Fréttablaðið - 10.02.2008, Síða 2
2 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR
LambalæriVerð áður 1.498.-
899 kr.kg
Spennandi helgarsteik
STJÓRNMÁL „Þegar stjórnmálaleið-
togar og Seðlabankinn eru búnir
að segja að evran verði ekki tekin
upp nema með aðild að Evrópu-
sambandinu (ESB) mun þessi
mikla efnahagslega nauðsyn, að fá
nýjan gjaldmiðil, valda því að
umræða um aðild að ESB mun
bara færast í vöxt,“ segir Árni Páll
Árnason alþingismaður, sem í gær
flutti erindi á ráðstefnu norskra
Evrópusambandsaðildarsinna.
Á þriðja hundr-
að manns sóttu
ráðstefnuna en í
erindi sínu reyndi
Árni Páll að meta
hvað myndi
skipta Íslendinga
mestu máli næstu
30 til 40 árin. „Að
telja okkur vera
að verja ein-
hverja fiskveiði-
sérstöðu sem
allar líkur eru á að við getum hvort
sem er varið innan Evrópusam-
bandsins, eða hafa áhrifavald um
alla þessa stóru þætti,“ segir Árni
Páll og nefnir þar vinnumarkaðs-,
umhverfis- og orkumál. „Alla
þessa þætti sem hafa grundvallar-
áhrif á afkomu heimila og fyri-
tækja.“
Árni segir Íslendinga hafa á síð-
ustu árum flutt inn fjölþjóðasam-
félag. „Við erum kannski ekki
alveg búin að átta okkur á því en
það er komið til að vera og við
þurfum að takast á við það verk-
efni með skynsamlegum hætti.“
„Á sínum tíma höfðum við toll-
fríðindin til að reikna út ávinning
okkar að EES.“ Árni Páll segir
stöðu íslensku krónunnar valda
því að spurningin um aðild sé
miklu mikilvægari fyrir Íslend-
inga en Norðmenn. Þá telur hann
vandamálið það knýjandi að fljót-
lega muni það fara að valda mis-
skipitingu „ef við förum ekki að
grípa í taumana“.
Í ræðu sinni sagði hann vægi
íslensku krónunnar í viðskiptum
hafa minnkað hratt. Skuldir heim-
ilanna í erlendum gjaldmiðli hefðu
aukist á síðasta ári og næmu nú
um 16 prósentum lána heimilanna.
Nærri 70 prósent lána til íslenskra
fyrirtækja væru nú í erlendum
gjaldmiðli og það hlutfall ykist
stöðugt. Sífellt fleiri fyrirtæki
gerðu nú upp í erlendum gjald-
miðli og sæktust eðlilega eftir að
draga úr gjaldmiðilsáhættu sinni
með því að bjóða launagreiðslur
að hluta í evrum.
Þessi þróun ýtti undir nýja teg-
und misskiptingar í íslensku sam-
félagi. Færi svo fram sem horfði
væri þess skammt að bíða að í
reynd yrðu tvær stéttir í landinu.
Annars vegar forréttindastéttin
sem ætti þess kost að fá laun
greidd í evrum og gæti þá tekið lán
án áhættu á miklu lægri vöxtum í
evrum. Hins vegar yrði óbreyttur
almenningur sem þyrfti að búa við
ofurvexti hins örsmáa íslenska
hagkerfis, sífellt óstöðugri krónu
og bera áfram byrðarnar af
fákeppnisfyrirkomulagi á öllum
helstu mörkuðum. olav@frettabladid.is
Skammt í nýja teg-
und misskiptingar
Árni Páll Árnason alþingismaður segir þess skammt að bíða að tvær stéttir
verði til á Íslandi. Annars vegar forréttindastétt sem eigi kost á að fá greidd
laun í evrum og hins vegar óbreyttur almenningur sem búi við ofurvexti.
