Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 28

Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 28
[ ]Vínber verða að rúsínum þegar þau eru þurrkuð. Ávaxta sykurinn í vínberj-unum kristallast við þurrkunina svo rúsínurnar fá matta og mjölkennda áferð. Asian er verslun á Suðurlands- braut 32 sem býður upp á nokkurs konar matarferðalag um Asíu. Rekkarnir eru merktir hinum ýmsu þjóð löndum svo auðvelt er að rata. Auk þess eru leiðsögumenn á staðnum. „Við erum með vörur frá Kína, Japan, Taílandi, Filippseyjum, Srí Lanka, Víetnam, Singapúr og stór- an rekka frá Indlandi. Alls um 6.000 vörutegundir og fæstar þeirra fást annars staðar á land- inu. Flytjum allt inn sjálf og reyn- um að hafa sanngjarnt verð á vörum,“ segir Kristinn Vagnsson, einn af forsvarsmönnum verslunar- innar Asian. Hann bendir á að hægt sé að fara beint í kínverska rekkann ef matreiða eigi kín- verskt eða japanska rekkann ef til standi að bera fram sushi. „Hér er hægt að kaupa allt í sushi á einum stað,“ segir hann. Kristinn telur greinilega þörf fyrir svona sérverslun, bæði vegna þeirra Asíubúa sem flutt hafa til landsins og einnig Íslend- inga sem æ meir tileinki sér matar- gerð annarra þjóða. „Við opnuðum 1. nóvember og í byrjun versluðu hér aðallega innflytjendur. Nú er meirihluti viðskiptavina Íslend- ingar. Við fáum ýmiss konar græn- meti og ávexti frá Asíu með flugi í hverri viku sem er notað í austur- lenska matreiðslu. Seljum líka svínakjöt, kjúkling og um það bil 50 fisktegundir.“ En er ekki flókið að finna út hvað hentar með hverju? „Við reynum að hafa þetta eins skilmerkilegt og hægt er og veitum ráðgjöf enda með bæði íslenskan og taílenskan mat- reiðslumann í vinnu.“ Kristinn segir í bígerð að halda námskeið í asískri matreiðslu sem tólf komast á í einu. Fólk velur hvort það vill læra að elda kín- verskt, japanskt, indverskt eða taílenskt. Við erum með mat- reiðslumeistara frá hverju landi fyrir sig. Auk leiðbeininga og upp- skrifta fær fólk fróðleik um ýmis hráefni sem það er að nota, eins og kókosmjólk og chilipipar. Við erum að stíla á að fólk geti komið hingað, verslað og svo eldað fljót- legan og einfaldan mat á korteri þegar það kemur heim. Hér fær það fullt af sósum, kryddi og hug- myndum.“ gun@frettabladid.is Sósur, krydd og hugmyndir Kristinn telur Asian þá verslun á Íslandi sem auðugust sé af kryddi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ferskur grænn pipar er freistandi í sósurnar. Endurfundir í miðborginni! Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala, í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma 250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði. Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk- um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í borðhald og yfir 500 manns í standandi boði. Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum. Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa hana: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi? Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu í hjarta borgarinnar. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Uppáhaldsdagblað þjóðarinnar – takk fyrir okkur 77% velja Fréttablaðið sem miðil að sínu skapi 71% velur Morgunblaðið, 51% velur 24 stundir Allt sem þú þarft – alla daga Fréttablaðið er langmest lesna dagblað landsins, það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Þar má finna skýrar og greinargóðar fréttir og kjarnyrta þjóðfélagsumræðu. Fjölbreytt og spennandi sérblöð fylgja á hverjum degi, um menningu, viðskipti, íþróttir og dægurmál. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið.24 st un di r M or gu nb la ði ð Fr ét ta bl að ið Samkvæmt Gæðakönnun Capacent 12.–29. október. 2007, allir 18–49 ára.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.