Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2008, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 07.03.2008, Qupperneq 48
 7. MARS 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● útivera Íslendingar eru í auknum mæli farnir að stunda fjallgöngur og aðra skipulagða útivist. Það hefur þó loðað við að varla sé hægt að fara af stað fyrr en börnin eru flogin úr hreiðrinu, búið er að koma sér í toppform og verða sér úti um nýjasta og besta búnaðinn. Jón Gauti Jónsson, fjallaleiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, er mik- ill talsmaður þess að fólk fari af stað óháð formi og segir ekkert því til fyrirstöðu að taka börnin með. „Það er frekar lítil ferðahefð hér innan- lands. Fólk telur sig þurfa að vera í topp- formi til að geta gengið á fjöll en ef við berum okkur saman við Skandinavíu og aðrar Evr- ópuþjóðir er miklu lengri hefð fyrir skipu- lögðum göngum í fylgd leiðsögumanna þar. Í slíkum ferðum þarf fólk ekki að kunna skil á öllum aðstæðum og því þarf fyrsta skrefið ekki að vera eins óyfirstíganlegt,“ segir Jón Gauti. Hann segir þó mikið hafa breyst hin síð- ari ár en þó má segja að þeir Íslendingar sem fara í ferðir með leiðsögumönnum séu í meirihluta fólk sem er í góðu formi og með toppgræjur á meðan ferðamenn sem koma að utan líta ekki eins stórt á þetta. „Sá hópur sem kemur sterkur inn núna er fólk sem er búið að koma börnunum upp og hefur lausan tíma. Fólk hefur oft há- leit markmið og ætlar sér beint á Hvanna- dalshnúk. Við sem störfum við þetta tökum börnin gjarnan með okkur í ferðir og vild- um bjóða íslenskum barnafjölskyldum upp á slíkt hið sama,“ segir Jón Gauti en Íslensk- ir fjallaleiðsögumenn hafa boðið erlendum ferðamönnum upp á sérsniðnar barnaferðir. Það þarf þó að skipuleggja ferðir með börnum öðruvísi. Þetta þurfa að vera trúss- ferðir, en í slíkum ferðum þarf ekki að bera farangur á milli áfangastaða heldur keyr- ir bíll með hann á milli. „Það skiptir máli að geta boðið upp á slíkar ferðir þegar verið er að kveikja áhuga fjölskyldufólks því með þeim hætti verður ferðalagið viðráðan- legra.“ Jón Gauti hefur gengið víða með sínum börnum. Hann segir lítið mál að ganga með börn upp að tveggja ára aldri í burðarpok- um. „Síðan kemur smá tímabil þar sem þau eru of þung til að bera þau en samt of lítil til að ganga langt. Þá getur verið sniðugt að nota sleða en þó er meiri hefð fyrir sleðum eða svokölluðum pulkum í Svíþjóð og Nor- egi svo dæmi sé tekið.“ Upp úr fjögurra ára segir Jón Gauti að börn geti vel farið í lengri gönguferðir og gekk fjölskylda hans Laugaveginn þegar yngri börnin hans voru fjögurra og sex ára. „Ég hef gengið víða með mínum börnum en sú ferð stendur upp úr. Sá minnsti afrekaði það að ganga 55 kílómetra á fjórum dögum. Við þurftum að sjálfsögðu að búa til hvatn- ingu og setja lítil markmið á leiðinni. Skyld- um við til dæmis komast að næstu stiku? Við brugðum oft á leik og stoppuðum mun oftar til að nærast og hvílast. Þetta var þó dásamlegur tími og mikilvæg fjölskyldu- samvera,“ lýsir Jón Gauti. Hann hefur gengið Laugaveginn nokkr- um sinnum en segir þetta óumdeilanlega allra bestu ferðina. „Við gáfum okkur tíma til að gera annað en að strunsa,“ segir hann og nefnir að yfir vetrartímann sé tilvalið að fara með börn á gönguskíði. „Við bjóð- um líka upp á daglegar jöklagöngur og geta börn niður í átta ára tekið þátt í þeim. Ef þau eru á þokkalegum skóm er lítið mál að setja á þá brodda. Þau fá svo ísaxir í hend- urnar og eru leidd um undur og stórmerki skriðjökuls. Það er mikil upplifun og kveik- ir svo sannarlega áhuga. - ve Foreldrar og börn saman á fjöll Sonur Jóns Gauta, Kolbeinn Tumi, á gönguskíðum í Bláfjöllum. Jón Gauti Jónsson, fjallaleiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, hefur farið með börnin sín í gönguferðir vítt og breitt um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON www.icefi n.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.