Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 104
32 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- Marín Rós Karlsdóttir, annar fyrirliða kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta, fékk slæmar fréttir í vikunni þegar ljóst var að hún væri með slitið krossband í hné. Þetta er í annað skipti sem Marín Rós slítur kross- band, en nú sleit hún í hinu hnénu. „Það var fyrst haldið að þetta væri tognað liðband og ég var bara í meðferð við því. Það lagaðist ekkert og því var ákveðið að senda mig í myndatöku. Ég fékk út úr henni á miðvikudaginn og þá kom þetta í ljós. Sjúkraþjálfararnir trúðu þessu ekki því þetta var ekkert laust,” segir Marín, sem sleit krossbönd fyrst í nóvember 2004. „Þegar þetta gerðist í leiknum þá datt mér fyrst í huga að krossbandið væri farið. Ég var farin að æfa aftur og var bara komin inn á það að þetta væri bara tognað liðband sem væri bara lengi að jafna sig. Ég bjóst ekki við þessu.” Marín Rós hefur leikið mjög með Keflavík í vetur, var komin inn í A-landsliðið á nýjan leik og var þegar búin að lyfta Poweradebikarnum sem annar fyrirliða Keflavíkurliðsins. „Ég var komin í landsliðið og komin á ágætis skrið aftur. Ég gerði lítið á síðasta tímabili og það var því enn meira svekkjandi að lenda í þessu núna þegar ég var komin á fullt aftur. Það er ljóst að heppnin fylgir okkur alls ekki í vetur,” segir Marín en hún er önnur landsliðskona liðsins sem slítur krossbönd því Bryndís Guðmundsdóttir lenti einnig í því í upphafi vetrar. „Ég ætla mér að vinna mig út úr þessu,” segir Marín ákveðin og bætir við „Ég er að hjóla, lyfta og synda og ætla að undirbúa mig sem best fyrir aðgerðina. Að aðgerð lokinni ætla ég mér bara að ná Bryndísi,” segir Marín í léttum tón, en hún er bjartsýn og jákvæð þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Ég ætla ekkert að leggjast í eitthvert þunglyndi,” segir Marín sem er einn reyndasti leikmaður Keflavíkurliðsins og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum. „Ég hef fulla trú að við förum alla leið. Við ætlum okkur að vinna síðustu tvo titlana,” segir Marín að lokum. MARÍN RÓS KARLSDÓTTIR Í KEFLAVÍK: SLEIT KROSSBAND Í HNÉ Í ANNAÐ SINN Á FERLINUM Ætlar sér að ná Bryndísi í endurhæfingunni Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 128.900 kr. Verð á mann í tvíbýliFormúla 1 Barcelona 25.–28. apríl Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli í 3 nætur, miði á kappaksturinn, rútuferðir alla dagana og íslensk fararstjórn. 102.900 kr. Verð á mann í tvíbýliFormúla 1 Silverstone 4.–7. júlí Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Holiday Inn Regents Park í 3 nætur með morgunmat, miði á kappaksturinn, rútuferðir alla dagana og íslensk fararstjórn. 78.900 kr. Verð á mann í tvíbýliSpænski boltinn: Barcelona Valencia 2.