Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 24
LEYNIVOPNIÐ S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g 4 matur 1. Í Biblíunni og öðrum gömlum heimildum er alloft minnst á ólífur. 2. Um 90 prósent ólífuupp- skerunnar fara í framleiðslu á ólífuolíu. 3. Til eru hundruð mismunandi ólífutrjáa.„Leynivopn mitt í eldhúsinu er að setja ekta béarnaise-sósu yfir plokkfiskinn og baka,“ segir Björgvin Barð- dal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Fyrir jólin býð ég elskulegum vinum mínum gjarnan upp á þann rétt og hann slær alltaf í gegn. (Nema svokallaðir vinir mínir og börn þeirra vilji ekki særa mig svona rétt fyrir jólin!). Mín uppskrift fyrir sirka 10 manns. 2 kg þorskflök 600 g kartöflur smjörbolla eða sósuþykkni 2 meðalstórir laukar 1 l mjólk 2 tsk. karrí salt slatti af pipar 4 msk. kalt smjör örlítið hvítvín ostur Sjóðið kartöflur og afhýðið. Látið suðu koma upp á fisk- inum og slökkvið undir. Saxið lauk og setjið í pott ásamt mjólk, karrí, salti og hvítvíni. Hitið að suðu og jafnið. Bætið fiskinum og kartöflunum út í, hrærið og kryddið eftir smekk (ég krydda þetta grimmt) og bætið köldu smjöri út í. Setjið í smurða eldfasta skál og hellið béarnaise-sósu yfir. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 3-5 mínútur eða þar til að ostur- inn er gullinn. Berið fram með rúgbrauði/smjöri/osti og ísköldu hvítvíni. Béarnaise-sósa: 300 g smjör 4 eggjarauður 1 msk. hvítvínsedik 2 msk. vatn béarnaise-essens 1-2 msk. kjötkraftur eftir smekk (pínulítið) 1 msk. söxuð steinselja Bræðið smjörið í potti. Stífþeytið eggjarauðurnar yfir vatnsbaði þar til þær eru orðnar vel kremaðar. Blandið bræddu volgu smjöri varlega saman við, hrærið hvít- vínsediki og vatni saman við. Kryddið með kjötkrafti og essens eftir smekk og blandið saxaðri steinselju saman við. (Að sjálfsögðu er hægt að nota pakkasósu.) Slær alltaf í gegn Björgvin nýtur aðstoðar dótturinnar Bjarkar Steinunnar Barð- dal í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ólífur vaxa á litlum smjörviðar-trjám sem hafa verið ræktuð við Miðjarðarhafið öldum saman. Ólífan, sem er ávöxtur trésins, hefur um ár og aldir verið ein mikilvægasta landbúnaðarvara Miðjarðarhafslanda, enda meginuppistaðan í ólífuolíu. Í Biblíunni og öðrum gömlum heim- ildum er alloft minnst á ólífur og sendi Nói til dæmis dúfu frá örkinni til að kanna hvort syndaflóðinu væri að linna. Hún kom aftur með ólífuviðarblað í gogginum. Ólífutré þrífast vel í grýtt- um jarðvegi þar sem erfitt er að rækta aðrar nytjajurtir og geta þau orðið mörg hundruð ára gömul. Einstaka tré eru talin vera allt að 2.000 ára gömul. Til eru mörg hundruð mismunandi ólífutrjáa en allar ólífur eru grænar í fyrstu en þroskast síðan yfir í svartar. Best er að tína ólífurnar með berum höndum. Ef þær falla til jarðar er hætta á að þær skemmist og slíkar ólífur eru ekki notaðar í hágæða ólífu- olíu. Ekki er hægt að borða ólífur beint af trénu og eru þær oftast lagðar í saltpækil eða olíu þar til þær verða meyrar. Oftast er steinninn tekinn úr og í hans stað er stundum sett papríku- sneið eða jafn- vel hvítlauks- biti. Ólífur sem eru keyptar í lausri vigt þarf að borða innan fárra daga en í saltlegi geym- ast þær í um það bil eitt ár. Ólífur eru oft bornar fram með kokkteilum og öðrum drykkjum. Þær eru borðaðar einar sér, notaðar í salöt, pastarétti, á pizzur, í pestó, brauð og ýmislegt fleira. Þær eru næringar- ríkar, innihalda fjölómettaðar fitusýrur og nokkuð af A-vít- amíni. Um 90 prósent ólífu- uppskerunnar fara í framleiðslu á ólífuolíu. Hún er misjöfn að gæðum og fara þau eftir verkunaraðferðum og sýrustigi. Því lægra sem sýrustigið er, því betri þykir olían. Best er að pressun fari fram eins fljótt eftir tínslu og mögu- legt er. Olían sem kemur úr fyrstu pressun kallast jómfrúar- olía, eða „extra vergine“ olía, en sýru- stig hennar má einungis vera undir 1%. Seinni pressun fer til framleiðslu á venjulegri ólífuolíu. Jómfrúarolía þykir bragðbesta olían og hentar hún vel í salöt og pasta en annars konar ólífuolía dugar vel til steikingar. Fæstir vel uppaldir Íslendingar standa upp frá borðum án þess að þakka fyrir matinn, enda þykir það ókurteisi við þann sem hafði fyrir því að elda. Þessi góði siður, sem þekkist ekki víða annars staðar en á Íslandi, er sennilega þó ættaður frá Danmörku samkvæmt upplýs- ingum af vísindavefnum og gæti ennfremur átt uppruna sinn í frásögninni af síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Jesú „braut brauðið og færði þakkir“. Samkvæmt grein frá árinu 1896 úr blaðinu Dagskrá er þessi siður að þakka fyrir matinn sagður meira stundaður til sveita og meðal fátækra og á því rót sína í örbirgð landsmanna og kom til vegna aldalangs harðræðis og hungursneyða sem Íslendingar bjuggu við. „Guðlaun fyrir matinn“ var alsiða að segja áður en matast var en var þó að leggjast af kringum 1900 þegar greinin í Dagskrá birtist því það þótti full hátíðlegt. En venjan að segja „takk fyrir mig“ og fá svarið „verði þér að góðu“ eftir matinn er góður siður sem er alls ekki of hátíðlegur heldur sjálfsagður og til að halda fast í. TAKK FYRIR MIG MAMMA MÍN! HRÁEFNIÐ: Ólífur Sögulegur ávöxtur 1 2 3 Ólífur Að læra að segja takk fyrir mig er góður íslenskur siður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.