Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 12

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 12
12 8. mars 2008 LAUGARDAGUR HÚS HRUNDI Í HARLEM Í Harlem í New York hrundi þessi fimm hæða íbúðablokk á horni 123. strætis og Park Avenue. Húsið stóð sem betur fer autt, en stöðva þurfti jarðlestasam- göngur á háannatíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPÁNN, AP Síðast þegar Spánverjar gengu til þingkosninga voru hryðju- verkin 11. mars nýframin, tilræðis- mennirnir ófundnir og grunur um að stjórnvöld héldu sönnunargögn- um leyndum til að eiga meiri mögu- leika í kosningunum. Útkoman varð sú að ungur sósíal- isti, Jose Luis Rodriguez Zapatero, vann óvæntan yfirburðasigur í kosningunum og felldi hægristjórn Íhaldsflokksins, sem Jose Maria Aznar forsætisráðherra hafði stýrt í átta ár. Hægrimenn hafa jafnan síðan sagt að Zapatero hafi fengið sigur- inn upp í hendurnar án þess að hafa í raun unnið neitt fyrir honum. Sigur sósíalista hafi bara verið bóla sem nærðist á tilfinningaólgunni dagana fyrir kosningar. Í kosningabaráttunni hafði Zapat- ero lofað því að kalla alla spænska hermenn heim frá Írak og hrinda í framkvæmd víðtækum samfélags- umbótum í þessu rammkaþólska landi. Nú eru liðin fjögur ár og á morg- un ganga Spánverjar aftur til kosn- inga. Zapatero vonast til þess að fá nú ótvírætt umboð frá kjósendum til að halda áfram á sömu braut. Hann hefur staðið við þau loforð að kalla herinn heim og bæta stöðu samkynhneigðra. Ekki hefur þó allt gengið að óskum. Deyfð er yfir efna- hagslífinu, sem var í blóma meðan Aznar var við völd, og friðarviðræð- ur við baskneska aðskilnaðarsinna hafa siglt í strand. Skoðanakannanir hafa þó sýnt að Zapatero, sem nú er 47 ára, á góða möguleika á að sigra Mariano Rajoy, leiðtoga íhaldsmanna, en þó líklega með naumum meirihluta. Illindin stafa að verulegu leyti af því undir hvaða kringumstæðum Zapatero sigraði árið 2004, en hægri- menn hafa einnig miklar áhyggjur af auknu sjálfstæði bæði Katalóníu- héraðs og Baskahéraðanna og segja þessa þróun aðeins fyrstu skrefin í áttina til þess að Spánn klofni í smærri einingar. Hvorki Zapatero né Rajoy hafa þó dregið upp skýra mynd af því hvert þeir vilja stefna með Spán næstu fjögur árin, eða hvernig þeir hyggj- ast taka á vandræðum sem stafa af efnahagsvanda á alþjóðavettvangi. Ef marka má kannanir er ólíklegt að naumur sigur Zapateros dugi honum til að ná hreinum meirihluta á þingi, þannig að þá þarf hann að semja við smærri flokka um samsteypustjórn. gudsteinn@frettabladid.is Zapatero spáð sigri Sósíalistastjórnin á Spáni vonast til að fá skýrt umboð frá kjósendum um að halda áfram stefnu sinni. Hægri menn hafa ekki enn fyrirgefið sigurinn óvænta frá 2004, sem kom í beinu framhaldi af hryðjuverkunum í Madríd. UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðuneytið hefur veitt 14,4 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Darfúr-héraði í Súdan á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins mun ferðast til Darfúr á næstu dögum til að kynna sér aðstæður. Frá árinu 2003 hafa um 250 þúsund manns látist og 2,5 milljónir neyðst til að flýja heimili sín í Darfúr, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Framlagi Íslands verður varið í eitt stærsta neyðarverkefnið í héraðinu þar sem um 350 þúsund einstaklingar nýta sér daglega aðstoð. - bj Auka neyðaraðstoð