Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 18
18 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR L andakortin á veggjunum og myndir úr starfi friðargæslunn- ar gefa vísbendingar um að starfsvettvangur Önnu Jóhanns- dóttur, forstöðumanns Íslensku friðargæslunnar, sé öllu stærri en rúmgóð skrifstofa á annarri hæð utan- ríkisráðuneytisins. Þaðan stýrir hún Íslensku friðargæslunni og horfir yfir svið- ið til að sjá hvar Íslendingar geta komið að gagni. „Við reynum að einbeita okkur að upp- byggingarverkefnum, og viljum að þau verkefni sem við tökum að okkur nýtist konum sérstaklega,“ segir Anna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti árið 2000 ályktun þar sem staðfest er að konur í stríðshrjáðum löndum hafi ákveðna sérstöðu og taka þurfi sérstakt til- lit til þeirra við skipulagningu friðargæslu. Aðgerðaáætlun byggð á ályktuninni er nú í smíðum í ráðuneytinu, og er væntanleg í mars. Anna segir að friðargæslan vinni engu að síður að miklu leyti út frá ályktun Sameinuðu þjóðanna. Óvíst með fjölgun á árinu Eftir brotthvarf íslensks friðargæsluliðs frá Srí Lanka um miðjan janúar eru 24 íslenskir friðargæsluliðar að störfum í stríðshrjáðum löndum í dag, en í byrjun árs voru þeir 32 talsins. Nú er unnið að því að finna ný verkefni fyrir þá sem voru á Srí Lanka og vilja halda áfram að starfa fyrir friðargæsluna. Fyrir- varalítil heimkoma þeirra setur þó ákveðið strik í reikninginn fyrir friðargæsluna, en reiknað hafði verið með að fjölga friðar- gæsluliðum á árinu. Nú er útlit fyrir að fjöldi þeirra haldist því sem næst í stað, segir Anna. Það er ekki á vísan að róa þegar unnið er að friðargæslumálum þar sem hlutirnir þróast oft hratt. Það var einmitt raunin á Srí Lanka þar sem íslenskir og norskir gæslu- liðar höfðu tvær vikur til að yfirgefa landið eftir að stjórnvöld sögðu upp friðarsam- komulagi við Tamílatígrana. Verkefnið á Srí Lanka var annað stærsta verkefni Íslensku friðargæslunnar. Það stærsta er í Afganistan, þar sem þrettán friðargæsluliðar eru að störfum í dag. Nýjustu verkefni friðargæslunnar eru gjarnan samstarfsverkefni með stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Anna segir að á kom- andi árum verði lögð aukin áhersla á að frið- argæsluliðar taki að sér afmörkuð verkefni hjá slíkum stofnunum, til dæmis Barna- hjálpinni, Kvennaþróunarsjóði og Matvæla- aðstoðinni. Stórt verkefni fram undan í Kosovo „Friðargæslan er nú þannig að verkefnin koma stundum óvænt upp, og hætta stund- um óvænt. Við sjáum fyrir okkur að það verði stórt verkefni í Kosovo ef lýst er yfir sjálfstæði. Þá munu Sameinuðu þjóðirnar missa umboð sitt til að stýra landinu en Evr- ópusambandið væntanlega koma sterkara inn í uppbyggingarstarfinu,“ segir Anna. „Þá þarf að byggja upp réttarkerfið, lög- reglu, dómstóla og fleira. Það er verkefni sem við getum komið að þegar þar að kemur. En það er ekki ljóst hvort eða hvenær það verður,“ segir hún. „Megináherslan hjá okkur hlýtur að verða á uppbyggingarverkefni með Sameinuðu þjóðunum, NATO og Evrópusambandinu.“ Þörfin fyrir friðargæslu virðist síður en svo fara minnkandi í heiminum. Verkefnin eru oft til margra ára, og hætt við að ný verkefni verði til áður en eldri verkefnum lýkur. „Það eru alltaf óþrjótandi verkefni. Sum verkefnin, eins og til dæmis í Darfur, eru mjög erfið, og kalla á hermenn sem geta stillt til friðar í samvinnu við stjórnvöld. Svo er mikið kallað eftir því að alþjóðasam- félagið komi og byggi upp og styðji við stjórnvöld, til dæmis í Afganistan,“ segir Anna. „Friðargæsluhugtakið hefur breyst frá því að ná eingöngu yfir vopnaða menn með bláa hjálma í það að vera víðara, með meiri tengingu við þróun og uppbyggingu. Það dugir ekki eitt og sér að koma á friði, for- senda þess að friður verði varanlegur er að uppbygging eigi sér stað.