Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 2
2 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR LambalæriVerð áður 1.498.- 899 kr.kg Spennandi helgarsteik STJÓRNMÁL „Þegar stjórnmálaleið- togar og Seðlabankinn eru búnir að segja að evran verði ekki tekin upp nema með aðild að Evrópu- sambandinu (ESB) mun þessi mikla efnahagslega nauðsyn, að fá nýjan gjaldmiðil, valda því að umræða um aðild að ESB mun bara færast í vöxt,“ segir Árni Páll Árnason alþingismaður, sem í gær flutti erindi á ráðstefnu norskra Evrópusambandsaðildarsinna. Á þriðja hundr- að manns sóttu ráðstefnuna en í erindi sínu reyndi Árni Páll að meta hvað myndi skipta Íslendinga mestu máli næstu 30 til 40 árin. „Að telja okkur vera að verja ein- hverja fiskveiði- sérstöðu sem allar líkur eru á að við getum hvort sem er varið innan Evrópusam- bandsins, eða hafa áhrifavald um alla þessa stóru þætti,“ segir Árni Páll og nefnir þar vinnumarkaðs-, umhverfis- og orkumál. „Alla þessa þætti sem hafa grundvallar- áhrif á afkomu heimila og fyri- tækja.“ Árni segir Íslendinga hafa á síð- ustu árum flutt inn fjölþjóðasam- félag. „Við erum kannski ekki alveg búin að átta okkur á því en það er komið til að vera og við þurfum að takast á við það verk- efni með skynsamlegum hætti.“ „Á sínum tíma höfðum við toll- fríðindin til að reikna út ávinning okkar að EES.“ Árni Páll segir stöðu íslensku krónunnar valda því að spurningin um aðild sé miklu mikilvægari fyrir Íslend- inga en Norðmenn. Þá telur hann vandamálið það knýjandi að fljót- lega muni það fara að valda mis- skipitingu „ef við förum ekki að grípa í taumana“. Í ræðu sinni sagði hann vægi íslensku krónunnar í viðskiptum hafa minnkað hratt. Skuldir heim- ilanna í erlendum gjaldmiðli hefðu aukist á síðasta ári og næmu nú um 16 prósentum lána heimilanna. Nærri 70 prósent lána til íslenskra fyrirtækja væru nú í erlendum gjaldmiðli og það hlutfall ykist stöðugt. Sífellt fleiri fyrirtæki gerðu nú upp í erlendum gjald- miðli og sæktust eðlilega eftir að draga úr gjaldmiðilsáhættu sinni með því að bjóða launagreiðslur að hluta í evrum. Þessi þróun ýtti undir nýja teg- und misskiptingar í íslensku sam- félagi. Færi svo fram sem horfði væri þess skammt að bíða að í reynd yrðu tvær stéttir í landinu. Annars vegar forréttindastéttin sem ætti þess kost að fá laun greidd í evrum og gæti þá tekið lán án áhættu á miklu lægri vöxtum í evrum. Hins vegar yrði óbreyttur almenningur sem þyrfti að búa við ofurvexti hins örsmáa íslenska hagkerfis, sífellt óstöðugri krónu og bera áfram byrðarnar af fákeppnisfyrirkomulagi á öllum helstu mörkuðum. olav@frettabladid.is Skammt í nýja teg- und misskiptingar Árni Páll Árnason alþingismaður segir þess skammt að bíða að tvær stéttir verði til á Íslandi. Annars vegar forréttindastétt sem eigi kost á að fá greidd laun í evrum og hins vegar óbreyttur almenningur sem búi við ofurvexti. MIKLAR BREYTINGAR Á UNDANFÖRNUM ÁRUM Staða íslensku krónunnar veldur því að spurningin um aðild að Evrópusambandinu er meira aðkallandi en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁRNI PÁLL ÁRNASON BANDARÍKIN Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain þykir líklegastur til að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkj- unum eftir að Mitt Romney dró sig úr framboðs- keppninni í liðinni viku. Demókratar þurfa því að meta hvort þeirra Barack Obama eða Hillary Clinton væri líklegra til að sigra McCain. Samkvæmt fréttavef CNN sýna nýlegar kannanir að demókratar hefðu betur í komandi forsetakosning- um ef þeir veldu Barack Obama sem frambjóðanda sinn. Kannanirnar voru gerðar á vegum CNN annars vegar og tímaritsins Time hinsvegar. Þær sýna báðar að nánast enginn munur er á fylgi við McCain annars vegar og Clinton hins vegar. Þegar borið var saman fylgi McCain og Obama kom aftur á móti í ljós að Obama naut sjö til átta prósenta forskots. Obama kemur betur út en Clinton hjá flestum kjósendum. Hann hefur smávægilegt forskot á hana á meðal repúblikana og óákveðinna kjósenda, en vinsældir hans koma skýrast í ljós á meðal karl- manna. Í þeim hópi kjósenda fékk Obama 57 prósent atkvæða á móti 39 prósentum atkvæða sem gengu til Clinton. - vþ Kannanir sýna fylgi frambjóðenda: Obama myndi sigra McCain BARACK OBAMA Kannanir sýna að hann hefur forskot á John McCain, frambjóðanda repúblikana. Gunnar, verður þú andlit World Class í Kópavogi? „Nei, ég er að æfa annars staðar.“ Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, vígði nýja líkamsræktarstöð World Class í turninum við Smáratorg í gær. FASTEIGNASALA Þótt þinglýstum kaupsamningum hafi fækkað um 40 prósent frá desember til janúar síðastliðins og veltan á fasteignamarkaði hafi minnkað um 42 prósent á sama tíma er ólíklegt að fasteignaverð lækki fljótlega. Þetta er mat Viðars Böðvarssonar, eiganda fasteignasölunnar Foldar og Ásmundar Skeggja- sonar, sölustjóra fasteignasölunnar Höfða. „Hreyfingar á fasteignamarkaði eru alltaf mjög hægar og nú þegar minna er til af fjármagni þá hægir á umsvifunum en það þarf til langvarandi samdrátt svo að það komi niður á verðinu,“ segir Viðar Böðvarsson, eigandi fasteignasölunnar Foldar. Hann segir enn fremur að ekki sé verulega mikið framboð á fasteignum og það hamli því enn frekar að fasteignaverð lækki. „Þetta er óvenju rólegt núna en það er ekkert óeðlilegt, það eru kjarasamningar í gangi og ákveðinn óróleiki í fjármálaumhverfinu en ég á nú von á því að þetta jafni sig allt fljótlega. Jafnvel á næstu vikum og fikri sig þá aftur í eðlilegra horf,“ segir hann. Ásmundur segir að áður hafi stærstu eignirnar lækkað fyrst þegar harðnaði á dalnum. „En það eru engin merki um það nú, alls ekki, við höfum selt vel af stórum eignum. Það er engu líkara en það sé ákveðin stéttaskipting kominn upp í þjóðfélaginu þar sem þeir efnuðustu láta lítið á sig fá þó aðeins herði að.“ - jse Fasteignasalar finna fyrir samdrætti en kvarta ekki: Telja ólíklegt að verð lækki VIÐAR BÖÐVARSSON Eigandi fasteignasölunnar Foldar á ekki von á því að fasteigna- verð lækki, að minnsta kosti í bili. Til þess þyrfti langvarandi samdrátt og svo er framboð ekki það mikið að það knýi á verðlækkun. Númeraplötum stolið Sjö þjófnaðir voru tilkynntir til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu í gær, þar á meðal eitt innbrot í bifreið. Þá var númeraplötum stolið af tveimur bifreiðum, líkast til í því skyni að setja þær á aðrar bifreiðar til að villa um fyrir lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARASAMNINGAR Samtök atvinnu- lífsins kynntu Starfsgreinasam- bandinu og Flóabandalaginu víðtækar tillögur á fundi í Karphúsinu í gær. Þar eru útlínur nýs samnings kynntar og gert ráð fyrir að laun hækki um fjögur prósent til þeirra sem hafa farið á mis við launaskrið síðustu ára. Samningurinn er hugsaður til þriggja ára og er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 165 þúsund krónur að þeim tíma loknum. Landssambönd innan ASÍ, þar á meðal iðnaðarmanna og verslun- armanna, hafa ákveðið að semja á sömu nótum og Starfsgreinasam- bandið og Flóabandalagið. - shá Kjaraviðræður: Víðtækar tillög- ur kynntar NOREGUR Njósnarar erlendra þjóða hafa aldrei verið fleiri í Noregi en einmitt nú samkvæmt fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten. Til að mynda eru rússneskir njósnarar í landinu nú jafn margir og á árum kalda stríðsins. Norska leyniþjónustan vill meina að áhugi annarra þjóða á Noregi sé mikill um þessar mundir vegna landfræðilegrar stöðu landsins, en Noregur leikur stórt hlutverk í kapphlaupinu um nýtingu á auðlindum Norðurpóls- ins. Einnig þykir tæknileg kunnátta Norðmanna á sviði olíborunar eftirsóknarverð. - vþ Leyniþjónustur í Noregi: Aldrei verið fleiri njósnarar AUSTURRÍKI Eldur braust út á elliheimili í austurríska bænum Egg á föstudag, samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Af 23 íbúum heimilisins létust ellefu og sex meiddust, en aðeins sex sluppu ómeiddir. Fólkið sem bjó á heimilinu var margt veikburða og því náðu svo fáir að forða sér í tæka tíð. Orsök eldsins er ókunn, en vitað er að hann átti upptök sín í herbergi á efstu hæð hússins. Um 250 slökkviliðsmenn þurfti til þess að ráða niðurlögum eldsins, en á tímabili var óttast að byggingin gæti hrunið vegna hitans. - vþ Eldur á elliheimili í Austurríki: Ellefu létust í eldsvoða DANMÖRK Útlit er fyrir að danski arnarstofninn sé í sögulegu hámarki. Samkvæmt danska dagblaðinu Politiken standa danskir vísindamenn um þessar mundir í talningu á dýrunum. Á síðasta ári töldust í allt 124 ernir í landinu og er vonast til þess að þeim hafi fjölgað á milli ára, enda hefur árferðið verið með eindæm- um gott. Reyndar getur svo farið að hlýindin sem ríkt hafa í Danmörku undanfarið verði vísindamönnun- um fjötur um fót við talninguna þar sem að auðveldara er að koma auga á erni í snjó. - vþ Dýralíf í blóma: Örnum fjölgar í Danmörku HAFÖRN Haförnum hefur fjölgað mikið í Danmörku undanfarin ár. SAMGÖNGUR Farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar voru ellefu prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Samtals fóru tæplega 117 þúsund um flugvöll- inn í janúar, sem jafngildir tæplega 3.800 manns á dag. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu var mest fjölgun hjá farþegum á leið til landsins, eða 17 prósent miðað við janúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum á leið frá landinu um níu prósent. - sþs Ellefu prósenta aukning: Fleiri farþegar í millilandaflugi SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.