í Darfúr: 14,4 milljónir í hjálparstarf FLÓTTAMENN Um 2,5 milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín frá árinu 2003. NORDICPHOTOS/AFP BREIÐAVÍK Félagasamtökin Barnaheill hvetja stjórnvöld til að flýta úttekt á öðrum vistheim- ilum barna. Í tilkynningu frá samtökunum er því fagnað að niðurstöður séu fengnar vegna málefna Breiða- víkurheimilisins og sagt að velunnin skýrsla Breiðavíkur- nefndarinnar sýni á skýran hátt þær óviðunandi aðstæður sem börn á Breiðavíkurheimilinu bjuggu við. Barnaheill fagna því sérstaklega að ríkisstjórnin sé að undirbúa greiðslu miskabóta til þeirra og hvetja samtökin stjórnvöld til að flýta sem mest úttekt á öðrum vistheimilum - kdk Barnaheill vilja frekari úttektir: Vistheimili verði könnuð Karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að brjótast inn í sambýli geðfatlaðra í bænum og stela þaðan lyfjum fyrir rúmar 25.000 krónur. Einnig fyrir að stela gallabuxum úr verslun. DÓMSTÓLAR Stal lyfjum af sambýli DÓMSMÁL Karlmaður í Hvera- gerði hefur verið sýknaður af ræktun á 25 kannabisplöntum og vörslu á tóbaksblönduðu kanna- bisefni sem fannst á heimili hans. Maðurinn viðurkenndi upphaf- lega hjá lögreglu að hann ætti plönturnar, sem hann kvaðst hafa verið að rækta í tilraunaskyni. Fyrir dómi neitaði hann hins vegar sök, en kvaðst hafa játað áður að tilmælum lögreglu sem hefði sagt sér að þetta væri svo lítið mál að ekkert frekar yrði úr því. Maðurinn kvaðst hafa verið erlendis í nokkurn tíma áður en lögregla gerði húsleit heima hjá honum. Hann hefði verið búinn að rækta tómata í geymslunni þar sem kannabisplönturnar fundust og hefði hann komið ljósalömpum og ræktunar- búnaði fyrir þar sem hann væri áhugamaður um ræktun. Ætti hann tvo páfa- gauka og hefði notað skítinn úr þeim við tómata- ræktunina. Maðurinn útskýrði enn fremur að meðan hann var erlendis hefði vinur sinn verið með lykla að íbúðinni og séð um að fóðra páfagaukana. Vinurinn hefði áður verið staðinn að kanna- bisræktun. Dómurinn taldi ekki efni til að sakfella manninn fyrir það eitt að efnin hefðu fundist í íbúð hans. - jss PÁFAGAUKUR Ræktandinn kvaðst hafa notað páfagaukaskít á tómatana. Sýknaður af ákæru um fíkniefnaræktun og vörslu: Vinur fóðraði páfagauka og ræktaði kannabis © GRAPHIC NEWS MJÓTT Á MUNUNUM Í KOSNINGUM Á SPÁNI Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokks Spánar, PSOE, keppir í dag við hægri manninn Mariano Rajoy, leiðtoga Lýðflokksins, PP, um hylli kjósenda. HELSTU KOSNINGAMÁL Efnahagur Hagvöxtur hefur hægt á sér, atvinnuleysi og verðbólga aukist og húsnæðis- markaðurinn er á niðurleið. Zapatero lofar skattalækkunum og auknum ríkisútgjöldum. Rajoy lofar einnig skattalækkun- um, þar á meðal umdeildum tillögum um lægri tekjuskattsprósentu á útivinnandi konur. Hryðjuverk Þótt friðarviðræður stjórnar- innar við ETA, hin vopnuðu aðskilnaðarsamtök baska, hafi siglt í strand í júní, þá hefur árásum ETA fækkað meira en nokkru sinni. Rajoy sakar stjórnina um að „semja við hryðjuverkamenn”, Zapatero lofar að styðja skilyrðislaust hvaða ríkisstjórn sem kosin verður í baráttu gegn hryðjuverkum. Inflytjendamál PNV Baskneskir þjóðernissinnar: 7 Erlendum íbúm á Spáni hefur fjölgað fimmfalt á síðustu tíu árum upp í tíu prósent. Rajoy vill að innflytjendur undirriti „aðlögunar- samning” sem skyldar þá til að flytja aftur til heimalandsins ef þeir missa atvinnuna á Spáni. Zapatero leggur áherslu á að innflytjendur hafi leyst úr skorti á vinnuafli. Fulltrúaþingið Núverandi sætaskipan CiU – Katalónskir þjóðerniss.: 10 ERC Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu: 8 Aðrir: 13 Samtals: 350 Myndir: Associated Press Heimild: Congresso de Diputados FATASKÁPADAGAR HJÁ AXIS helgina 6.