Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 8

Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 8
8 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR FATASKÁPADAGAR HJÁ AXIS helgina 6.-9. mars Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi. Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Stuttur afgreiðslutími. Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Opið: fimmtudag 9:00-18:00 föstudag 9:00-18:00 laugardag 10:00-16:00 sunnudag 13:00-16:00 Íslensk hönnun og framleiðsla SIMPLY CLEVER HEKLA · Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss Ríkulegur staðalbúnaður Octavia ESP stöðugleikakerfi ESP Spólvörn Aksturstölva Tengi fyrir iPod Sex hátalarar Hanskahólf með kælibúnaði Sex loftpúðar Hraðastillir (cruise control) Þokuljós í framstuðara Hiti í speglum og sætum Loftkæling Hæðarstillanleg sæti ALVÖRU KRAFTUR ENGIN EYÐSLA Verð kr. 2.630.000 Skoda Octavia 1,9 TDI® Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið GAZA, AP Ástandið á Gaza-strönd hefur ekki verið verra síðan Ísra- elar hertóku svæðið árið 1967. Átta bresk mannréttindasam- tök sendu í gær frá sér sameigin- lega skýrslu þar sem um 80 pró- sent íbúa Gaza-strandar þurfi nú á matvælaaðstoð að halda og atvinnuleysi er nærri 40 prósent. Þar segir einnig að sjúkrahús missi allt rafmagn í allt að tólf stundir á degi hverjum og að vatnsveitu- og skolplagnakerfi eru að hruni komin. Undanfarið hálft ár hefur iðn- aður á Gazaströnd nánast allur lagst af og landbúnaður hefur beðið gríðarlegt tjón vegna þess að Ísraelar eyðileggja reglulega gróðurhús og akra. Árið 2004 störfuðu 24 þúsund íbúar Gaza- strandar innan landamæra Ísra- els, en sú tala er komin niður í ekki neitt. Skýrslan er birt í beinu fram- haldi af harðvítugum árásum Ísraelshers á þéttbýl svæði Gaza, sem hafa kostað meira en 120 manns lífið undanfarna viku, þar á meðal tugi barna og annarra saklausra borgara. Fjölmörg ríki hafa fordæmt þessar árásir harðlega og hvatt Ísraela til að hætta þessum aðgerðum. Ísraelar segja árásirnar á Gaza nauðsynleg viðbrögð gegn flug- skeytaárásum frá herskáum Pal- estínumönnum á Gaza-strönd inn á ísraelsk íbúðarsvæði, sem skot- ið hafa íbúum þar skelk í bringu, eyðilagt hús og orðið samtals þrettán manns að bana undanfar- in fjögur ár. „Ísrael hefur rétt til og ber skylda til að vernda borgara sína, en sem hernámsveldi á Gaza ber Ísrael einnig lagaleg skylda til þess að tryggja að íbúar þar hafi aðgang að mat, hreinu vatni, raf- magni og læknishjálp,“ segir Kate Allen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Bret- landi, sem eru ein samtakanna sem stóðu að skýrslunni. „Að refsa öllum íbúum Gaza með því að neita þeim um grund- vallar mannréttindi er algerlega óverjanlegt. Ástandið nú er til orðið af mannavöldum og það verður að snúa þróuninni við.“ Ísraelsk stjórnvöld vísa þó frá sér allri ábyrgð og kenna Hamas alfarið um ástandið. Utanríkis- ráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist virða starfsemi mannréttinda- samtaka, en þau ættu að beina gagnrýni sinni annað. gudsteinn@frettabladid.is Neyðin á Gaza aldrei meiri Mannréttindasamtök draga upp dökka mynd af ástandinu á Gaza-strönd. Áttatíu prósent íbúa eru háð matvælaaðstoð. Ísraelar vísa ábyrgðinni á Hamas. © GRAPHIC NEWS Kerem Shalom Sufa Rafah Kissufim Karni Erez Gaza-strönd 1 2 6 7 8 3 4 5 VERSLUN „Það er mjög spennandi að setja laukana niður að hausti og fylgjast með túlípönunum koma upp að vori án þess að þetta kosti mikla fyrirhöfn,“ segir Bjarni Ásgeirsson garðyrkjumeistari en túlípanasýning hefur verið opnuð í Blómavali í Skútuvogi í samstarfi við garðyrkjubændur. Þar gefur að líta hátt í hundrað mismunandi gerðir túlípana. Sýningin mun standa yfir helgina og verður opin á sama tíma og Blómaval. Gestum sýningarinnar gefst tækifæri til að velja fallegasta túlípanaafbrigðið. Dregið verður úr hópi þeirra sem taka þátt í val- inu og fá hinir heppnu vegleg verðlaun frá Blómavali að launum. Þá litlu fyrirhöfn sem ræktun túlípana krefst segir Ásgeir henta Íslendingum afar vel og líklega ástæðu fyrir vaxandi áhuga á þessum indælu sumarboðum. - sgs Hundrað tegundir túlipana: Litskrúðug túlipanasýning BJARNI OG TÚLÍPANARNIR Litla fyrirhöfn þarf að hausti til að fá upp glæsilega blómabreiðu að vori. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.