Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 44

Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 44
 7. MARS 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● útivera Það er eitthvað heillandi við snjóhvítan og kyrrlátan vetrar- dag. Birtan, brakið í snjónum undan dúðuðum fótum og breytingin frá hinu venjulega kallar á kyrrð í mannssálinni. Fólk hefur þörf fyrir að anda að sér köldu, fersku loftinu og sitja síðan inni í notalegri hlýj- unni með hugsunum sínum, jafn- vel með kaffibolla í hendi, og horfa öðru hvoru út um glugg- ann á drifhvíta fegurðina. Um- hverfið klæðist nýjum búningi og breytingar á umhverfi kalla oft á breytingar í hugsun og leit inn á við. Þeir vegfarendur sem urðu á vegi ljósmyndara Fréttablaðsins voru margir í þungum þönkum en aðrir nutu augnabliksins og vetrar- fegurðarinnar í borginni, hver á sinn hátt. - hs Reykjavík í vetrarbúningi Betra er að vara sig á hálkunni.Á ferð og flugi. Þrátt fyrir kyrrðina heldur lífið áfram og fólk sinnir sínum erindum víðs vegar um bæinn. Lesið í góðum félagsskap. Sumir láta ekki kuldann á sig fá og njóta þess að anda að sér tæru vetrarloftinu. Kjörið er að njóta samvista á fallegum vetrardegi undir vanilluhimni, deila minning- um með yngri kynslóðinni og búa um leið til nýjar. Hæ hó! Börnin gleðjast ávallt er snjóa tekur og finna upp á ýmsum leikjum sér til skemmtunar. Gott er að glugga í góða bók og hlýja sér með heitum drykk þegar kalt er í veðri. ÍS LE N SK A S IA .I S U TI 4 12 62 0 2. 20 08 Komið á frábæra opn Höfum opnað nýja og stórglæsilega verslun í Holtagörðum. Fjöldi opnunartilboða, vörukynningar frá Adidas, Nike og Asics. Kristall Plús að drekka og blöðrur fyrir börnin. Opið: Fim. 11-21 Fös. 11-18 Lau. 10-18 Sun. 13-18 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.