Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 79

Fréttablaðið - 07.03.2008, Síða 79
FÖSTUDAGUR 7. mars 2008 43 „Þetta er æðisleg kynning fyrir þá því þarna eru um hundrað milljón „hit“ á síðuna á dag,“ segir Kári Sturluson, umboðs- maður Sigur Rósar, sem mun hertaka forsíðu heimasíðunnar Youtube í dag. Notendur geta horft á heimild- armynd sveitarinnar Heima í heild sinni í einn sólarhring og verður það í fyrsta sinn sem tónlistarmynd í fullri lengd verður í boði á síðunni. Einnig verður hægt að horfa á brot úr myndinni. Þeir sem skoða síðuna geta sömuleiðis horft á tíu bestu myndböndin sem voru send inn í samkeppni sem Sigur Rós og Youtube efndu til í tilefni af útkomu Heima, auk þess sem fólk getur skoðað myndband sem meðlimir Sigur Rósar tóku upp sérstaklega fyrir Youtube. „Þetta sýnir líka hvað þeir eru búnir að festa sig rosalega í sessi, sérstaklega í kjölfar myndarinnar sem fólk úti um allan heim gjörsamlega dýrkar,“ segir Kári og bætir við í léttum dúr: „Í kjölfarið á þessu Youtube- ævintýri ættu ferðaþjónustuaðil- ar á Íslandi að auka aðeins við símavaktina hjá sér. Ég bendi þeim síðan á bankareikning Sigur Rósar.“ Myndin Heima hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um heim allan við miklar vinsældir og hafa meðlimir Sigur Rósar verið duglegir við að fylgja henni eftir. Því ferli er lokið og við taka sýningar á myndinni í sjónvarpi víðs vegar um heiminn, enda kepptust erlendar sjónvarps- stöðvar um að fá hana til sýning- ar. Að sögn Kára kemur þessi Youtube-viðburður á frábærum tíma fyrir bandið, bæði vegna sjónvarpssýninganna og væntan- legrar plötu. Að auki mun viðburðurinn auka enn frekar áhuga á tónleikaferð sveitarinnar um heiminn sem hún fer í síðar á árinu til að fylgja plötunni eftir. - fb Sigur Rós hertekur Youtube SIGUR RÓS Jónsi og félagar í Sigur Rós verða allsráðandi á heimasíðunni Youtube í dag. kynnir Landssöfnun fyrir Styrktar- sjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum Söfnunarreikningur: Bankanr. 0101-15-630052 kt. 551090-2489 Hringdu núna og hafðu fiðrildaáhrif! 904- 1000 styrkir um 1000 kr. styrkir um 5000 kr. styrkir um 3000 kr. Söfnunar- símar: 904- 3000 904- 5000 FiðrildaáhrifHAFÐU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.