MIKLAR BREYTINGAR Á UNDANFÖRNUM ÁRUM Staða íslensku krónunnar veldur því
að spurningin um aðild að Evrópusambandinu er meira aðkallandi en áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
BANDARÍKIN Öldungadeildarþingmaðurinn John
McCain þykir líklegastur til að verða frambjóðandi
Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkj-
unum eftir að Mitt Romney dró sig úr framboðs-
keppninni í liðinni viku. Demókratar þurfa því að
meta hvort þeirra Barack Obama eða Hillary Clinton
væri líklegra til að sigra McCain.
Samkvæmt fréttavef CNN sýna nýlegar kannanir
að demókratar hefðu betur í komandi forsetakosning-
um ef þeir veldu Barack Obama sem frambjóðanda
sinn. Kannanirnar voru gerðar á vegum CNN annars
vegar og tímaritsins Time hinsvegar. Þær sýna báðar
að nánast enginn munur er á fylgi við McCain annars
vegar og Clinton hins vegar. Þegar borið var saman
fylgi McCain og Obama kom aftur á móti í ljós að
Obama naut sjö til átta prósenta forskots.
Obama kemur betur út en Clinton hjá flestum
kjósendum. Hann hefur smávægilegt forskot á hana á
meðal repúblikana og óákveðinna kjósenda, en
vinsældir hans koma skýrast í ljós á meðal karl-
manna. Í þeim hópi kjósenda fékk Obama 57 prósent
atkvæða á móti 39 prósentum atkvæða sem gengu til
Clinton. - vþ
Kannanir sýna fylgi frambjóðenda:
Obama myndi sigra McCain
BARACK OBAMA Kannanir sýna að hann hefur forskot á John
McCain, frambjóðanda repúblikana.
Gunnar, verður þú andlit
World Class í Kópavogi?
„Nei, ég er að æfa annars staðar.“
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, vígði nýja líkamsræktarstöð World
Class í turninum við Smáratorg í gær.
FASTEIGNASALA Þótt þinglýstum kaupsamningum hafi
fækkað um 40 prósent frá desember til janúar
síðastliðins og veltan á fasteignamarkaði hafi
minnkað um 42 prósent á sama tíma er ólíklegt að
fasteignaverð lækki fljótlega.
Þetta er mat Viðars Böðvarssonar, eiganda
fasteignasölunnar Foldar og Ásmundar Skeggja-
sonar, sölustjóra fasteignasölunnar Höfða.
„Hreyfingar á fasteignamarkaði eru alltaf mjög
hægar og nú þegar minna er til af fjármagni þá
hægir á umsvifunum en það þarf til langvarandi
samdrátt svo að það komi niður á verðinu,“ segir
Viðar Böðvarsson, eigandi fasteignasölunnar Foldar.
Hann segir enn fremur að ekki sé verulega mikið
framboð á fasteignum og það hamli því enn frekar
að fasteignaverð lækki.
„Þetta er óvenju rólegt núna en það er ekkert
óeðlilegt, það eru kjarasamningar í gangi og
ákveðinn óróleiki í fjármálaumhverfinu en ég á nú
von á því að þetta jafni sig allt fljótlega. Jafnvel á
næstu vikum og fikri sig þá aftur í eðlilegra horf,“
segir hann.
Ásmundur segir að áður hafi stærstu eignirnar
lækkað fyrst þegar harðnaði á dalnum. „En það eru
engin merki um það nú, alls ekki, við höfum selt vel
af stórum eignum. Það er engu líkara en það sé
ákveðin stéttaskipting kominn upp í þjóðfélaginu
þar sem þeir efnuðustu láta lítið á sig fá þó aðeins
herði að.“ - jse
Fasteignasalar finna fyrir samdrætti en kvarta ekki:
Telja ólíklegt að verð lækki
VIÐAR BÖÐVARSSON Eigandi
fasteignasölunnar Foldar á
ekki von á því að fasteigna-
verð lækki, að minnsta
kosti í bili. Til þess þyrfti
langvarandi samdrátt og svo
er framboð ekki það mikið
að það knýi á verðlækkun.
