Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 57
FÖSTUDAGUR 18. janúar 2008 Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 sala@utilegumadurinn.is Hjólhýsasýning Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Polar hjólhýsum helgina 19. - 20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. 7 hjólhýsi til sýnis og Léttar veitingar í boði! Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is Vesturlandsvegur B&L Nesti Grjótháls Fossháls H ér eru m við Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 Breiðustu og best einangruðu hjólhýsin á markaðnum, sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir og koma ríkulega hlaðin staðalbúnaði. hjólhýsin Ríkulega hlaðin staðalbúnaði Alde 3010 lokað vatnshitakerfi í gólfi og undir öllum gluggum IDC stöðugleikakerfi Sólarrafhlaða 150 wött 19” LCD sjónvarp 12/220 volt DVD/CD spilari & útvarp Gasofn m/grilli Stór ísskápur m/aðskildum frysti Sérstakur vínkælir Bakkskynjari, þráðlaus 8 cm Tempur yfirdýna í hjónarúmi 2 x 75 ampera rafgeymar WS 3000 öryggiskúpling á beisli Stór opnanleg sóllúga Gasúttak f. grill ofl. úti Flugnanet f. gluggum/hurð/sóllúgu Handklæðaþurrkari á baði Geymsluhólf að utan 4 hátalarar fram/aftur Dimmir á inniljósum Útdraganleg koja yfir hjónarúmi Gasskynjari 19˝ LCD skjár Séstakur vínkælir DVD spilari 44mm einangrun -40 °C iDC stöðugleikakerfi iDC UMRÆÐAN Heilbrigði Nú þegar jólahátíðin er að baki eru marg- ir fullir fyrirheita um að bæta heilsuna, setja hreyfingu í forgang og ná af sér jólakílóunum – og jafnvel fleirum sem hægt og hljótt hafa sest á líkamann upp á síðkastið. Hins vegar er enginn skortur á góðum afsökunum fyrir því að drífa ekki í því. Hver kannast ekki við afsakanir á borð við tíma- skort, slæmsku í baki eða blank- heit eftir jólin? Staðreyndin er þó sú að það þarf hvorki að vera flókið, dýrt né tímafrekt að stunda heilbrigða hreyfingu og tileinka sér hollt mataræði. Lykilatriðið er að setja sér markmið og fylgja þeim fast eftir. Ekki ætla sér allt of mikið í einu – og ekki gera kröfu um undraskjótan árangur. Kemst þótt hægt fari – og skyndilausnir eru ekki þær vænlegustu. Lífs- stílsbreyting til framtíðar skilar mun betri og varanlegri árangri en snarpt átak. Hér eru nokkur góð ráð í upp- hafi nýs árs: Gerðu skriflega æfingaáætlun Gerðu þína persónulegu æfinga- áætlun: Skrifaðu niður hvers konar þjálfun þú ætlar að stunda hvern dag vikunnar og á hvaða tíma. Á mánudögum gætir þú t.d. farið í leikfimitíma, á þriðjudög- um út að ganga, á miðvikudögum gætir þú farið í tækjasal og lyft lóðum, á fimmtudögum út að hjóla, á föstudögum í sund o.s.frv. Athugaðu líka að ýmsa aðra lík- amlega áreynslu í daglega lífinu má taka með í reikninginn sem þjálfun, t.d. að moka snjó, skúra gólf eða hlaupa upp stiga. Hafðu gaman af Veldu þér þjálfun sem þér þykir skemmtileg og finndu þér æfinga- félaga. Það er margsannað að þeir sem æfa með félaga stunda æfingarnar betur og hafa meira gaman af en þeir sem æfa einir. Auk þess er hægt að eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu meðan æft er, t.d. með því að fá vin eða vinkonu með í göngu- ferð og spjalla saman um leið eða drífa fjöl- skylduna með í sund. 30 mínútur á dag duga Miðaðu við að hreyfa þig helst sex daga vikunnar og ekki sjaldn- ar en fjórum sinnum. Ef þú æfir sex daga vikunnar eru 30 mínútur á dag feikinóg! Fylgdu áætluninni fast eftir Þú ákveður