Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 13
13 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Þú segist ekki bjartsýnn á að sátt náist um þetta kerfi? En hvað munt þú gera til að auka líkurnar á því? „Það sem ég á við er að sú gagn- rýni sem sett er fram gerir það vita vonlaust að komast að niður- stöðu út frá henni. Menn eru ekki einu sinni sammála um hvort fiskistofnar séu í hámarki eða lágmarki! Ég ætla að halda því fram að þær kröfur sem komið hafa meðal annars um algjöra uppstokkun á kerfinu, þar sem menn eru jafnvel að tala um að hverfa frá skilgreiningu fisk- veiðiréttar, þær myndu skapa óöld og óánægju og ósætti sem væri margfalt á við það sem er í dag. Allar þjóðir sem hafa náð árangri í fiskveiðistjórnun hafa haft vel skilgreindan fiskveiði- rétt og ég tel ekki að Mannrétt- indanefndin hafi verið að dæma það úr leik að við gætum haft hann, hvort sem við köllum það kvóta eða daga eða eitthvað annað.“ Hann getur verið skilgreindur sem svo að fleiri megi hafa hann en hafa nú þegar? „Já, en aðalatriðið er að á bak við hann sé einhver vissa. Versti óvinur atvinnulífsins er óvissan.“ Erfiðasta ákvörðunin Var ekki niðurskurðurinn í fyrra erfiður fyrir þig sem Vestfirðing? „Jú, auðvitað var þetta mjög erfið ákvörðun fyrir mig sem Vestfirðing og þingmann Norð- vesturkjördæmis þar sem þorskurinn er svona mikilvægur. Sú langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferli mínum.“ Hvernig hefur verið að fara vestur og mæta þínum mönnum? „Viðbrögðin hafa verið ýmis- konar. Það kom mér ekki á óvart að fá gagnrýni, því auðvitað er þetta umdeild ákvörðun. Það hefur kannski komið mér á óvart hversu margir hafa samt sem áður lýst yfir skilningi á þessari ákvörðun. Ég stóð einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að það lágu fyrir alvarlegar upplýsingar um stöðu þorskstofnsins. Staðan var sem betur fer ekki svo alvarleg að við ættum ekki valkosti. Ég velti því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara í 130.000 eða 155.000 tonn. Það hefði mátt færa rök fyrir hvoru tveggja. Hefðum við farið í 155.000 tonn þá hefðum við þurft að taka skref niður á við að nýju við næstu aflamarksákvörðun. Það er alveg ljóst að leiðin hefði legið niður á við. Það var því mitt mat og ríkisstjórnarinnar að skyn- samlegra væri að fara að ráðum fiskifræðinganna og innbyrða þennan súra bita í þeirri von að við sæjum þá viðreisn fyrr.“ Var þessi niðurskurður ekki áfellis dómur yfir kvótakerfinu? „Ekki endilega yfir kvótakerf- inu. Kerfið er aðferð til að stjórna hámarksaflanum, en auðvitað er þetta áfellisdómur yfir því sem við höfum gert í fortíðinni. Við höfum ekki verið að ná árangri. Við höfum verið í þessari lægð með þorskstofninn og það er óvið- unandi. Við getum ekki boðið, hvorki þeim sem eru að reka fyrirtækin né þeim sem vinna í sjávarútveginum, upp á það að við séum í þessum öldudal með okkar þorskstofn.“ Þú undraðist mikinn niðurskurð kvóta árið 1994 og talaðir þá um árangursleysi fiskveiðistjórnun- arinnar? „Já, þetta hefur auðvitað verið óviðunandi árangur og þess vegna er ég að grípa til þessara aðgerða núna. Menn geta auðvitað reynt að pissa í skóinn sinn og damlað áfram og unað við lítið aflamark. Ég tel það ekki verjandi. Það hefði verið auðveld leið fyrir mig að halda í horfinu og ég hefði fengið klapp á bakið frá ýmsum fyrir það. En til framtíðar hefði það dregið máttinn úr þessari atvinnugrein.