Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 53

Fréttablaðið - 07.03.2008, Page 53
Heilbrigð sál í hraustum líkama www.skolar.is Heilsustefnan Okkar skólar eru heilsuskólar og vinna eftir Heilsustefnunni. Kjörorð okkar er „Heilbrigð sál í hraustum líkama”. Markmið heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Við vinnum með umhverfismennt sem er auðvelt að tengja heilsustefnunni. Heilsuleikskólar í rekstri hjá Skólum - Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem var boðinn út árið 2000 og tók til starfa 5. febrúar 2001. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára með fjórar leikstofur og þar geta dvalið 105 börn samtímis. Krókur er 684,7m2 að stærð og er byggingin einnig í einkaframkvæmd og á Nýsir bygginguna. Í dag er leikskólinn Krókur Heilsuleikskóli og eru starfsmenn leikskólans búnir að marka sér þá stefnu sem leikskólinn fylgir. Heimasíða skólans er á www.skolar.is/krokur - Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi sem var boðinn út árið 2006 og tók til starfa 1. júní 2006. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára með sex leikstofur og þar geta dvalið 124 börn samtímis. Kór er 842m2 að stærð og er byggingin eign Kópavogsbæjar. Stefnt er að því að leikskólinn Kór verði heilsuleikskóli og eru starfsmenn leikskólans að vinna að því markmiði í dag. Heimasíða skólans er á www.skolar.is/kor Skólar hafa undanfarin ár verið að vinna með fagaðilum að hönnun og þróun skólabyggingar. Byggingin er hönnuð út frá þörfum barna, starfsmanna, foreldra og annarra hagsmunaaðila með það að leiðarljósi að unnið sé eftir Heilsustefnunni í skólanum. Búið er að fullklára hönnun á leikskóla en framtíðarsýn okkar í skólarekstri er að hanna leik- og grunnskóla í sömu byggingu með sjónarmið notanda byggingarinnar að leiðarljósi. Skólar ehf. var stofnað árið 2000 af feðgunum Pétri Guðmundssyni og Guðmundi Péturssyni. Kjarnastarfssemi fyrirtækisins er skólarekstur og frá því að fyrirtækið var stofnað höfum við verið að byggja undir stoðir fyrirtækisins til að geta farið í framrás í skólarekstri. Í dag eru stoðirnar traustar og er unnið í litlum og öruggum skrefum í átt að þessari framrás. Skólar ehf. hafa ráðið Unni Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra skólasviðs og mun hún koma til með að leiða þessa framrás hjá fyrirtækinu. Unnur er hugmyndasmiður og stofnandi Heilsustefnunnar og er hún mikill fengur fyrir fyrirtækið. Hjá Skólum er mikið að gerast í dag og fyrir utan þá tvo leikskóla sem við erum þegar með í rekstri, þá erum við langt komnir í samningsviðræðum við Hafnarfjarðarbæ um rekstur á fyrsta heilsuleikskólanum þar. Stefna Skóla er að auka veg Heilsustefnunnar og fjölga Heilsuskólum á Íslandi. „heilbrigð sál í hraustum líkama” Ef að þú hefur áhuga á að fræðast meira um okkur og vinna með okkur að þessari uppbyggingu, þá endilega kíktu við á heimasíðu okkar og hafðu samband. www.skolar.is S k ó l a r e h f . – N e t f a n g s k o l a r @ s k o l a r . i s – H e i m a s í ð a w w w. s k o l a r . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.