Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 8. mars 2008 11 SKIPULAGSMÁL „Aðalatriðið núna er að ná málinu í farsælan farveg með borginni til að geta komið skipulaginu áfram á reitnum,“ segir Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri Landic Property Ísland, sem er stærsti eigandi Kringlunnar. Hann telur mikilvægt að áfram sé hægt að vinna að stækkunar- áformum en um þrjú ár líði frá því deiliskipulag er tilbúið þar til stærri verslunar- kjarni gæti verið tilbúinn. „Stækkun verslunarkjarn- ans myndi vera yfir götuna og yfir á Morgunblaðsreitinn,“ segir Örn en auðvitað þurfi að skoða sérstaklega hvernig flytja eigi fólk til og frá Kringlunni. „Við höfum áhuga á að gangandi umferð og almenningssamgöngur færist inn á Kringlusvæðið.“ Örn segir þau hjá Landic vel geta unnið með þá stokkalausn sem kynnt hefur verið með tengingum inn á Kringluna. „Það er ekki beint okkar að velja um lausn en við höfum sýnt fram á að við getum leyst þetta.“ - ovd Vilja málin í farsælan farveg: Stefna á stækk- un Kringlunnar ÖRN V. KJARTANSSON UMFERÐARSLYS Nokkuð harður þriggja bíla árekstur varð við bæinn Höfn í Melasveit eftir hádegið í gær. Varð áreksturinn með þeim hætti að ökumaður pallbílls á norðurleið stöðvaði bílinn þar sem hann hugðist beygja. Ók þá flutningabíll aftan á kerruna. Því næst ók rúta aftan á flutningabílinn. Hafði bílstjóri rútunnar ætlað að forða frekara slysi með því að fara yfir á öfugan vegarhelming en í því kom bíll á móti og brá ökumaður þess bíls á það ráð að aka út af. Í rútunni voru um fimmtíu unglingar. Voru þeir fluttir á heilsugæslustöð til aðhlynningar. - ovd Þriggja bíla harður árekstur: 50 unglingar í árekstri rútu DANMÖRK Mikil breyting hefur orðið á því milli ára frá hvaða löndum megnið af þeim „kvótaflóttamönnum“ kemur sem til Danmerkur er boðið. Þetta kemur fram í samantekt sem danska blaðið Politiken fékk dönsku Útlendingastofnunina til að gera. Árlega tekur Danmörk við um 500 flóttamönnum úr flóttamannabúðum sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, rekur víða um lönd. Á árunum 2006 og 2007 voru 89 prósent þeirra 1.004 flóttamanna sem þannig komu til Danmerk- ur frá löndum þar sem ekki búa múslimar, á borð við Kongó, Bútan og Búrma, en aðeins 11 prósent frá múslimalöndum eins og Súdan og Írak. Á árunum 2001 og 2002 voru aftur á móti 84 prósent „kvótaflóttamann- anna“ frá Afganistan, Súdan og Írak. Eina af orsökunum fyrir þessari breytingu á samsetningu flóttamannahópsins er að rekja til breytinga á útlendingalöggjöfinni frá árinu 2005, að því er segir á Politiken.dk. Þar er kveðið á um að kvótaflóttamenn beri að velja með tilliti til möguleika þeirra á að aðlagast dönsku samfélagi. Að sögn Evu Singer, aðstoðarforstjóra Útlendingastofn- unar, hefur þetta haft mikil áhrif á val á löndum sem Danmörk tekur við flóttamönn- um frá. - aa MÚSLIMAR Í DANMÖRKU Eru ekki álitnir uppfylla ákvæði laga um að eiga auðvelt með að aðlagast dönsku samfélagi. NORDICPHOTOS/AFP Val á „kvótaflóttamönnum“ sem boðið er til Danmerkur hefur breyst á síðustu árum: Fólk frá múslimalöndum er sniðgengið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.