Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 86
10 matur EINFÖLD OG ÞÆGILEG Bitarnir eru marineraði í mismunandi legi áður en þeim er brugðið í ofn. Spjótin taka sig sannarlega vel út. „Það þarf ekki að gera allt á síðustu stundu,“ segir Ísak í Veislunni og mælir með að spjótin séu útbúin degi fyrir veisluna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISLUSPJÓT Ávaxtakarfan APPELSÍNA er ávöxtur sítrustrés- ins Citrus sinensis. Appelsínur eiga uppruna sinn að rekja til Suðaustur-Asíu og eru mjög auðugar af C-vítamíni. Þær eru sætar á bragðið, þó misjafnt eftir tegundum en innihalda þó aðeins um 50 hitaeiningar í hundrað grömm- um. Til eru fjölmörg afbrigði appelsína. Sumar eru steinlausar, aðrar með þykkan börk. Appelsínur má borða á margvíslegan hátt, einar og sér, matreiddar eða með öðrum mat. Til dæmis þykja þær henta vel til mótvægis við saltan og reyktan mat. BANANI er ávöxtur banana- plöntunnar. Helstu ræktunarsvæði þeirra eru nálægt miðbaug jarðar. Banana- plantan blómstrar og hvert blóm verður að banana. Þau vaxa í röðum og inniheldur hver röð um 15 til 30 banana en á hverjum stilk plöntunnar eru 7 til 10 raðir. Bananar eru tíndir grænir og óþroskaðir en gulna eftir því sem þeir þroskast meira. Bananar eru sætir og góðir og innihalda 90 til 100 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum. VÍNBER eru ávöxtur vínviðarins sem er ættkvísl klifurjurta af vínviðarætt. Berin vaxa venjulega í klösum sem innihalda sex til 300 ber, og geta verið svört, blá, gyllt, græn, fjólublá og hvít. Þau eru étin hrá eða pressuð í safa, sultuð eða látin gerjast til að búa til vín. Vínber eru frábær sem nasl á milli mála. Þau eru lítil og sæt enda sykurauðug og innihalda um 80 hitaeiningar í 100 grömmum. Hugmyndaflugið RÆÐUR FÖR Matur á spjótum er vinsæll í veislum enda bæði skemmtilegt og auðvelt að gæða sér á slíku góðgæti. Þá má einnig útbúa spjótin með nokkrum fyrirvara. SJÁVARRÉTTAPJÓT Léttsteikið túnfisk, skerið í hæfilega bita og marinerið í soja, ferskum hvítlauk, ólífuolíu og saxaðri steinselju. Risa hörpuskel er léttsteikt á pönnu, skorin í tvo bita ef þurfa þykir, krydduð með grófum pipar, limesafa og rifnum limeberki í ólívuolíu, salti og saxaðri steinselju. Tiger-rækja er soðin og marineruð í ólífuolíu, söxuðu dilli og smá hvítvíni og salti. Humar er steiktur í ofni, kryddaður með hvítlauks- smjöri, smá hvítlauk og steinselju. Kengúrukjöt, dádýr, lamb eða nautakjöt steikt létt í ofni, kælt og skorið í sneiðar, marinerað m/teriyaki-sósu og rúllað upp. LAMBASPJÓT Lambalund er velt upp úr teriaky-sósu í klukkutíma, sett upp á spjót og steikt í ofni í níu mínútur á 190 C. Kjúklingaspjót: Kjúklingalundir marineraðar í olíu og tandoori- kryddi í klukkutíma, þræddar á spjót og steiktar í ofni í níu mínútur við 190 C. SÓSUR Sýrður rjómi, rifinn limebörkur og sítrónupipar. Matur á spjótum setur svip á veisluborðið. Hann er líka einfalt að búa til og þægilegt að framreiða því hægt er að fullelda hann dag-inn fyrir neyslu og svo bregða honum í ofn rétt áður en hann er borinn fram. Þetta veit Ísak Runólfsson í Veislunni á Seltjarnarnesi sem ásamt sínu fólki hefur margra ára reynslu í matreiðslu veislurétta. „Mér reynist vel að leggja matinn í marineringu í minnst klukkutíma og steikja kjötið deginum áður í níu mínútur á 190 gráðum. Þá duga fimm mínútur á 180 gráðum áður en það fer inn á borðið. Það þarf ekki að gera allt á síð- ustu stundu.“ „Aðalmálið er að vera með mismunandi bragð,“ segir Ísak um sjávar- réttaspjótin. Kveðst vera með minnst tvær fisktegundir og leggja þær í ólíkar marineringar. „Annars látum við bara hugmyndaflugið ráða,“ segir hann léttur og gefur eftirfarandi leiðbeiningar. - gun S Matarspjót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.