–5. maí Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 3* hóteli í 3 nætur og miði á leikinn. Enska úrvalsdeildin: Aston Villa-Newcastle 4-1 0-1 Michael Owen (4.), 1-1 Wilfred Bouma (48.), 2-1 John Carew (51.), 3-1 John Carew (72.), 4-1 John Carew (90.). Bolton-Portsmouth 0-1 0-1 Lassana Diarra (81.). Sunderland-Wigan 2-0 1-0 Dickson Etuhu (42.), 2-0 Daryl Murphy (75.). West Ham-Birmingham 1-1 1-0 Fredrik Ljungberg (7.), 1-1 James McFadden (15.), 1-1 James McFadden (16.) Derby-Tottenham 0-3 0-1 Robbie Keane (68.), 0-2 Younes Kaboul (81.), 0-3 Dimitar Berbatov (93.). Everton-Reading 1-0 1-0 Phil Jagielka (62.). Middlesbrough-Fulham 1-0 1-0 Jeremie Aliadière (11.). STAÐA EFSTU LIÐA Arsenal 25 18 6 1 52-18 60 Man. United 25 18 4 3 49-12 58 Chelsea 25 16 6 3 38-17 54 Everton 26 14 5 7 41-23 47 Aston Villa 26 12 8 6 48-34 44 Liverpool 24 11 10 3 40-17 43 Portsmouth 26 11 8 7 36-26 41 Man. City 25 11 8 6 32-28 41 Blackburn 25 10 9 6 32-31 39 West Ham 25 10 7 8 30-23 37 Tottenham 26 8 8 10 48-41 32 Middlesbr. 26 7 8 11 23-38 29 ÚRSLITIN Í GÆR > 80 prósent á laugardegi til mánudags Vísir tók það saman í gær að 80 prósent leikjanna í drögum að niðurröðun fyrir Lands- bankadeild karla eru um helgar og á mánu- dögum. Flestir leikir fara fram á sunnudög- um, 54 talsins eða rúm 40 pró- sent, en 107 af 132 leikjum fara fram á laugardegi til mánudags. Margir leikmenn mótmæltu þeirri fyrirætlan að vera með fasta leikdaga á sunnudögum og mánudögum í sumar en sögðu jafnframt að þeir vildu frekar að leikirnir færu flestir fram á miðviku- dögum og fimmtudögum. Aðeins 20 leikir fara fram á þeim dögum eða um fimmtán prósent. FÓTBOLTI Tveir stórleikir verða á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag, Manchester-liðin mætast á Old Trafford og Chelsea tekur á móti Liverpool á Stamford Bridge þar sem þeir bláu hafa ekki tapað leik í 48 mánuði, utan ósigurs í vítaspyrnukeppni. Þess verður minnst í Manchest- er-slagnum í ensku úrvalsdeild- inni í dag að fimmtíu ár eru liðin frá München-slysinu, en einnar mínútu þögn verður fyrir leikinn og bæði lið munu spila í sérstök- um búningum sem eru byggðir á búningunum sem liðin spiluðu í árið 1958. Báðir stjórar liðanna hafa áhyggjur af því að stuðnings- menn City-liðsins reyni að spilla minningarstundinni og hafa skor- að á þá að gera þetta að eftir- minnilegri stund. Manchester City vann fyrri leik liðanna 1-0 á sínum heima- velli en hefur aldrei unnið á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni og vann síðast á heimavelli erki- fjendanna 27. apríl 1974. City- liðið hefur heldur ekki unnið báða leikina gegn United síðan tíma- bilið 1969-1970. Chelsea er nú sex stigum á eftir Arsenal og auk þess að nálg- ast toppinn enn frekar getur liðið nánast endanlega gert út um titil- vonir Liverpool-manna í leiknum í dag. Jafnteflið gegn Portsmouth um síðustu helgi batt enda á níu leikja sigurgöngu Chelsea-liðs- ins, en Liverpool vann aftur á móti sinn fyrsta sigur í sex deildar leikjum þegar liðið vann Sunderland 3-0 um síðustu helgi. Liverpool á ekki aðeins á hættu að missa algjörlega af titlabarátt- unni heldur hafa nágrannarnir í Everton gert sig líklega til þess að taka Meistaradeildarsætið. - óój Tveir stórleikir fara fram á Old Trafford og Stamford Bridge í Englandi í dag: Minningarstund í derby-slag BÚNINGUR DAGSINS Leikmenn United spila í gamaldags búningi í dag. NORDICPHOTOS7GETTY FÓTBOLTI Portsmouth vann Bolton í Íslendingaslagnum og hélt áfram góðu gengi á útivelli og Everton og Aston Villa unnu góða sigra og ætla ekki að gefa neitt eftir í bar- áttunni um Meistaradeildarsæti. Sjö leikir fóru fram í ensku úrvals- deildinni í gær. Hermann