Fréttablaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 8. mars 2008 11
SKIPULAGSMÁL „Aðalatriðið núna
er að ná málinu í farsælan farveg
með borginni til að geta komið
skipulaginu áfram á reitnum,“
segir Örn V. Kjartansson,
framkvæmdastjóri Landic
Property Ísland, sem er stærsti
eigandi
Kringlunnar.
Hann telur
mikilvægt að
áfram sé hægt
að vinna að
stækkunar-
áformum en um
þrjú ár líði frá
því deiliskipulag
er tilbúið þar til
stærri verslunar-
kjarni gæti
verið tilbúinn.
„Stækkun
verslunarkjarn-
ans myndi vera yfir götuna og
yfir á Morgunblaðsreitinn,“ segir
Örn en auðvitað þurfi að skoða
sérstaklega hvernig flytja eigi
fólk til og frá Kringlunni. „Við
höfum áhuga á að gangandi
umferð og almenningssamgöngur
færist inn á Kringlusvæðið.“
Örn segir þau hjá Landic vel
geta unnið með þá stokkalausn
sem kynnt hefur verið með
tengingum inn á Kringluna. „Það
er ekki beint okkar að velja um
lausn en við höfum sýnt fram á að
við getum leyst þetta.“ - ovd
Vilja málin í farsælan farveg:
Stefna á stækk-
un Kringlunnar
ÖRN V.
KJARTANSSON
UMFERÐARSLYS Nokkuð harður
þriggja bíla árekstur varð við
bæinn Höfn í Melasveit eftir
hádegið í gær. Varð áreksturinn
með þeim hætti að ökumaður
pallbílls á norðurleið stöðvaði
bílinn þar sem hann hugðist
beygja. Ók þá flutningabíll aftan á
kerruna. Því næst ók rúta aftan á
flutningabílinn. Hafði bílstjóri
rútunnar ætlað að forða frekara
slysi með því að fara yfir á öfugan
vegarhelming en í því kom bíll á
móti og brá ökumaður þess bíls á
það ráð að aka út af. Í rútunni
voru um fimmtíu unglingar. Voru
þeir fluttir á heilsugæslustöð til
aðhlynningar. - ovd
Þriggja bíla harður árekstur:
50 unglingar í
árekstri rútu
DANMÖRK Mikil breyting hefur orðið á því
milli ára frá hvaða löndum megnið af þeim
„kvótaflóttamönnum“ kemur sem til
Danmerkur er boðið. Þetta kemur fram í
samantekt sem danska blaðið Politiken fékk
dönsku Útlendingastofnunina til að gera.
Árlega tekur Danmörk við um 500
flóttamönnum úr flóttamannabúðum sem
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna,
UNHCR, rekur víða um lönd. Á árunum 2006
og 2007 voru 89 prósent þeirra 1.004
flóttamanna sem þannig komu til Danmerk-
ur frá löndum þar sem ekki búa múslimar, á
borð við Kongó, Bútan og Búrma, en aðeins
11 prósent frá múslimalöndum eins og
Súdan og Írak. Á árunum 2001 og 2002 voru
aftur á móti 84 prósent „kvótaflóttamann-
anna“ frá Afganistan, Súdan og Írak.
Eina af orsökunum fyrir þessari breytingu
á samsetningu flóttamannahópsins er að
rekja til breytinga á útlendingalöggjöfinni
frá árinu 2005, að því er segir á Politiken.dk.
Þar er kveðið á um að kvótaflóttamenn beri
að velja með tilliti til möguleika þeirra á að
aðlagast dönsku samfélagi. Að sögn Evu
Singer, aðstoðarforstjóra Útlendingastofn-
unar, hefur þetta haft mikil áhrif á val á
löndum sem Danmörk tekur við flóttamönn-
um frá.
- aa
MÚSLIMAR Í DANMÖRKU Eru ekki álitnir uppfylla
ákvæði laga um að eiga auðvelt með að aðlagast
dönsku samfélagi. NORDICPHOTOS/AFP
Val á „kvótaflóttamönnum“ sem boðið er til Danmerkur hefur breyst á síðustu árum:
Fólk frá múslimalöndum er sniðgengið