-9. mars Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi. Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Stuttur afgreiðslutími. Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Opið: fimmtudag 9:00-18:00 föstudag 9:00-18:00 laugardag 10:00-16:00 sunnudag 13:00-16:00 Íslensk hönnun og framleiðsla LÖGREGLUMÁL Karlmaður var stunginn með hnífi í átökum tveggja manna í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Var maðurinn fluttur á slysa- deild þar sem gert var að sárum hans. Að því loknu var hann færður á lögreglustöð þar sem hann fékk að sofa úr sér áfengis- vímuna. Var hann þá yfirheyrður í gær ásamt árásarmanninum sem hlaut nokkra áverka á tá. Var þeim báðum leyft að fara að yfirheyrslum loknum og er málið talið upplýst. - ovd Tveir sárir eftir slagsmál: Hnífstunga í Hafnarfirði SAMGÖNGUR „Við fórum að skoða skipið og hvort það gæti ekki nýst sem Grímseyjarferja, þegar farið var að tala um að skipta Sæfara [Grímseyjarferjunni] út,“ segir Garðar Ólason í sveitarstjórn Grímseyjar. Ríkiseignin Baldur var seld einkafyrirtæki á 37,8 milljónir án auglýsingar í byrjun árs 2006. Ferjan var svo seld áfram til Finnlands með miklum hagnaði, tveimur vikum síðar. Grímseyjarferjan nýja hefur kostað ríkið um sex hundruð milljónir króna og er enn í við- gerð. „Okkur leist ágætlega á Baldur og fannst bara að af því að Vega- gerðin ætti þetta skip að það væri hægt að nota það hérna,“ segir Garðar. Sveitarstjórnin hafi því farið vestur árið 2005 og siglt einn túr með bátnum áður en hann var seldur Sæferðum. „En þeir vildu meina það sér- fræðingarnir fyrir sunnan hjá Vegagerðinni að skipið fengi ekki haffæri til að sigla hér til Gríms- eyjar. Það kom því aldrei til greina af þeirra hálfu að við fengjum Baldur,“ segir Garðar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru gerðar aðrar kröfur til skipa á leiðinni Dalvík- Grímsey, en Stykkishólmur- Brjánslækur. - kóþ Sveitarstjórn Grímseyjar fór vestur að sigla túr með gamla Baldri: Átti að verða Grímseyjarferja HÖFNIN Í GRÍMSEY Sveitarstjórnarmenn hér fóru vestur til að athuga hvort ekki mætti nýta ferjuna Baldur til siglinga nyrðra. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞÓR HORNAFJÖRÐUR Áhersla verður lögð á nýsköpun í atvinnumálum og umhverfisvæna framtíðarsýn á Austurþingi á Höfn í dag. Framtíðarlandið og Nýheimar standa fyrir þinginu sem er það þriðja í röð landshlutaþinga Framtíðarlandsins í vetur. „Þetta er tilraun til að hugsa um landið sem eina heild og um möguleika þess,“ segir Irma Erlingsdóttir, formaður Fram- tíðarlandsins. Þingið hefst í ráðstefnusal Nýheima klukkan níu og lýkur með humarveislu um klukkan sex í kvöld. - kóþ Framtíðarlandið fundar: Nýsköpun á Hornafirði Karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til að greiða 60 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að vera með í vörslum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni, sem lögregla lagði hald á. DÓMSTÓLAR Risasekt fyrir amfetamín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.