Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 45
ATVINNA
SUNNUDAGUR 10. febrúar 2008 2517
Leikskólasvið
Laus er staða leikskólastjóra í leikskólanum
Klömbrum við Háteigsveg
Leikskólinn Klambrar er lærdómssamfélag þar sem börn
og fullorðnir læra saman í gegnum leik og starf m.a. eftir
hugmyndafræði John Dewey og Caroline Pratt. Klambrar er
fjögurra deilda og þar dvelja 86 börn. Leikskólinn tekur þátt
í Bugðu sem er samstarf fjögurra leikskóla sem hafa sett
sér sameiginleg markmið um uppeldisstarf og starfsmanna-
stefnu.
Leikskólastarfi ð í Klömbrum byggir á trausti, starfsgleði og
gagnrýninni og skapandi hugsun. Sjá nánar um leikskólann á
slóðinni www.klambrar.is
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að leikskólar móti hver sína
sérstöðu og hafi faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði.
Meginhlutverk leikskólastjóra er að:
• Vera leiðtogi leikskólans og veita faglega forystu á sviði
uppeldis og menntunar í leikskólastarfi .
• Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri
leikskólans.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun er áskilin
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og/eða
menntunarfræða er æskileg
• Stjórnunarhæfi leikar og reynsla af stjórnun
• Þekking á rekstri og tölvukunnátta
• Góð skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður í starfi
• Lipurð í mannlegum samskiptum
Upplýsingar veita Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri
leikskólaskrifstofu, hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is og
Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri
ingunn.gisladottir@reykjavik.is í síma 411-7000.
Umsóknum fylgi yfi rlit yfi r nám og störf. Umsóknir skulu
berast Leikskólasviði Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101
Reykjavík eða starfsumsoknir.leikskolar@leikskolar.is.
Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2008.
Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
Félags leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um laus störf á Leikskólasviði er að fi nna
á www.leikskolar.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag
sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar,
4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Leikskólastjóri á Klömbrum
365 er öflugasta fjölmiðlafyrirtækið á íslenskum markaði.