Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 36
Alda B. Guðjónsdóttir er einn af eftirsóttustu stílistum landsins. Getur þú lýst þínum fatastíl? „Erfitt að segja það, held að aðrir séu betri í að segja til um það. Kannski er hann til- viljanakenndur.“ Hvað hefur þú í huga þegar þú kaup- ir þér föt? „Að ég muni nota þau oftar en einu sinni og að ég fíli mig í þeim.“ Hvað þurfa föt að hafa til að þú heillist af þeim? „Smáat- riði og notagildi, þau þurfa samt ekki að lifa að eilífu.“ Finnst þér gaman að klæða þig upp? „Já, það kemur þó aðallega fyrir þegar ég fer eitthvað út. Ég nenni oftast ekki að dressa mig sérlega fyrir vinnuna.“ Uppáhaldshönnuður? „John Galliano, ekki spurn- ing, maðurinn er snillingur. Fast á hæla honum kemur Al- exander McQueen. Ég á samt ekki flík frá þeim, flest fötin mín eru frá Bernhard Will- helm og Marjan Pejoski. Mest not- aða flíkin? „Galla- buxur. Á einar Levi‘s- buxur sem ég hef notað „nons- top“ í fimm ár.“ Kaupir þú mikið af fötum? „Allt of mikið, eins gott að ég á ekki mann.“ Mestu tískumistök- in? „Þau voru nú mörg þegar maður var ungur. Ég mætti til dæmis í skólann klædd eins og Boy George þegar ég var 12 ára og svo nokkr- um sinn- um í Duran Duran- dressum. Þetta var alger klikk- un en amma var saumakona og reddaði málunum.“ Hver eru mestu tískumistök sem fólk gerir? „Mestu mistök fólks eru að elta tískuna en ekki velja eftir sínum eigin smekk. Maður verð- ur að vera samkvæmur sjálfum sér í vali á fatnaði og auðvitað öllu sem maður kemur nálægt.“ Í hvað myndir þú aldrei fara? „Guð minn góður, það er svo margt.“ Uppáhaldslitur? „Svartur, blár og fjólublár.“ Hvern- ig föt gera þig glaða? „Engin sér- stök föt, þetta er meira svona þegar ég fer í búð og kaupi eitt- hvað til að bæta skapið.“ martamaria@365.is Mætti eins og Boy George í skólann fatastíllinn Alda B. Guðjónsdóttir stílisti Ef þig vantar fallega borð- stofustóla og ert alveg lens þá skaltu kíkja í Saltfélag- ið á hönnun Verner Panton. Stólarnir koma í allmörg- um litum, bæði mattir og glansandi og eru ótrúlega þægilegir. Ekki skemm- ir útlitið fyrir því þeir eru undurfagrir og smart. Stól- arnir eru líka til í barna- stærð og því geta allir fjöl- skyldumeðlimir notið sín í þessari klassahönnun. Farðu svo í Góða hirðinn og finndu þér gamalt borð- stofuborð og lakkaðu það í fallegum lit. Þarf að biðja um eitthvað meira? PANTON REDDAR MÁLUNUM Hönnun Verners Panton er klassísk. 1 2 3 4 5 1 Þessi skyrta er keypt í London og er í miklu uppáhaldi. 2 Mest notuðu buxurnar í fataskápnum hennar Öldu. Þær notar hún nær daglega. Hún keypti þær í Bask. 3 Hettupeysuna notar hún nánast daglega. 4 Skvísukjóllinn sem fær oft að fara með á bari. Hann er úr Urban Outfitters. 5 Þessar buxur notar Alda þegar hún fer á bar. 6 Gætu verið buxur á vélmenni en Alda fílar þær vel en hún fékk þær í Seven í New York. 7 Hermannajakkinn er búinn að fylgja henni lengi. 7 6 ENDURKOMA BARBAPABBA Mikil Barbapabbadella hefur gripið um sig hjá þjóðinni. Ef einhver heldur að Barbapabbi sé bara fyrir smákrakka þá er það alger misskilningur. Þeir sem vilja meiri kærleika og hlýju inn í líf sitt ættu að huga að því að fjárfesta í Barbapabba-lömpum eða öðru Barbapabbadóti, lesa bækurnar um hann fyrir börnin og tileinka sér hans lífsmottó. Þá fyrst yrði gott að vera til. 6 • FÖSTUDAGUR 7. MARS 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.