Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 65

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 65
FÖSTUDAGUR 7. mars 2008 29 Umsjón: nánar á visir.is Bandaríski öldungurinn Warren Buffett er ríkasti maður heims, samkvæmt nýj- asta lista bandaríska viðskiptatímarits- ins Forbes yfir auðugustu einstaklinga í heimi. Bill Gates, stjórnarformaður og annar stofnenda bandaríska tölvurisans Microsoft, sem hefur verið í toppsætinu í heil þrettán ár, fellur í þriðja sæti. Í öðru sæti situr mexíkóski auðjöfurinn Carlos Slim Helu. Eignir Buffetts, sem stýrir fjárfest- ingarfélaginu Berkshire Hathaway, nema 62 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 4.114 milljarða íslenskra króna. Þetta er tíu milljörðum dala meira en fyrir ári. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnar formaður Straums og Actavis, er í 307. sæti á lista bandaríska við- skiptatímaritsins Forbes yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Tímaritið metur eignir hans á 3,5 milljarða dala, jafn- virði 232 milljarða króna, sem er óbreytt staða á milli ára. Í fyrra sat hann í 249. sæti listans. Faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, er í 1.014. sæti á sama lista og lækkar hann um 211 sæti. Eignir hans eru metnar á 1,1 milljarð dala, sem er 100 milljónum minna en í fyrra. Feðgarnir eru einu Íslendingarnir á listanum. - jab AUÐUGIR FEÐGAR Björgólfur Guðmundsson og sonur hans og nafni eru á lista yfir ríkustu menn heims. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Einu Íslendingarnir á lista Forbes TOPP TÍU LISTINN* Nafn Búsetuland Auður í ma.kr. Warren Buffett Bandaríkin 4.125 Carlos Slim Helu Mexíkó 3.992 Bill Gates Bandaríkin 3.859 Lakshmi Mittal Bretland 2.994 Mukesh Ambani Indland 2.861 Anil Ambani Indland 2.794 Ingvar Kamprad Svíþjóð 2.062 KP Singh Indland 1.996 Oleg Deripaska Rússland 1.863 Karl Albrecht Þýskaland 1.796 * Heimild: Forbes Bankastjórnir seðlabanka í Bret- landi og á evrusvæðinu ákváðu í gær að halda stýrivöxtum óbreytt- um. Ákvörðunin er í takt við vænt- ingar. Stýrivextir í Bretlandi voru lækkaðir um 25 punkta í síðasta mán- uði og standa nú í 5,25 pró- sentum. Þeir standa hins vegar í fjórum prósentum á evrusvæðinu og hefur Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri þráfaldlega sagt að ekki verði hreyft við vöxtunum fyrr en verð- bólga gefi eftir. Sérfræðingar benda á að há gengisskráning evru, sem stendur í hæstu hæðum, geti bitnað á fyrir- tækjum í útflutningi, ekki síst ef hrakspár um efnahagssamdrátt gangi eftir. - jab Óbreyttir vextir JEAN-CLAUDE TRICHET Lánshæfishorfum Íbúðalánasjóðs var breytt í neikvæðar úr stöðug- um hjá alþjóðlega matsfyrirtæk- inu Moody‘s um leið og það sama var gert varðandi lánshæfi ríkis- ins á miðvikudag. Matsfyrirtækið sendi frá sér sérstaka tilkynningu þar að lút- andi, þar sem um leið var áréttað að horfur í lánshæfi íslensku bank- anna væru áfram stöðugar, þrátt fyrir breytinguna sem að ríkinu sneri. Á markaði hafa engin sérstök viðbrögð verið við nýju mati Moody‘s. Þannig varð til að mynda ekki breyting á skuldatryggingar- álagi bankanna eftir síðustu breyt- ingar. Samkvæmt heimildum blaðsins þykir Moody‘s í fjármála- heiminum hafa sett niður með hringlandahætti í lánshæfismati síðasta árið og hefur álit fyrirtækis- ins af þeim sökum ekki sömu vigt og áður. - óká Sýn Moody‘s á bankana óbreytt Verðmiðinn á hráolíu fór upp í tæpa 106 dali á tunnu í gær og hefur svartagullið aldrei verið dýrara. Samtök olíu- útflutnings- ríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í gær að auka ekki olíufram- leiðslu land- anna. Abdallah Salem el- Badri, mál- svari samtakanna, segir framboð og eftirspurn í jafnvægi. Þó muni samtökin boða til neyðarfundar gerist þess þörf. Á sama tíma drógust olíubirgðir saman á milli vikna í Bandaríkjun- um og gengi Bandaríkjadals fór í lægstu lægðir gagnvart evru en það keyrir alla jafna olíuverðið upp. - jab Olíudropinn aldrei dýrari TALSMAÐUR OPEC KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 273 4.808 +0,85% Velta: 3.687milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,00 +0,00% ... Bakkavör 40,00 -1,24% ... Eimskipafélagið 29,10 +0,00% ... Exista 11,84 -0,92% ... FL Group 9,03 -1,42% ... Glitnir 16,80 -1,18% ... Icelandair 24,90 +0,00% ... Kaupþing 726,00 -1,23% ... Landsbankinn 26,60 +0,38% ... Marel 88,00 -0,57% ... SPRON 5,21 -1,51% ... Straumur- Burðarás 11,00 -1,52% ... Teymi 4,99 -0,99% ... Össur 90,60 -0,44% MESTA HÆKKUN FØROYA BANK +3,65% ATL. PETROLEUM +0,67% ALFESCA +0,45% MESTA LÆKKUN ICELANDIC GROUP -2,87% ATLANTIC AIRWAYS -2,49% STRAUMUR-B.ÁS 1,52%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.