Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 90
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R
S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R
14 matur
Ég á alltaf smjördeig í frysti. Og í seinni tíð, eftir að ófrosið, útflatt smjördeig fór að fást, á ég það oft í ísskápnum
líka. Það er nefnilega ótrúlega oft hægt að
bjarga málunum með smjördeigi þegar
mikið liggur við og galdra fram alls konar
kræsingar á svipstundu – bæði sætar og
ósætar en hér ætla ég reyndar að halda mig
við þær ósætu.
Smjördeig er afskaplega auðvelt í með-
förum og þótt það sé hægt að klúðra öllu í
eldhúsinu ef einbeittur brotavilji er fyrir
hendi þá er ekki sérlega mikil hætta á að
smjördeigið klúðrist. Síst af öllu ef maður
kaupir það útflatt og þá þarf ekki einu sinni
að bíða eftir að það þiðni. En frosnar deig-
plötur eru reyndar ekki nema svona 20
mínútur að þiðna á eldhúsbekknum ef
dreift er úr þeim og svo þarf bara að leggja
deigplötunar þannig að þær skarist svolít-
ið, þrýsta brúnunum saman með fingur-
gómunum og fletja deigið út í um 2 mm
þykkt.
Ef það er eitthvað sem klúðrast hjá mér,
þá er það helst að deigið lyftir sér of mikið
og aflagast – fyllingin á dvergpítsunni, sem
á að sitja voðalega pent á sínum stað, veltur
kannski út á bökunarplötuna af því að deig-
ið blæs út í miðjunni. En það má sjá við
þessu með því að rista hring í deigið í kring-
um fyllinguna til að fá kant – þá getur kant-
urinn hækkað eins og hann lystir án þess að
hann dragi miðjuna upp með sér.
Þegar smábökur eru gerðar er gott að
byrja á að baka deigskelina blint, eins og
það er kallað. Þá er deigið sett í formið,
bökunarpappír lagður yfir og svo er eitt-
hvert farg sett á pappírinn, venjulega
þurrkaðar baunir, hrísgrjón eða annað slíkt.
(Hér er tilvalið að nota t.d. sojabaunirnar
sem maður keypti í hitteðfyrra þegar til
stóð að gera heilsuátak – það má svo geyma
þær í krukku og nota aftur og aftur.) Fargið
er svo fjarlægt eftir nokkrar mínútur, fyll-
ingin sett í og bakan bökuð. Þetta kemur í
veg fyrir að botninn á bökunni verði blaut-
ur og hálfhrár.
Í uppskriftunum hér á eftir – sem eru
aðallega til að gefa hugmyndir að fljótleg-
um smáréttum, svo er hægt að breyta þeim
á alla vegu – er alltaf miðað við 1 pakka af
útflöttu deigi eða 1 pakka af frosnum deig-
plötum sem búið er að þíða, tylla saman og
fletja út. Ofnhiti er í öllum tilvikum 210°C
(án blásturs) og allt er bakað í miðjum ofni.
Smjördeig er yfirleitt penslað áður en það
er bakað svo það fái á sig gljáa og lit og mér
finnst það verða fallegra ef notuð er rauða
eingöngu, ekki heilt egg.
FLJÓTLEGUSTU SKINKUHORNIN
100 g skinka
¼ piparostur (eða annar áþekkur
ostur)
2 vorlaukar (grænu
blöðin)
100 g hreinn
rjómaostur, mjúkur
Skerðu út nokkuð
stóra hringi (á stærð
við stóran kökudisk) úr
deiginu og skerðu hvern
hring í 6 geira. Skerðu
skinkuna, piparostinn og
vorlaukana í litla bita og hrærðu saman
við rjómaostinn. Settu kúfaða teskeið af
fyllingu á hvern geira og vefðu hornin upp
frá rúnnuðu hliðinni. Snúðu aðeins upp á
endana til að loka þeim og sveigðu þá.
Penslaðu hornin með eggjarauðu og bakaðu
þau í miðjum ofni í um 10 mínútur.