hvenær þú ætlar að byrja að fylgja áætluninni þinni eftir og stendur við hana! Hreinsaðu burt sætindin Taktu til í eldhússkápunum og ísskápnum eftir hátíðarnar. Oft vill ýmislegt verða afgangs eftir jólin, eins og konfekt, smákökur, ís og fleira fitandi góðgæti. Best er að grípa góðan plastpoka og láta allt fjúka í hann sem ekki er æskilegt að lendi á maga þínum og mjöðmum. Farðu svo með pok- ann beint út í ruslatunnu! Skipuleggðu mataræðið Gerðu áætlun yfir létt og hollt mataræði, og gerðu innkaupalista samkvæmt því. Gerðu matar- áætlun fyrir vikuna til að koma í veg fyrir skyndiinnkaup sem gjarnan vilja verða miður heilsu- samleg. Þitt er valið! Þú átt einn líkama og heilsan er dýrmæt. Gerðu þér grein fyrir að það er skynsamlegt að hugsa vel um líkamann, hreyfa hann reglu- lega og vanda valið á því sem þú lætur ofan í þig. Þitt er valið – veldu skynsamlega! Höfundur er framkvæmdastjóri Hreyfingar. Heilbrigt upphaf á nýju ári ÁGÚSTA JOHNSON UMRÆÐAN Stjórnmál Grein Sigurðar Líndal í Fréttablaðinu 15. jan. er umhugsunarverð. Í greininni kemur fram álit hans á því í hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn sé að þróast. Tilefnið er enn eitt dæmið um þá vald- níðslu sem fyrirmenn í Sjálfstæðisflokknum skirrast ekki við að nota þegar þeim hent- ar. Sigurður talar um að hann hafi talið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf viljað standa vörð um rétt- arríkið. Hann talar um ofsatrúar- hóp og ofstækisöfl innan flokks- ins. Það er rétt hjá Sigurði að Sjálf- stæðisflokkurinn, hinn gamli, stóð með réttarríkinu. Hann hafði oft og iðulega dómsmálaráðuneytið á sinni könnu og studdi dyggilega við lögregluna og málefni hennar í þágu borgaranna. Flokkurinn hafði mjög trygga ímynd í þess- um málum. Fólk treysti honum eins og það gerði í málefnum dóm- stólanna. Nú er kominn til sögunnar Sjálf- stæðisflokkurinn hinn nýi. Sá flokkur hefur allt aðrar áherslur en sá gamli. Breytingin hófst í formannstíð Þorsteins Pálssonar. Það var þegar hann gerði dóms- málaráðuneytið að skúffuráðu- neyti í sjávarútvegsráðuneytinu. Þá hófst hnignun lögreglu og dómsmála í landinu almennt. Þá hófst fjársvelti í þess- um málaflokki. Það fólst í sósíalískum fimm ára áætlunum. Málaflokknum er skammtaður peningur án tillits til raunveru- legrar þarfar. Stofn- anir eiga að halda sig innan ramma fjárlaga. Á tímabili voru fyrirmæli sjávarút- vegsráðuneytisins til dómsmálaráðuneytisins að lög- reglu embættum bæri að meta í gegnum síma hvort atvik væri það alvarlegt að lögregla ætti að mæta á staðinn! Ástæðan var sparnaður í yfirvinnu. Á þessu tímabili byrj- aði ofbeldið í miðbænum. Og ráðu- neyti dómsmála fyrirskipaði und- anhald lögreglu úr miðbænum í nafni sparnaðar. Eftir að Björn Bjarnason tekur við ráðuneytinu hafa margir hlutir breyst til batn- aðar. Sem betur fer. En Björn stendur höllum fæti innan Sjálf- stæðisflokksins, hinum nýja. Og hugsaðu þér, ágæti Sigurð- ur, hvað verður um réttarríkið þegar ofsatrúarhópurinn og ofstækisöflin innan Sjálfstæðis- flokksins, hins nýja, sömu öfl og mótmæltu því að lögreglan efldi nýlega eftirlit sitt í miðborginni, öflin sem vilja leyfa sölu á eitur- lyfjum, öflin sem skirrast ekki við að beita valdníðslu, gleypa flokk- inn að fullu. Formaður Frjálslynda flokks Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hinn nýi HELGI HELGASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.