Hreiðarsson hafði betur í Íslendingaslagnum gegn Grétari Rafni Steinssyni og félög- um í Bolton en það er ekki hægt að segja að sigurinn hafi verið sann- gjarn því Bolton-liðið var í stór- sókn stóran hluta leiksins. Portsmouth vann þökk sé umdeildu sigurmarki Lassana Diarra níu mínútum fyrir leikslok, en fyrir það hafði Hermann Hreið- arsson bjargað í tvígang á mark- línu. Grétar Rafn lék vel með Bolt- on og komst nálægt því að skora, en David James varði frá honum eftir eitt af frábærum hlaupum hans upp hægri vænginn. Bæði Hermann og Grétar Rafn áttu góðan leik með sínum liðum. „Þetta var augljóslega rang- stæða en jafnframt mjög erfitt fyrir línuvörðinn að sjá af hverj- um boltinn fór. Þrátt fyrir þessi vonbrigði er ég ekki einn af þeim sem væla yfir dómglæslu. Þeir gerðu mistök og þannig er það bara,“ sagði Gary Megson, stjóri Bolton, eftir leik og bætti við: „Það er hægt að útskýra þetta tap í tveimur orðum: David James,“ en James átti stórleik og kom í veg fyrir að Bolton væri komið nokkr- um mörkum yfir áður en Ports mouth skoraði. „Hvernig komumst við burtu með 1-0 sigur?“ spurði Harry Red- knapp, stjóri Portsmouth, í gríni. „Það var eins og við værum að spila gegn gamla Bolton-liðinu og þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði Redknapp. Fyrsta mark Phil Jagielka fyrir Everton tryggði liðinu 1-0 sigur á Íslendingalausu Reading-liði, þar sem Brynjar Björn Gunnarsson er meiddur og Ívar Ingimarsson var í leikbanni. Sigurinn þýðir að Everton er komið með þriggja stiga forskot í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meist- aradeildina. „Þetta var ekki fallegt, reyndar alveg skelfilega ljótt. Reading er að berjast fyrir sæti sínu í deild- inni og gerði þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði David Moyes, stjóri Everton. Það leit út fyrir að bið Kevin Keegan eftir fyrsta sigrinum væri á enda þegar Michael Owen kom Newcastle yfir á 4. mínútu, en Wil- fred Bouma jafnaði rétt eftir hlé og norski landsliðsmaðurinn John Carew skoraði síðan þrennu í seinni hálfleik og sá til þess að Aston Villa vann 4-1 sigur og komst upp fyrir Liverpool í 5. sæti deildarinnar. Owen skoraði í sínum öðrum leik í röð en Keegan er nú án sig- urs í fyrstu fimm leikjum sínum sem stjóri Newcastle. „Ég vissi að það biðu erfiðir leikir þegar ég tók við en við höfum verið að mæta liðum í efri hlutanum á útivelli. Við erum nógu gott lið til þess að vera úrvals- deildarlið en þurfum að ná þess- um 40 stigum samt sem áður,” sagði Keegan eftir leik. James McFadden fiskaði víti og skoraði úr því jöfnunarmark Birmingham gegn West Ham í sínum fyrsta leik með liðinu síðan skoski landsliðsmaðurinn kom frá Everton. Bæði mörkin komu í upp- hafi leiks, McFadden jafnaði á 16. mínútu eftir að Freddie Ljungberg hafði komið West Ham yfir á 7. mínútu. ooj@frettabladid.is Hermann hafði betur gegn Grétari Hermann Hreiðarsson bjargaði í tvígang á marklínu í 1-0 sigri Portsmouth á heimavelli Bolton í gær. David James varði líka nokkrum sinnum frábærlega, þar á meðal frá Grétari Rafni Steinssyni. HETJULEG BJÖRGUN Hermann Hreiðarsson bjargaði á marklínu og sá til þess að Portsmouth ynni enn einn útisigurinn á tímabil- inu. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.