SPERGILRÚLLUR
16-24 sperglar (ferskir dvergsperglar eða
niðursoðnir stönglar)
nokkrar sneiðar góð skinka
svolítið dijon-sinnep
nýrifinn parmesanostur
Forsjóddu sperglana í 2-3 mínútur í saltvatni
ef þeir eru ferskir. Skerðu deigið í aflanga
búta, nokkru styttri en spergilstönglarnir eru,
og skerðu skinkusneiðarnar í 3 cm breiðar
ræmu. Smyrðu miðjuna á hverjum deigbút
með örlitlu sinnepi, leggðu skinkuræmu ofan
á og síðan spergilstöngul, vefðu deiginu
utan um, penslaðu samskeytin með eggja-
rauðu og láttu þau snúa niður. Penslaðu svo
vefjurnar, stráðu svolitlum parmesanosti yfir
og bakaðu í miðjum ofni í 8-10 mínútur.
TÓMATMEDALÍUR
rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
kirsuberjatómatar
Stingdu litla hringi, um 5 cm í þvermál, út
úr deiginu og settu ½ tsk. af osti á miðjuna
á hverri. Skerðu tómatana í tvennt og
leggðu hálfan tómat á hvern hring.
Penslaðu deigið í kringum tómatana með
eggjarauðu – það er líka gott að rista
grunnan skurð með hnífsoddi í kringum þá
til að deigið lyfti sér síður í miðjunni.
Bakaðu medalíurnar í miðjum ofni í 6-8
mínútur.
SPÆNSKAR DVERGPÍTSUR
paprikumauk eða rautt pestó
chorizo- eða pepperónípylsa
1 jalapeno-ostur
Stingdu út hringi, sex
til átta cm í þvermál. Ef þú átt annað
útstungumót, aðeins minna, er gott að
stinga innri hring (en þó ekki alveg í gegnum
deigið) til að fá kant á deigið. Smyrðu um
hálfri teskeið af paprikumauki eða pestói á
miðjuna, leggðu pylsusneið ofan á og síðan
svolitla sneið af osti. Penslaðu kantinn með
eggjarauðu og bakaðu pítsurnar í miðjum
ofni í um 8 mínútur.
SKINKU- OG BASILÍKUSNÚÐAR
100 g rjómaostur, mjúkur
125 g góð hráskinka
1 knippi basilíka
Skerðu deigið í um 12 cm breiðar lengjur –
lengdin skiptir ekki máli. Smyrðu rjómaostin-
um á lengjurnar en skildu eftir ósmurða rönd
við aðra langhlið þeirra. Leggðu skinku-
sneiðarnar á ostinn og stráðu basilíkublöð-
um yfir. Penslaðu ósmurðu röndina með
eggjarauðu og rúllaðu svo deiginu upp frá
smurðu hliðinni. Penslaðu rúllurnar, skerðu
þær í um 1 cm þykkar sneiðar og raðaðu
þeim á plötu. Bakaðu snúðana í 8-10
mínútur í miðjum ofni.
GRÆNMETIS-SMÁ-
BÖKUR
1 rauð paprika
2-3 vorlaukar
lófafylli af basilíku
3 egg
100 g rjómaostur
nýmalaður pipar
salt
2-3 msk nýrifinn parmesa-
nostur
Stingdu út hringi úr deiginu, svolítið
stærri en bökumótin, og leggðu þá
yfir. Klipptu út hringi úr bökunarpappír,
leggðu þá ofan á og helltu t.d. baunum eða
hrísgrjónum á pappírinn til að nota sem farg.
Bakaðu deigskeljarnar með farginu í 6
mínútur. Saxaðu á meðan papriku, vorlauk og
basilíku, hrærðu eggjum og rjómaosti saman
við og kryddaðu með pipar og salti. Taktu
bökuskeljarnar út, fjarlægðu fargið og
penslaðu brúnirnar með eggjarauðu. Helltu
fyllingunni jafnt í skeljarnar og stráðu
parmesanosti yfir. Bakaðu bökurnar í miðjum
ofni í um 10 mínútur, eða þar til fyllingin hefur
stífnað.
Leynivopnið sem bjargar boðinu
Grænmetissmábökur.
Spænsk dvergpitsa.
Spergilrúllur.