Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 07.03.2008, Qupperneq 86
50 7. mars 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. loga 6. fæddi 8. meðal 9. sníkjudýr 11. tveir eins 12. orðrómur 14. fótmál 16. kúgun 17. knæpa 18. fát 20. svell 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. blöðru 3. gangþófi 4. ölvun 5. þróttur 7. lævís 10. stykki 13. rölt 15. aflast 16. margsinnis 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. lifa, 6. ól, 8. lyf, 9. lús, 11. ll, 12. umtal, 14. skref, 16. ok, 17. krá, 18. fum, 20. ís, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. bólu, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. lúmskur, 10. stk, 13. ark, 15. fást, 16. oft, 19. mó. „Ég hef aldrei unnið handtak um ævina, þetta var allt saman ein skemmtun.“ Tómas Tómasson hamborgarakóngur í viðtali við DV árið 1993. „Þetta var held ég eitthvað sem ég stal frá Walt Disney. Ég stend ennþá við þetta, þetta er allt ein skemmtun. Maður verður að hafa gaman af þessu,“ segir Tómas í dag. „Hvað eigum við að segja? Þetta er einhvers konar Gríma. Mikil hátíð verður á þriðjudaginn í Hamborg og þá vonandi verður maður á sviðinu að þakka pabba og mömmu fyrir að hafa getið þennan afburðadreng sem þangað er kominn. Eigum við ekki að fella tár yfir því?“ spyr Helgi Björnsson tónlistarmaður, leikari og athafnamaður – sem við hátíðleg tækifæri er nefndur Holy B. og vísað til merkingar nafns hans á ensku. Helgi er einn eigenda mikils leik- og viðburðahúss í Berlín þar sem fer fram fjölbreytileg starfsemi. Nú hefur húsið verið tilnefnt til Der Deutsche Live Entertainment-Preis – eða þýsku menningarverð- launanna. „Já, þar er mitt fína leikhús, Admiralspal- ast, meðal tilnefndra í flokki „Location des Jahres“ eða Hús ársins. Þar erum við tilnefnd ásamt þremur öðrum.“ Helgi segir þetta ágæta viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þýðir kannski ekkert sérstakt umfram klapp á bakið. „En vonandi einnig að þetta feli í sér meiri meðvitund um húsið og ætti að geta orðið virðisaukandi fyrir starfsemina.“ Hús Helga er enginn Hlaðvarpi. Um er að ræða fimm hæða hús sem telur um 25 þúsund fermetra. Í hjarta Berlínar. Og fer þar fram fjölbreytileg starfsemi. Þar er að finna stórt leikhús og tvo aðra sali sem taka 450 manns í sæti. Í húsinu er veitinga- hús sem getur tekið á móti 150 gestum og á efstu hæð er verið að opna Spa. Til stendur að opna skemmtiklúbb í kjallaranum. Helgi metur það sem svo að vikulega komi í húsið um 50 þúsund gestir. „Berlín er einstök borg og hefur upp á margt að bjóða. New York Evrópu. Hér mætast stefnur og straumar og mikið um að vera í menningu og listum. Þjóðverjar eru mjög duglegir að sækja lifandi atburði, fara í leikhús og á skemmtanir. Jákvæðir áhorfendur í flesta staði,“ segir Helgi sem er alfluttur til Berlínar. Er í fjarbúð en fær fjölskyld- una í heimsókn reglulega og er sjálfur væntanlegur til landsins um páskana. Segist sakna Íslands þegar vetur er sem nú, sjó festi og íslensk veðrátta ríkjandi. En hvernig gengur með þýskuna? „Hún gengur upp og niður. Þetta getur verið erfitt því ekki dugar að tala einhverja barnaskólaþýsku ef taka á mark á manni,“ segir Helgi sem nú bíður þess 11. spenntur. jakob@frettabladid.is HELGI BJÖRNSSON: TILNEFNDUR TIL ÞÝSKRA MENNINGARVERÐLAUNA Þýskir elska hús Holy B HOLY B Lætur ljómandi vel af sér í Berlín þótt þýskan gangi upp og ofan en ekki dugar barnaskólaþýska vilji menn láta taka mark á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Björgólfur Thor Björgólfsson er í 307. sæti yfir ríkustu menn veraldar. Þetta kemur fram á nýjum lista Forbes-tímarits- ins sem kynntur var í gær. Eignir Björgólfs eru metnar á 3,5 milljarða Bandaríkja- dala, eða um 227 milljarða íslenskra króna. Eignir hans voru metnar jafn háar á sama lista í fyrra. Þá var Björ- gólfur aftur á móti í sæti 249 og hefur því fallið um 58 sæti á listanum. Faðir hans Björgólfur Guð- mundsson er í sæti 1014. Warren Buffet er ríkasti maður heims samkvæmt listanum en Bill