“ Litlu skrefin skipta líka máli Slík uppbygging getur tekið langan tíma. Forsvarsmenn NATO reikna með því að bandalagið gæti þurft að vera áratugum saman í Afganistan. Anna segir erfitt að segja til um framtíðina og hversu lengi íslenskir friðargæsluliðar verði í landinu. Stundum getur verið erfitt að vinna að langtímaverkefnum þar sem erfitt er að sjá beinan árangur. „Þetta er maraþon- hlaup, en lítil skref á leiðinni skipta máli. Fólk á vettvangi áttar sig oft á því að það getur komið ákveðnum hlutum í fram- kvæmd og hægt er að byggja ofan á það,“ segir Anna. Utanríkisráðherra er nú með mál tengd uppbyggingu og þróunaraðstoð í skoðun, og er búist við því að lagafrumvarp um málaflokkinn verði lagt fram og rætt á Alþingi í ár. Nokkur samhljómur er á milli starfsemi friðargæslunnar annars vegar og Þróunar- samvinnustofnunar hins vegar. Líklegt er að ráðherra skoði möguleika á auknu sam- starfi þar á milli, enda markmið beggja að vinna að uppbyggingu í fjarlægum lönd- um. Anna segir að þar séu eflaust möguleik- ar á auknu samstarfi, þó að ákveðinn áherslumunur í starfi skilji á milli friðar- gæslunnar og Þróunarsamvinnustofnunar. Til dæmis hafi Þróunarsamvinnustofnun yfirleitt valið að starfa á svæðum þar sem friður hafi verið stöðugur í nokkurn tíma, þó að verkefni stofnunarinnar á Srí Lanka sé undantekning þar á. Friðargæslan hefur því frekar sinnt uppbyggingu eftir stríðs- átök þar sem öryggisástandið er ekki orðið algerlega stöðugt. Uppbygging forsenda friðar Kjúklingastræti, Kabúl og Kosovo eru staðir sem koma strax upp í hugann þegar minnst er á Íslensku friðargæsluna. Brjánn Jónasson ræddi við Önnu Jóhannsdóttur, forstöðumann friðargæslunnar, um óþrjótandi verkefni sem bíða og hvernig áherslur í friðargæslu beinast nú að uppbyggingu ekki síður en hermönnum með bláa hjálma. AFGANISTAN Þó að verkefni friðargæsluliða snúist um að byggja upp samfélögin skipta einstaklingar líka máli. Kristján Sigfússon gaf sér tíma til að athuga líðan barns á ferð sinni um sveitir Afganistans. MYND/ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN SAMHLJÓMUR Friðargæslan og Þróunarsamvinnustofnun sinna svipuðum verkefnum, og eflaust eru mögu- leikar á auknu samstarfi þar á milli, segir Anna Jóhannsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Friðargæsluliðar koma úr ýmsum áttum. Margir lögreglumenn og slökkviliðsmenn hafa farið í verkefni á vegum Íslensku friðar- gæslunnar, og flugumferðarstjórar hafa verið í stórum verkefnum Í Kosovo og Afganistan. Þá er fólk með reynslu af jafnréttis- og mann- réttindamálum aftur að verða áberandi hjá friðargæslunni eftir nokkurt hlé. „Kynjahlutfallið síðasta árið hefur verið nokkuð gott. Það hafa verið um það bil 40 til 45 prósent konur, þegar horft er á stöðurnar sem haldið er úti. Ef horft er á alla þá sem rúlla í gegn er hlutfallið óhagstæðara konum, þar sem mikill meirihluti þeirra sem starfað hafa í Afganistan hefur verið karlar sem dvalið hafa í stuttan tíma hver,“ segir Anna. Tæpur helmingur gæsluliða konur Alls starfa 24 friðargæsluliðar í níu löndum um þess- ar mundir. Eftir brotthvarf frá Srí Lanka eru stærstu hóparnir í Miðausturlöndum og á Balkanskaga. ■ Afganistan: 14 gæsluliðar Átta vinna við rekstur flugvallarins í Kabúl. Fjórir starfa í höfuðstöðvunum í Kabúl. Tveir þróunarfulltrúar hafa starfað í Ghor-héraði. ■ Bosnía-Hersegóvína: 2 gæsluliðar Lögreglumenn sem starfa í samstarfi við Evr- ópusambandið. ■ Serbía: 1 gæsluliði Vinnur að jafnréttismálum á Balkanskaga með UNIFEM. ■ Kosovo: 1 gæsluliði Forstöðumaður skrifstofu Evrópuráðsins. Ný staða frá áramótum. ■ Makedónía: 1 gæsluliði Starfar að jafnréttismálum á Balkanskaga með UNIFEM. ■ Líbería: 1 gæsluliði Starfar að jafnréttismálum með UNIFEM. ■ Líbanon: 2 gæsluliðar Annar þjálfar bráðatækna sem starfa með sprengjueyðingarteymum en hinn aðstoðar yfirmann skrifstofu Flóttamannastofnunar SÞ fyrir Palestínuflóttamenn. ■ Palestína: 1 gæsluliði Barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF. ■ Sri Lanka: 1 gæsluliði Framkvæmdastjóri friðargæsluverkefnis sem er lokið, gengur frá lausum endum. ➜ ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR STARFA NÚ Í NÍU LÖNDUM Það dugir ekki eitt og sér að koma á friði, forsenda þess að friður verði varanlegur er að uppbygging eigi sér stað. LÍBANON Sprengjuleit og -eyðing í Líbanon er gríðarlega stórt verkefni. Hér athugar Jónas K. Þor- valdsson sprengju ásamt sænskum kollega. MYND/ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.