“ Höfum mikið svigrúm Það má þá ekki álykta að þú sért kominn á aðra skoðun en þú hafðir í upphafi ferilsins? „Nei. Mínar skoðanir hafa ekki breyst í grundvallaratriðum. En ég skal viðurkenna að sumt hefur breyst í mínum viðhorfum. Nú tel ég til dæmis brýnna en áður að líta ekki á sjávarútveginn í rómantískum fortíðarbjarma heldur sjá að hann er alvöru atvinnugrein í harðri samkeppni við erlend fyrir tæki sem njóta ríkisstuðnings. Það sem er nýtt í málinu er að sjávarútvegurinn er líka að heyja harða samkeppni hér innanlands. Á árum áður þótti hann hafa slíka yfirburði að þyrfti að setja á hann sérstaka skatta til að rétta kúrsinn af. Þetta var sérstaklega talað um til að jafna rekstrar- skilyrði sjávar útvegsins og iðn- aðarins. Nú keppir sjávarútvegurinn við atvinnugreinar sem áður voru ekki til staðar; fjármála- þjónustu, tækniþjónustu, stór- iðju og ýmislegt annað.“ Um hvað keppir hann? „Fjármagn og fólk. Að þessu leytinu er það rétt að ég hef skipt um skoðun. Mér er það betur ljóst að við verðum að útvega sjávar- útveginum öll þau tæki og tól sem hann þarf á að halda til að vera samkeppnishæfur. Sjávarútvegur- inn hefur miklu þjóðfélagslegu hlutverki að gegna. Hann er atvinnuvegurinn sem ber uppi heilu byggðirnar.“ Hann gerði það, en fjarar ekki sífellt undan því hlutverki? „Það er rétt hjá þér, en hann er enn burðarásinn á stórum lands- svæðum og þess vegna höfum við lagt á hann aðrar byrðar en á aðrar atvinnugreinar. Tilfærsla afla- hlutdeildar í kerfinu er ótrúlega mikil og miklu meiri en Mannrétt- indanefndin áttar sig á í sinni umfjöllun. Við höfum til dæmis verið að færa aflaheimildir í stór- um stíl frá stærri bátum og til þeirra minni, því þeir hafa verið staðsettir í minni byggðarlögum.“ Hvernig færir þú heimildir á milli án þess að ganga á eignaréttinn? „Við höfum gert það á grund- velli laga, við höfum bara ákveðið að hlutdeild minni báta ætti að vera meiri. Við getum að sjálf- sögðu ekki gengið á eignaréttinn, hann er varinn í stjórnarskránni. En þetta er að vísu ekki eign, þetta er atvinnuréttur og Hæstiréttur hefur komist að því að það sem við höfum gert í þessu efni hafi verið innan stjórnarskrárinnar. Við höfum tekið um það pólit- íska ákvörðun að sjávarútvegur- inn eigi að gegna samfélagslegu og byggðalegu hlutverki. Við höfum gert þetta með línuívilnun og byggðakvótum og jöfnunar- pottum og svona mætti áfram telja. En auðvitað eru takmörk fyrir því sem hægt er að leggja á sjávarútveginn.“ Frá hverjum hafið þið tekið þessar heimildir? „Við höfum tekið frá öðrum útgerðarmönnum. Heimildir voru fluttir úr aflamarkskerfinu og til krókabátanna og þá misstu allir kvótaeigendur jafnt, hlutfallslega séð.“ Og það var ekkert greitt fyrir þær heimildir? „Nei. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnar- skráin veiti okkur mjög mikið svigrúm til að endurskoða fisk- veiðistjórnunarkerfið.“ www.lysi.is Túnfi sklýsisperla: DHA fi tusýra Fæðubótarefni: Asetýlkarnitín og alfalípóiksýra Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðu- bótarefnunum asetýlkarnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfi sklýsisperlu sem inniheldur hátt hlutfall af fi tusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að fi nna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að góðu minni og aukið orku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.