Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 90
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R 14 matur Ég á alltaf smjördeig í frysti. Og í seinni tíð, eftir að ófrosið, útflatt smjördeig fór að fást, á ég það oft í ísskápnum líka. Það er nefnilega ótrúlega oft hægt að bjarga málunum með smjördeigi þegar mikið liggur við og galdra fram alls konar kræsingar á svipstundu – bæði sætar og ósætar en hér ætla ég reyndar að halda mig við þær ósætu. Smjördeig er afskaplega auðvelt í með- förum og þótt það sé hægt að klúðra öllu í eldhúsinu ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi þá er ekki sérlega mikil hætta á að smjördeigið klúðrist. Síst af öllu ef maður kaupir það útflatt og þá þarf ekki einu sinni að bíða eftir að það þiðni. En frosnar deig- plötur eru reyndar ekki nema svona 20 mínútur að þiðna á eldhúsbekknum ef dreift er úr þeim og svo þarf bara að leggja deigplötunar þannig að þær skarist svolít- ið, þrýsta brúnunum saman með fingur- gómunum og fletja deigið út í um 2 mm þykkt. Ef það er eitthvað sem klúðrast hjá mér, þá er það helst að deigið lyftir sér of mikið og aflagast – fyllingin á dvergpítsunni, sem á að sitja voðalega pent á sínum stað, veltur kannski út á bökunarplötuna af því að deig- ið blæs út í miðjunni. En það má sjá við þessu með því að rista hring í deigið í kring- um fyllinguna til að fá kant – þá getur kant- urinn hækkað eins og hann lystir án þess að hann dragi miðjuna upp með sér. Þegar smábökur eru gerðar er gott að byrja á að baka deigskelina blint, eins og það er kallað. Þá er deigið sett í formið, bökunarpappír lagður yfir og svo er eitt- hvert farg sett á pappírinn, venjulega þurrkaðar baunir, hrísgrjón eða annað slíkt. (Hér er tilvalið að nota t.d. sojabaunirnar sem maður keypti í hitteðfyrra þegar til stóð að gera heilsuátak – það má svo geyma þær í krukku og nota aftur og aftur.) Fargið er svo fjarlægt eftir nokkrar mínútur, fyll- ingin sett í og bakan bökuð. Þetta kemur í veg fyrir að botninn á bökunni verði blaut- ur og hálfhrár. Í uppskriftunum hér á eftir – sem eru aðallega til að gefa hugmyndir að fljótleg- um smáréttum, svo er hægt að breyta þeim á alla vegu – er alltaf miðað við 1 pakka af útflöttu deigi eða 1 pakka af frosnum deig- plötum sem búið er að þíða, tylla saman og fletja út. Ofnhiti er í öllum tilvikum 210°C (án blásturs) og allt er bakað í miðjum ofni. Smjördeig er yfirleitt penslað áður en það er bakað svo það fái á sig gljáa og lit og mér finnst það verða fallegra ef notuð er rauða eingöngu, ekki heilt egg. FLJÓTLEGUSTU SKINKUHORNIN 100 g skinka ¼ piparostur (eða annar áþekkur ostur) 2 vorlaukar (grænu blöðin) 100 g hreinn rjómaostur, mjúkur Skerðu út nokkuð stóra hringi (á stærð við stóran kökudisk) úr deiginu og skerðu hvern hring í 6 geira. Skerðu skinkuna, piparostinn og vorlaukana í litla bita og hrærðu saman við rjómaostinn. Settu kúfaða teskeið af fyllingu á hvern geira og vefðu hornin upp frá rúnnuðu hliðinni. Snúðu aðeins upp á endana til að loka þeim og sveigðu þá. Penslaðu hornin