Fréttablaðið - 18.01.2008, Side 25

Fréttablaðið - 18.01.2008, Side 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hreyfing og hollt mataræði er Helenu Ólafsdótt- ur ofarlega í huga. Fótbolta- og einkaþjálfarinn Helena Ólafsdóttir, sem þjálfar meistaraflokk kvenna hjá KR, hugsar vel um mataræðið og þá sérstaklega nú í byrjun árs. „Nú er allt að fara í gang,“ segir Helena. „Skólarnir og æfing- arnar eru að byrja og einkaþjálfunin er komin á fullt. Nú er tíminn til að hefja nýtt líf.“ Helena segist áður fyrr hafa átt það til að borða brauð og jógúrt á hlaupum en nú orðið leggur hún áherslu á fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. „Ég hugsa þó að öfgar séu aldrei af hinu góða. Þær verða bara til þess að maður gefst upp. Ég held að það sé nauðsynlegt að leyfa sér eitthvað inni á milli og það geri ég óspart.“ Heima er Helena mikið með kjúkling, fisk og græn- meti. „Við erum til að mynda mjög hrifin af kjúklinga- rétti sem við köllum sjö mínútna réttinn. Það er mjög fljótlegt að elda hann þó það taki eflaust aðeins lengri tíma en nafnið gefur til kynna að öllu með töldu,“ Helena byrjar á því að steikja kjúklinginn á wok- pönnu og sker svo niður það grænmeti sem er til í ísskápnum. „Ég nota til dæmis lauk, papriku, sveppi, gulrætur, brokkolí og í raun hvaða grænmeti sem er. Síðan set ég red curry sósu frá Blue Dragon yfir ásamt kókosmjólk. Stundum bæti ég bambussprotum og öðru grænmeti frá sama merki við og eins smá hvítlauks- og chilli-mauki,“ útskýrir Helena. Þessu er svo öllu blandað saman og borið fram með hrísgrjón- um og hvítlauksbrauði. „Það er auðvitað tilvalið að nota hýðishrísgrjón og má alveg sleppa brauðinu,“ segir Helena en hún hefur bæði boðið fjölskyldunni og gestum upp á réttinn og segir hún hann alltaf slá í gegn. Helena hóf störf sem einkaþjálfari í haust og segir gefandi að vinna með fólki sem vill taka á sínum málum. Síðan er fótboltavertíðin að hefjast og segir hún KR-stúlkur að sjálfsögðu stefna enn lengra en í fyrra. vera@frettabladid.is Hollt án nokkurra öfga Helena leggur áherslu á hollt og fjöl- breytt mataræði en er þó ekki hrifin af öfgum af neinu tagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mensa veisluþjónusta á Baldursgötu býður nú upp á þann möguleika að taka ódýran, hollan og góðan heimilis- mat með heim á milli klukkan 17.00 og 19.00. Mat- seðillinn breytist í hverri viku en hann má sjá í glugganum og á heima- síðunni, www.mensa.is. Hafragrautur er staðgóður og hollur morgunmatur og ekki verra að taka lýsi með honum. Enga stund tekur að sjóða hafragraut í potti og enn fljótlegra er að kaupa hann í pökkum sem tæmdir eru í skál með vatni sem hituð er í örbylgjuofni í tvær mínútur. Gló er veitingastaður við Engjateig þar sem boðið er upp á fjölbreytt- an lífrænan matseðil. Auðvelt er að taka með sér heim alls konar rétti og súpur og þeir sem eru á hraðferð geta hringt á undan sér svo allt sé tilbúið. Matseðilinn má skoða á www.glo.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.