Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 88
Sætindi HRAÐFERÐ AÐ HJARTA MANNSINS 12 matur Danir kunna best þá kúnst að gera vel við sig í mat, drykk og lífsins dekri. Fínlegt fingurfæði úr þeirra konfekt- kistu er hraðferð að hjarta mannsins. Í gegnum aldir hafa Íslendingar og gjör- völl heimsbyggðin notið yndisleika dansks sætabrauðs, enda víðfrægt fyrir ferskleika, sælkeraútfærslur, guðdómlegt bragð og ríkulegt hráefni; ekki síst kynstrin öll af smjöri. Í Danmörku er hefð fyrir sultu-, marsípan- og eggjabúðingsfyllingum í bakstur sem skreyttur er með súkkulaði, sykri eða glassúr, en aðrar þjóðir nota sínar eigin útfærslur í dönsku uppskriftirnar, eins og Bretar sem fylla sitt sætabrauð með sultum, rúsínum, vanillukremi og karamellum, meðan Banda- ríkjamenn og Kanadamenn nota ávexti, hnet- ur og sæta osta í sína dönsku drauma. Frægast úr danska bakaríinu er vínar- brauðið á Norðurlöndum, sem kennt er við Vínarborg í Austurríki, en skemmtilega öfugsnúið er að í Vín er sama hnossgæti kennt við kóngsins Kaupmannahöfn. Hverju sem upprunanum líður er víst að enginn verður svikinn af dönskum og dísæt- um smáréttum, en hinn örláti bakarameist- ari Arnar Snær Rafnsson lætur lesendum í té nákvæmar uppskriftir af vinsælasta sæt- meti Café Konditori Copenhagen til veislu- gjörninga í smáréttaboðinu. - þlg Arnar Snær Rafnsson bakarameistari hjá Café Konditori Copenhagen sem þekkt er fyrir unaðslegt góðgæti úr úrvals hráefni. Dísætir danskir draumabitar KRANSAKÖKUBITI 500 g kransakökumassi/marsípan 250 g sykur 2-4 eggjahvítur 150-200 g núggat Stillið ofn á 180°C. Bræðið núggat yfir vatnsbaði. Hrærið saman marsípani og sykri í þéttan massa og bætið við eggjahvítum, einni í einu, þar til massinn verður meðferðilegur (svipaður og leir). Rúllið massann í lengju og setjið á bökunar- plötu. Þrýstið litla rönd í miðju lengjunn- ar fyrir núggat, sem við bætist eftir bakstur. Bakið í 9 til 12 mínútur. Sprautið bræddu núggati í raufina á lengjunni, kælið og skerið síðan í mátulega bita. Dýfið endum í brætt súkkulaði. SÚKKULAÐIKÖKUR 1.275 g ekta súkkulaði (skorið í litla bita) 2/3 bolli smjör 5 egg (við stofuhita) 1 bolli sykur ½ tsk. salt 1 vanillustöng (skorin í tvennt og korn skafin úr) ½ bolli hveiti 2 bollar valhnetur (brytjaðar niður) Hitið ofn í 190°C. Smyrjið og setjið pappír í ofnskúffu eða 40x30 cm kökumót. Bræðið 775 g af súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði. Þeytið saman egg, sykur, salt og vanillukorn í þykkan massa. Blandið rólega saman við bræddu súkkulaði/ smjör-blöndunni. Blandið hveiti saman við í rólegheitum og að lokum afgangi af súkkulaði og valhnetur. Setjið í mót og bakið í 20 mínútur. Kælið og skerið í bita. VATNDEIGSBOLLUR MEÐ VANILLUKREMI Vatnsdeig: 150 g smjör 150 g hveiti 6 egg 3 dl vatn Hitið ofn í 190°C. Smyrjið bökunarplötur með smjöri. Setjið smjör og vatn saman í pott, náið upp suðu, blandið hveiti saman við og hrærið vel saman. Takið af hellu og hrærið með spaða í hrærivélaskál ásamt eggjum sem bætt er við eitt í einu. Sprautið litlar bollur á bökunarplötur, sem tvöfaldast að stærð við bakstur. Bakið í 15 til 18 mínútur. VANILLUKREM: 250 g mjólk 250 g rjómi 4 eggjarauður 100 g sykur 1 vanillustöng Mjólk, rjómi, 50 g sykur og korn vanillustangar sett í pott og hitað að suðu. Pískið saman eggjarauðum og 50 g sykurs. Hellið rjóma mjög varlega yfir eggjablönduna og þykkið yfir heitu vatnsbaði. Hrærið án afláts með sleikju til að eggin hlaupi ekki. Hitið ekki yfir 60°C. Kælið kremið og sprautið inn í vatns- deigsbollurnar. Skreytið bollurnar með bræddu súkkulaði. SARA BERNHARD MAKKARÓNUR Í BOTNINN: 250 g kransakökumassi/marsípan 250 g sykur 4 eggjahvítur KREM (LAGAST DEGI ÁÐUR): ½ l rjómi 200 g suðusúkkulaði (helst með yfir 50% kakóinnihaldi) Auk þess 300 g súkkulaði til að hjúpa með. Ágætt að nota súkkulíki eða Odense-dropa því þá þarf ekki að tempra, en allra best að notast við suðusúkkulaði sem þá þarf að tempra fyrst. Krem (dagur 1): Hellið rjóma í pott og hitið að suðu. Takið pott af hellu, bætið við súkkulaðið í heitan rjómann og hrærið vel saman með písk. Látið blönduna taka sig í kæli yfir nótt. Súkkulaði: Bræðið „non-temp” súkkulaði yfir vatnsbaði, en fylgið leiðbeiningum um temprun á ekta súkkulaði (oftast þarf að hita súkkulaði að 45°C, kæla niður í 27°C og hita aftur að 34°C sem er vinnsluhiti.) Makkarónur: Stillið ofn á 180°C. Hrærið (ekki þeyta) saman sykur og kransakökumassa/marsípan í þéttan massa. Hellið eggjahvítum rólega saman við, einni í einu. Massinn á að vera passlega blautur svo ekki sé erfitt að sprauta honum úr sprautupoka. Leggið bökunarpappír á ofnplötu og sprautið massanum í passlega stórar stærðir, en massinn stækkar um helming við bökun. Setjið inn í miðjan ofn og bakið í 12 til 18 mínútur. Krem (dagur 2): Setjið krem í hrærivélaskál og þeytið með spaða. Verið vakandi yfir kreminu sem skilur sig við ofþeytingu. Setjið krem í sprautu- poka og sprautið topp ofan á makkar- ónukökurnar. Kælið eða frystið, og hjúpið svo með súkkulaði. Skreyta má Sörur með súkkulaðispænum, en í gamla daga voru þær skreyttar með kandíseruðum fjólum til heiðurs söng- og leikkonunni Söru Bernhard. SÆTIR SMÁRÉTTIR Yndisfríðir og sykursætir munnbitar úr dönskum uppskriftabók- um taka sig vel út á veisludisknum. Máltíð er ekki fullkomnuð nema kórónuð með sætri upplifun fyrir munn og maga. Dísætir smáréttir krefjast natni og listrænnar sköp- unar, enda ekki síður gerðir til að fullnægja fegurðarskyni þess sem smakkar, en sætum bragðlaukum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /R Ó SA E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.