Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 18.01.2008, Qupperneq 72
40 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Utandeildarliðið Havant & Waterlooville stal senunni í þriðju umferð FA-bikarsins á Eng- landi í fyrrakvöld þegar liðið vann Swansea 4-2 fyrir framan 4.400 áhorfendur á heimavelli sínum Westleigh Park og mætir stórliði Liverpool á Anfield í fjórðu umferð. Havant & Waterlooville eða Haukarnir eins og liðið er kallað byrjaði leikinn gegn Swansea af þvílíkum krafti og tók forystu strax á fjórðu mínútu þegar Brett Poates, sem vinnur sem múrari, átti sendingu fyrir markið og varnarmaðurinn Garry Monk varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Múrarinn Poates var aftur á ferðinni á 25. mínútu þegar hann tók hornspyrnu og fyrirlið- inn Jamie Collins skallaði boltann í netið og kom heimamönnum í 2- 0. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á Westleigh Park á 37. mín- útu þegar leigubílstjórinn Rocky Baptiste skoraði þriðja mark Haukanna og áhangendur liðsins voru skyndilega farnir að hugsa lengra en Anfield og kölluðu ákaft „við erum á leiðinni á Wembley, við erum á leiðinni á Wembley.“ Swansea var hins vegar ekki af baki dottið og skoraði tvö mörk og þau hefðu getað orðið þrjú en markvörðurinn Kevin Scriven, sem vinnur á lyftara á byggingar- verksvæði föður síns, varði víta- spyrnu. Varamaðurinn Tom Jor- dan gerði svo út um leikinn fyrir heimamenn með fjórða marki leiksins og utan- deildarliðið mætir Liverpool á Anfield í fjórðu umferð keppn- innar. Ævintýri líkast Shaun Gale, stjóri Havant & Waterlooville, réði sér ekki yfir kæti í leikslok. „Þetta er búið að vera ævintýri og strákarnir táruðust úr gleði í búningsklefanum eftir leik. Róm- antíkin í FA bikarnum er á lífi, svo mikið er víst,“ sagði Gale stoltur og markaskorarinn og fyrirliðinn Collins bætti við: „Þetta verður ótrúleg reynsla að fara á Anfield og mæta Steven Gerrard. Ef ein- hver byði mér milljón pund í skipt- um fyrir reynsluna að leiða lið sitt út á Anfield fyrir framan Kop stúkuna þá myndi ég afþakka það boð. Þetta snýst ekki um peninga heldur að koma Havant & Water- looville á kortið og okkur hefur tekist það,“ sagði Collins en leik- menn liðsins sinna flest allir dag- vinnu fyrir utan fótboltann. Leigubílstjórinn Baptiste, sem lét nýlega af starfi sínu sem sölumað- ur notaðra bíla, reyndist Hauk- unum betri en enginn og skoraði í báðum leikjum liðsins gegn Swan sea og sló á létta strengi í viðtölum eftir leik. „Ég rata í það minnsta á Anfield. Þú ferð beint upp M1, svo kem- urðu á M6 og beygir þá til vinstri,“ sagði Baptiste í léttum dúr. - óþ Leigubílstjórar og ruslakarlar Liðsmenn Havant & Waterlooville eru í skýjunum með að mæta Liverpool á Anfield í fjórðu umferð FA bikarsins. Leikmenn liðsins eru flestir í dagvinnu með fótboltanum. FÖGNUÐUR Leikmenn Havant & Water- looville léku á als oddi eftir frækinn 4-2 sigur gegn Swansea á Westleigh Park í fyrrakvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY LEIGU- BÍLSTJÓRI Framherjinn Rocky Bapt- iste er eitt skæðasta vopn Havant & Waterloo- ville en hann starf- ar einnig sem leigubíl- stjóri. NORDIC PHOTOS/ GETTY Halldór Einarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri íþróttavörufyrir- tækisins HENSON, ákvað nýverið að hefja framleiðslu á sérstakri keppnistreyju Manchester United til minningar um flugslysið hræðilega í Munchen 6. febrúar árið 1958 þegar átta leikmenn félagsins voru á meðal þeirra tuttugu og þriggja sem létust. „Ég vildi vitanlega kanna málið fyrst til þess að tryggja það að ég væri ekki að stíga á neinar tær eða gera þetta í ónáð einhvers,“ sagði Halldór sem setti sig í samband við ýmsa