti val framkvæmda- valdsins, að undangengnu mati matsnefndar á umsækjendum. Sumir hafa af því áhyggjur að með því sé verið að gera val dómara í öllum tilfellum að pólitísku bitbeini. En með því að krefjast aukins meirihluta, í stað einfalds meirihluta, er verið að reyna að koma í veg fyrir slíkar pólitískar deilur. Slíkar deilur eru jú algengar í Bandaríkjunum, þar sem staðfesting- ar þingsins er krafist á hæstaréttardómurum. En þar er einn- ig valið í embætti eftir dómasögu og stjórnmálaskoðunum og hvor flokkurinn um sig, repúblikanar og demókratar, reyna að koma sínum flokksmönnum í hæstarétt á meðan þeir hafa tækifæri til. Tillögur að breytingum á skipan dómara: Með öflugu fram- kvæmdavaldi SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.