Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 35
ATVINNA
SUNNUDAGUR 10. febrúar 2008 157
• Vatnsveita Reykjavíkur var fyrsta vatnsveita á Norðurlöndunum með ISO 9001 vottað gæðakerfi. www.or.is
Spennandi störf í boði
hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur leitar að þjónustustjóra
fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa mikið
frumkvæði og geta unnið með öllum starfsmönnum
fyrirtækisins að sérverkefnum. Þjónustustjóri mun
starfa beint undir framkvæmdastjóra gæðamála og
bera ábyrgð á þjónustugæðum í fyrirtækinu í heild.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Markmiðasetningar í þjónustu í samvinnu við
deildir og svið - greiningarvinna og úrbætur
fyrir fyrirtækið í heild.
• Skipulag, umsjón og gerð þjónustukannana
og mælinga – kynningar á þeim.
• Skipulagning og eftirfylgni úrbótaverkefna sem
snúa að þjónustu.
• Skipulagning og umsjón fræðslu og þjálfunar
er lýtur að þjónustu.
• Samvinna við gæðastýringu að ferlamálum
og Balanced Scorecard.
• Samvinna við alla starfsmenn um uppbyggingu
jákvæðs starfsanda og aukinnar þjónustuvitundar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af þjónustustjórnun hjá stærra
fyrirtæki æskileg.
• Mjög góðir samskiptahæfileikar.
• Mjög mikil þjónustulund og þolinmæði.
Svið Nýrra virkjana Orkuveitu Reykjavíkur leitar að
verkefnastjóra. Stærstu verkefni sviðsins eru
Hellisheiðarvirkjun, stækkun hennar og nýjar virkjanir
við Hverhlíð og Bitru. Verkefnastjóri mun starfa beint
undir staðarverkfræðingi og bera ábyrgð á verkefna-
stjórn borverkefna OR.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Verkefnastjórn og yfirumsjón borverkefna.
• Samræming milli jarðvísindamanna, hönnuða
og verktaka.
• Þátttaka í þekkingaruppbyggingu varðandi
boranir.
• Gerð og eftirfylgni áætlana.
• Kostnaðargát og greiningar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Borverkfræði eða önnur háskólamenntun
sem nýtist við boranir.
• Haldbær reynsla af verkefnastjórn.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Færni í mannlegum samskiptum.
Fyrirtækið sækist eftir dugmiklum og jákvæðum einstaklingum sem geta axlað mikla ábyrgð
og tekist á við mjög krefjandi verkefni.
Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks
með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera
í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi
og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og
fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna
Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar-
og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins.
Fyrirtækið er:
• Traust og starfar í sátt við umhverfið.
• Sveigjanlegt og lagar sig að breyttum aðstæðum.
• Heiðarlegt, gagnsætt í vinnubrögðum og góður granni.
• Sýnir eldmóð, frumkvæði og er opið fyrir nýjungum.
Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir
(helga.jonsdottir@capacent.is) og Brynhildur Steindórsdóttir
(brynhildur.steindorsdottir@capacent.is) hjá Capacent
Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar nk. Umsækjendur
eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu
Capacent Ráðninga, www.capacent.is
Verkefnastjóri borverkefna
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
H
S
K
4
10
43
0
2.
20
08
Þjónustustjóri