Gates, sem trónað hefur á toppnum um árabil, fellur niður í þriðja sæti. Önnur kunn nöfn ofarlega á listanum eru meðal annars Roman Abramovich, eigandi Chelsea (15. sæti), Sil- vio Berlusconi og fjöl- skylda (90. sæti), tísku- kóngurinn Armani (203. sæti) Richard Branson (236. sæti), Ralph Laur- en (253. sæti) og kvik- myndagerðarmaðurinn George Lucas (277. sæti). Björgólfur Thor skýtur fjölmörgu heimsfrægu fólki ref fyrir rass. Hann er þannig ríkari en Rússinn Alexander Lebedev (358. sæti), kvikmyndagerðar- maðurinn Steven Spielberg (368. sæti), Donald Trump (368. sæti) og sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey. Hún er í sæti 462. - hdm RÍKASTI ÍSLENDINGURINN Björgólfur Thor Björgólfsson er í sæti 307 yfir ríkustu menn veraldar. Í SKUGGA BJÖRGÓLFS Oprah Winfrey á ekki roð í Björgólf Thor. Björgólfur ríkari en Oprah Winfrey Faðir tónlistarmannanna Mikes og Dannys Pollock, Francis Lee, lést í Bandaríkjunum í síðasta mánuði eftir tveggja ára baráttu við krabba- mein. Michael samdi lag og texta til heiðurs föður sínum sem hann flutti við jarðarför hans í Wisconsin. Nefnist það Papa Lee og þar minnist hann samveru- stunda þeirra feðga á tilfinn- ingaríkan hátt. Mikil stemning er í herbúðum Birtings. Í dag fer full flugvél héðan og flýgur með starfsmenn á árshátíð til Svíþjóðar nánar tiltekið til Málmeyjar á Hilton-hótel þar í bæ. DV-menn undir forystu Reynis Traustasonar og tímaritafólk fer flest og er haft á orði að ef vélin farist þá þurrkist út á einu bretti tímarita- útgáfa á Íslandi. Til að koma í veg fyrir það verður flogið með hluta starfs- manna út á morgun. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu er Garðar Thor Cortes tilnefndur fyrir plötu ársins á Bresku tónlistarverðlaununum í sígildri tónlist. Um er að ræða mjög eftirsótt verðlaun en í fyrra var það Sir Paul McCartney sem hreppti hnossið. Í gær hófst netkosning um verðlaunin og geta Íslend- ingar því stutt sinn mann til dáða. Kosn- ingin fer fram á Classicalbrits. co.uk. - fb/jbg/hdm „Þetta er svona svipað og íslenska óperan, bara hugsjónastarf,“ segir Helgi Briem bassaleikari um tónleikana Pönk 2008 sem fram fara á Grand Rokki annað kvöld, laugardagskvöld. Þar ætla tónlistarmenn sem voru á fullu á Rokk í Reykjavík-árunum að koma saman til að spila erlent gullaldarpönk. Þetta er fólk sem spilaði meðal annars með Fræbbblunum, Taugadeildinni, Tappa tíkarrassi, Q4U og Das Kapital og er mein- ingin að spila um fjörutíu lög eftir meistara pönksins á borð við Clash, Sex Pistols, Ramones, Stranglers og Buzzcocks. „Æfingar hafa gengið mjög vel enda er rosalega gaman að spila þessa músík,“ segir Helgi. „Eins og í gamla daga er aðalatriðið sú hugsun að allir geti spilað og ennþá kann enginn almennilega á hljóðfærin sín. Tja, nema reynd- ar einn í hópnum, hann Ríkharður H. Friðriksson tónskáld. Þetta eru ríflega tíu manns og það verða tíðar innáskiptingar og margar samsetningar reyndar. Aðalatriðið er að það sé gaman.“ Helgi er ekki í neinum vafa um að pönkið lifi. „Pönkið hefur aldrei farið neitt, bara breytt um nafn; indie, Britpop, þetta er allt það sama, bara mismikið skrúfað upp í fössinu. Ég meina, hvað er Arctic Monkeys annað en pönk?“ Helgi segist ekki vera mjög jákvæður í garð söngleiks Hall- gríms Helgasonar, Ástin er diskó, lífið er pönk, sem Þjóðleikhúsið setur nú upp. „Ég ætlaði að taka þátt í þessari pönklagasamkeppni sem var í gangi en féllust bara hendur þegar ég sá hverslags leirburður textarnir voru. Mér sýnist þeir ekki vera til annars en að reyna að ljúga því að fólki að pönkið hafi verið asnalegt.“ Pönkfjörið byrjar klukkan 22 á laugardagskvöldið og stendur fram eftir nóttu. „Ef svo ólíklega vill til að það verði einhver innkoma af þessu fer hún öll til þurfandi,“ lofar Helgi. Pönkið lifir! - glh Pönklandsliðið kemur saman aftur SEX PISTOLS Lög sveitarinnar eru meðal þeirra sem munu heyrast. ÞENUR BASSANN MEÐ FRÆBBBLUNUM Helgi Briem er í pönklandsliðinu. FRÉTTIR AF FÓLKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.