Fréttablaðið - 18.01.2008, Síða 64

Fréttablaðið - 18.01.2008, Síða 64
 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Ný sýning á olíumálverkum eftir Daða Guðbjörnsson verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun. Sýningin ber heitið Dans elementanna. Daði er óumdeilanlega einn af þekktustu listamönnum landsins og hefur haldið fjölda sýninga hér heima jafnt og erlendis. Á sýning- unni Dans elementanna sýnir Daði stór olíuverk sem hann hefur unnið síðastliðin sjö ár. „Það má því segja að þetta sé nokkurs konar yfirlitssýning yfir verk mín á þessari öld,“ segir Daði. „Ég hef reyndar ekki sýnt svona mörg stór verk saman á einni sýningu síðan á síðustu öld þannig að það er löngu orðið tímabært.“ Daði segir að verkin á sýning- unni einkennist af jákvæðni og birtu. „Myndirnar á sýningunni eiga sér ótvíræðar rætur í eldri verkum mínum, en ég er þó farinn að sækja meira inn á andlega svið- ið. Þessi verk eru jákvæðari en oft áður; í þeim er meiri birta og mýkri línur. Annað sem er til marks um þetta er að broskallinn, sem áður hefur birst í myndum mínum, er afar áberandi í þessum málverkum. Viðfangsefni mynd- anna er meðal annars sakleysið sem birtist til að mynda í frumefn- unum fjórum og þaðan hefur sýn- ingin titil sinn.“ Daði segir að ástæðuna fyrir þessari jákvæðni í verkum sínum megi rekja til þess að hann hefur tekið upp nýjan lífsstíl. „Ég er byrjaður að stunda Sahaja-jóga sem er eins konar hugleiðsla. Þessi iðkun mín hefur haft góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu mína og gert mig virkari í starfi. Því má með sanni segja að áhrif þessarar lífsstílsbreytingar sjáist greinilega á sýningunni. Það er nefnilega mikill misskilningur að maður hverfi inn í skel af því að stunda jóga og hugleiðslu; í mínu tilfelli hef ég í það minnsta fyllst nýrri lífsorku,“ segir Daði. Sýningarsalur Listasafns Reykja nesbæjar er í Duushúsum. Þar er opið alla daga frá kl. 11.00- 17.00 og aðgangur er ókeypis. Sýn- ingin Dans elementanna stendur til 9. mars næstkomandi. - vþ Jákvæðni frumefnanna DAÐI GUÐBJÖRNSSON Sýnir í Listasafni Reykjanesbæjar. ARI JÓNS: söngur, trommur SVENNI GUÐJÓNS: söngur, hljómborð FINNBOGI KJARTANS: söngur, bassi GÚI RINGSTED: söngur, gítar SIGGI PEREZ: söngur, saxafónn, slagverk Gamla dansstuðið endurvakið með trukki og dýfu Föstudags- og laugardagskvöld Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is „Sviðsetning Baltasars Kormáks á Ívanov er eitt besta verk hans frá upphafi. Hún er þaulhugsuð og samvinna þeirra Gretars Reynissonar hefur sjaldan borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt." Jón Viðar Jónsson, DV. Ívanov e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur sýn. fös. 18/1 uppselt & lau. 19/1 örfá sæti laus Ath. takmarkaður sýningafjöldi! Vígaguðinn e. Yasminu Reza Frumsýning 25. jan Bráðfyndið og ágengt verk þar sem enginn er óhultur Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjöskylduna sýn. sun. 20/1 kl. 14 & kl. 17 örfá sæti laus Konan áður e. Roland Schimmelpfenning Ást og háski í hrollvekjandi aðstæðum sýn. fös. 18/1 örfá sæti laus ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasala er hafin á Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Kynnið ykkur námskeið um höfundinn á heimasíðunni www.leikhusid.is eða www.endurmenntun.is 19 jan uppselt 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.