með eggjarauðu og bakaðu þau í miðjum ofni í um 10 mínútur. SPERGILRÚLLUR 16-24 sperglar (ferskir dvergsperglar eða niðursoðnir stönglar) nokkrar sneiðar góð skinka svolítið dijon-sinnep nýrifinn parmesanostur Forsjóddu sperglana í 2-3 mínútur í saltvatni ef þeir eru ferskir. Skerðu deigið í aflanga búta, nokkru styttri en spergilstönglarnir eru, og skerðu skinkusneiðarnar í 3 cm breiðar ræmu. Smyrðu miðjuna á hverjum deigbút með örlitlu sinnepi, leggðu skinkuræmu ofan á og síðan spergilstöngul, vefðu deiginu utan um, penslaðu samskeytin með eggja- rauðu og láttu þau snúa niður. Penslaðu svo vefjurnar, stráðu svolitlum parmesanosti yfir og bakaðu í miðjum ofni í 8-10 mínútur. TÓMATMEDALÍUR rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum kirsuberjatómatar Stingdu litla hringi, um 5 cm í þvermál, út úr deiginu og settu ½ tsk. af osti á miðjuna á hverri. Skerðu tómatana í tvennt og leggðu hálfan tómat á hvern hring. Penslaðu deigið í kringum tómatana með eggjarauðu – það er líka gott að rista grunnan skurð með hnífsoddi í kringum þá til að deigið lyfti sér síður í miðjunni. Bakaðu medalíurnar í miðjum ofni í 6-8 mínútur. SPÆNSKAR DVERGPÍTSUR paprikumauk eða rautt pestó chorizo- eða pepperónípylsa 1 jalapeno-ostur Stingdu út hringi, sex til átta cm í þvermál. Ef þú átt annað útstungumót, aðeins minna, er gott að stinga innri hring (en þó ekki alveg í gegnum deigið) til að fá kant á deigið. Smyrðu um hálfri teskeið af paprikumauki eða pestói á miðjuna, leggðu pylsusneið ofan á og síðan svolitla sneið af osti. Penslaðu kantinn með eggjarauðu og bakaðu pítsurnar í miðjum ofni í um 8 mínútur. SKINKU- OG BASILÍKUSNÚÐAR 100 g rjómaostur, mjúkur 125 g góð hráskinka 1 knippi basilíka Skerðu deigið í um 12 cm breiðar lengjur – lengdin skiptir ekki máli. Smyrðu rjómaostin- um á lengjurnar en skildu eftir ósmurða rönd við aðra langhlið þeirra. Leggðu skinku- sneiðarnar á ostinn og stráðu basilíkublöð- um yfir. Penslaðu ósmurðu röndina með eggjarauðu og rúllaðu svo deiginu upp frá smurðu hliðinni. Penslaðu rúllurnar, skerðu þær í um 1 cm þykkar sneiðar og raðaðu þeim á plötu. Bakaðu snúðana í 8-10 mínútur í miðjum ofni. GRÆNMETIS-SMÁ- BÖKUR 1 rauð paprika 2-3 vorlaukar lófafylli af basilíku 3 egg 100 g rjómaostur nýmalaður pipar salt 2-3 msk nýrifinn parmesa- nostur Stingdu út hringi úr deiginu, svolítið stærri en bökumótin, og leggðu þá yfir. Klipptu út hringi úr bökunarpappír, leggðu þá ofan á og helltu t.d. baunum eða hrísgrjónum á pappírinn til að nota sem farg. Bakaðu deigskeljarnar með farginu í 6 mínútur. Saxaðu á meðan papriku, vorlauk og basilíku, hrærðu eggjum og rjómaosti saman við og kryddaðu með pipar og salti. Taktu bökuskeljarnar út, fjarlægðu fargið og penslaðu brúnirnar með eggjarauðu. Helltu fyllingunni jafnt í skeljarnar og stráðu parmesanosti yfir. Bakaðu bökurnar í miðjum ofni í um 10 mínútur, eða þar til fyllingin hefur stífnað. Leynivopnið sem bjargar boðinu Grænmetissmábökur. Spænsk dvergpitsa. Spergilrúllur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.