Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 81

Fréttablaðið - 07.03.2008, Side 81
FÖSTUDAGUR 7. mars 2008 Faðir einhverfrar stúlku er á leið út frá spítala hennar þegar lyftan bilar. Þegar þau komast út eru þau, ásamt öðru fólki, í tómu húsinu. Hljómsveitina Lordi þarf vart að kynna eftir sigur hennar í Eur- ovision 2006 en nú hafa skrímsla- búningaklæddir meðlimir hennar leikið í sinni fyrstu kvikmynd, Dark Floors. Myndin er eftir leik- stjóra tónlistarmyndbanda þeirra og frá heimalandi sveitarinnar Finnlandi, en töluð á ensku og með íslenska framleiðendur. Það væri ekki orðum ofaukið að segja myndina vera verstu hroll- vekju liðinna mánuða, þótt sam- keppnin þar sé hörð. Það er hreint ótrúlegt hvað slík leiðindi geta fundið sér leið á tjaldið. Ekki nóg með að söguþráður sé varla til staðar og hvað þá áhugaverðar persónur, er ekki snefil af alvöru spennu eða hrylling að finna í henni. Ekki bæta hinir lítt þekktu leikarar úr skák, þótt einn kannist maður við úr Aliens, og þreytandi er sú sem leikur einhverfu stúlk- una. Að ekki sé minnst á bjánaleg- heitin að sjá Lordi-skrímslin sem óvætti sem taka á alvarlega. Dark Floors má kannski eiga það að hún lítur ágætlega út, en hún er ger- sneydd öllu öðru sem prýðir góða hrollvekju. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Hryllilega léleg KVIKMYNDIR Dark Floors: The Lordi Motion Picture Leikstjóri: Pete Riski. Aðalhlut- verk: Hr. Lordi o.fl. ★ Vondur söguþráður, óáhugaverðar persónur, engin spenna eða alvöru hryllingur. Hryllilega léleg mynd. Sjö íslenskir flytjendur; múm, Skakkamanage, Kira Kira, Parachut- es, Kria Brekkan, Kippi Kanínus og Unnur Andrea Einarsdóttir leika á tvennum Iceland Airwaves-tónleik- um á tónleikastaðnum Ancienne Belgique í Brussel í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir eru liður í lista- hátíðinni Iceland on the Edge, stærstu menningar- og kynningarhá- tíð Íslands á erlendri grundu á þessu ári. Þetta eru þriðju tónleikarnir sem Iceland Airwaves stendur að á hátíð- inni. Hinir fyrstu voru haldnir 15. febrúar í menningarmiðstöðinni Bozar í Brussel. Þar spiluðu Amiina, Jóhann Jóhannsson, Seabear og Ólaf- ur Arnalds við góðar undirtektir. Spila í Brussel í kvöld SKAKKAMANAGE Hljómsveitin Skakkamanage treður upp í Brussel í Belgíu um helgina ásamt fleiri Íslending- um.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.