aðila. „Ég byrjaði á því að kanna lagalegu hliðina með hjálp lögfræðings og kom mér í samband við ritara Manchester United sem tjáði mér að félagið væri alls ekki mótfallið því að ég framleiddi keppnistreyju af þessu tagi. Þá kom að mór- ölsku hlið málsins, sem var vitanlega mikilvægari. Ég vildi auðvitað fyrst og fremst láta gott af mér leiða og gera eitthvað fallegt fyrir fjölskyldur þeirra sem létust og ekki síður fyrir eftirlifendur slyssins sem, ólíkt knattspyrnumönnum nú til dags, lifðu í sumum tilfellum við bág kjör að knattspyrnuferlinum lokn- um,“ sagði Halldór sem hélt áfram að rannsaka málið og fann út að einn einstaklingur sem lenti í slysinu væri öðrum fremur tilvalinn til þess njóta góðs af sölu treyjunnar. „Maður að nafni Albert Scanlon var á meðal þeirra leikmanna United sem lifðu flugslysið af en hann höfuðkúpubrotnaði, fótbrotnaði og handleggsbrotnaði. Scanlon þykir almennt sá maður sem lifir við hvað skertust kjör af þeim leikmönnum sem lifðu slysið af en hann vann sem hafnarverkamaður að knatt- spyrnuferlinum loknum og svo síðar sem dyravörður. Ég heyrði því í honum hljóðið og sagði honum frá fyrirætlunum mínum og hann gladdist mjög og ég stefni á að veita honum peningagjöfina í lok janúar,“ sagði Halldór ánægður. HALLDÓR „HENSON“ EINARSSON: HITTIR EFTIRLIFANDA FLUGSLYSSINS Í MUNCHEN 1958 OG VEITIR HONUN GJÖF Vildi gera eitthvað fallegt og láta gott af mér leiða FÓTBOLTI Brasilísku tvíburarnir Fabio og Rafael Silva munu hefja æfingar hjá Manchester Untied á mánudag eftir að hafa gengið frá félagsskiptum sínum frá Flu- minese. Hinir 17 ára tvíburar spila í hvor í sinni bakvarðastöðunni, Fabio vinstra megin og Rafael hægra megin, en verða ekki lög- legir með Englandsmeisturunum fyrr en næsta sumar og geta ekki beðið eftir því að láta til sín taka. „Við vitum af því að ungir Bras- ilíumenn eru búnir að vera að gera góða hluti í Evrópu og við þekkj- um Anderson hjá United og Lucas hjá Liverpool. Alexandre Pato hjá AC Milan er ef til vill skýrasta dæmið og hann skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu um síðustu helgi og við náum vonandi að feta í fótspor hans,“ sagði Fabio. - óþ Man. Utd. fær efnilega Brasilíumenn frá Fluminese: Tvíburar á Trafford EFNILEGIR Fabio og Rafael Silva vonast til að fylgja í fótspor Anderson, Lucas og Alexandre Pato. NORDIC PHOTOS/AFP Viðburður Staðsetning 18.janúar 19.janúar 20.janúar Opnunarhátíð Laugardalslaug 20:30-22:30 Sund Laugardalslaug 16:30-19:00 9:00-12:00 9:00-12:00 17:00-19:00 16:00-18:00 Frjálsar Laugardalshöll 9:00-16:00 9:00-13:00 14:30-16:30 Badminton TBR við Glæsibæ 10:00-17:00 10:00-15:00 Dans Laugardalshöll 15:00-17:30 Hópfimleikar Laugardalshöll 9:00-17:00 Skylmingar Baldurshagi á Laugardalsvelli 9:00-17:00 Listhlaup Skautahöll 11:55 og 19:30 Íshokkí Skautahöll 19:15-22:30 8:00-12:40 8:00-14:00 16:15-20:15 Júdó Laugaból við gervigrasvöll 11:00-17:00 Lokahátíð Laugardalshöll 20:00-23:30 Auglýsingasími – Mest lesið > Bræður mættust í landsleik Bræðurnir Andrej og Uladzimir Klimovets frá Hvíta- Rússlandi voru í sérstakri aðstöðu í gær því þá mættust þeir í landsleik EM í handbolta í Noregi. Andrej var í þýska landsliðinu sem vann 34-26 sigur á Uladzimir og félögum í Hvíta-Rússlandi. Andrej er 33 ára og hefur verið með þýskt ríkisfang síðan 2005 eftir að hafa verið búsettur þar frá 1996. Hann á að baki 112 landsleiki með Hvít-Rússum og 50 leiki með Þjóðverj- um. Uladzimir er aðeins tveimur árum yngri en hefur leikið alla sína 60 landsleiki með Hvíta-Rússlandi. Andrej hafði ekki bara betur í leikn- um því hann skoraði 4 mörk í leiknum á móti tveimur frá Uladzimir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.