Númeraplötum stolið
Sjö þjófnaðir voru tilkynntir til lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu í gær,
þar á meðal eitt innbrot í bifreið. Þá
var númeraplötum stolið af tveimur
bifreiðum, líkast til í því skyni að setja
þær á aðrar bifreiðar til að villa um
fyrir lögreglu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJARASAMNINGAR Samtök atvinnu-
lífsins kynntu Starfsgreinasam-
bandinu og Flóabandalaginu
víðtækar tillögur á fundi í
Karphúsinu í gær. Þar eru útlínur
nýs samnings kynntar og gert ráð
fyrir að laun hækki um fjögur
prósent til þeirra sem hafa farið á
mis við launaskrið síðustu ára.
Samningurinn er hugsaður til
þriggja ára og er gert ráð fyrir að
lágmarkslaun verði 165 þúsund
krónur að þeim tíma loknum.
Landssambönd innan ASÍ, þar á
meðal iðnaðarmanna og verslun-
armanna, hafa ákveðið að semja á
sömu nótum og Starfsgreinasam-
bandið og Flóabandalagið. - shá
Kjaraviðræður:
Víðtækar tillög-
ur kynntar
NOREGUR Njósnarar erlendra
þjóða hafa aldrei verið fleiri í
Noregi en einmitt nú samkvæmt
fréttavef norska dagblaðsins
Aftenposten. Til að mynda eru
rússneskir njósnarar í landinu nú
jafn margir og á árum kalda
stríðsins.
Norska leyniþjónustan vill
meina að áhugi annarra þjóða á
Noregi sé mikill um þessar
mundir vegna landfræðilegrar
stöðu landsins, en Noregur leikur
stórt hlutverk í kapphlaupinu um
nýtingu á auðlindum Norðurpóls-
ins. Einnig þykir tæknileg
kunnátta Norðmanna á sviði
olíborunar eftirsóknarverð. - vþ
Leyniþjónustur í Noregi:
Aldrei verið
fleiri njósnarar
AUSTURRÍKI Eldur braust út á
elliheimili í austurríska bænum
Egg á föstudag, samkvæmt
fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Af 23 íbúum heimilisins létust
ellefu og sex meiddust, en aðeins
sex sluppu ómeiddir. Fólkið sem
bjó á heimilinu var margt
veikburða og því náðu svo fáir að
forða sér í tæka tíð.
Orsök eldsins er ókunn, en vitað
er að hann átti upptök sín í
herbergi á efstu hæð hússins. Um
250 slökkviliðsmenn þurfti til þess
að ráða niðurlögum eldsins, en á
tímabili var óttast að byggingin
gæti hrunið vegna hitans. - vþ
Eldur á elliheimili í Austurríki:
Ellefu létust
í eldsvoða
DANMÖRK Útlit er fyrir að danski
arnarstofninn sé í sögulegu
hámarki. Samkvæmt danska
dagblaðinu Politiken standa
danskir vísindamenn um þessar
mundir í talningu á dýrunum. Á
síðasta ári töldust í allt 124 ernir í
landinu og er vonast til þess að
þeim hafi fjölgað á milli ára, enda
hefur árferðið verið með eindæm-
um gott.
Reyndar getur svo farið að
hlýindin sem ríkt hafa í Danmörku
undanfarið verði vísindamönnun-
um fjötur um fót við talninguna
þar sem að auðveldara er að koma
auga á erni í snjó. - vþ
Dýralíf í blóma:
Örnum fjölgar
í Danmörku
HAFÖRN Haförnum hefur fjölgað mikið í
Danmörku undanfarin ár.
SAMGÖNGUR Farþegar sem fóru
um Keflavíkurflugvöll í janúar
voru ellefu prósentum fleiri en á
sama tíma í fyrra. Samtals fóru
tæplega 117 þúsund um flugvöll-
inn í janúar, sem jafngildir
tæplega 3.800 manns á dag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðamálastofu var mest fjölgun
hjá farþegum á leið til landsins,
eða 17 prósent miðað við janúar í
fyrra. Á sama tíma fjölgaði
farþegum á leið frá landinu um
níu prósent. - sþs
Ellefu prósenta aukning:
Fleiri farþegar í
millilandaflugi
SPURNING DAGSINS