Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 32

Fréttablaðið - 08.03.2008, Side 32
32 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra fannst heldur lítið varið í málflutn- ing Péturs H. Blöndal Sjálf- stæðisflokki í þinginu á fimmtudag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma stakk Pétur upp á að Íslendingar fram- leiddu meiri orku en nú er og tækju að sér álframleiðslu fyrir heimsbyggðina enda væri orkuframleiðsla á Íslandi umhverfisvæn miðað við kola- og olíubrennsluna í til dæmis Kína og á Indlandi. Þórunn sagði nægri orku varið til stóriðju og um leið og hún benti þingheimi á að hægt væri að framleiða ál víðar en á Íslandi óskaði hún þess að málin yrðu rædd með mál- efnalegum hætti. Pétur undraðist orð ráð- herrans og sagði að svo virtist sem hún trúði ekki á kenning- una um hitnun jarðar. Sagði hann allar þjóðir þurfa að leggja sitt af mörkum til að minnka koltvíoxíðsmengun og að Íslendingar gætu ekki setið með ónýttar umhverfisvænar orkulindir á meðan heilu kola- fjöllunum væri brennt í Kína og á Indlandi. „Þetta er sami hnötturinn sem við búum öll á,“ sagði Pétur. Þórunn sagði svosem hægt að hætta að aka bílum, slíkt myndi draga úr losun gróður- húsalofttegunda og svo væri eins hægt að bjóða tíu milljón- um Kínverja að setjast að á Íslandi, slíkt myndi líka hjálpa til við að draga úr losun í heiminum. Ítrekaði hún svo vilja sinn til þess að umræðan væri innan „skynsamlegra marka“. Málefnalegar umræður, takk fyrir ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR PÉTUR BLÖNDAL UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Það er með ólíkindum að alþingismenn – allir sem einn – leggist ekki umsvifa- laust á sveif með Valgerði Bjarnadóttur og færi eftirlaunarétt sinn til þess sem aðrir ríkisstarfsmenn njóta. Ekkert krefst þess að réttindi þingmanna og ráðherra séu betri en annarra. Málið var afgreitt á methraða í þinginu í desember 2003. Fjórir vinnudagar liðu frá því að frumvarp var lagt fram og þar til það var samþykkt. Þingumræður stóðu samtals í rúmar sex klukkustundir. Allsherjarnefnd sá ekki ástæðu til að kalla eftir umsögnum. Almenn og kröftug mótmæli bitu ekki á þeim 30 þingmönnum sem samþykktu. Nú, þegar Valgerður Bjarnadóttir hefur lagt fram frumvarp um að háir og lágir njóti sama eftirlaunaréttar, þarf allsherjarnefnd að leita umsagna átján aðila. Man einhver rökin fyrir lögunum á sínum tíma? Með rúmum eftirlaunarétti átti alþingismönnum og ráðherrum að gefast færi á að „hverfa af vettvangi þjóðmála og fara á eftirlaun fyrr en annars er heimilt, í stað þess að leita sér starfs á vinnumarkaði“. Og annars staðar í greinargerð með frumvarpinu sagði að þessi skipan mála gæti dregið úr þeirri tilhneigingu að fyrrverandi forystu- menn á stjórnmálavettvangi „sæki í embætti í stjórnkerfinu til þess að ljúka starfsferli á viðunandi hátt“. Meðal þeirra sem samþykktu frumvarpið á sínum tíma voru Davíð Oddsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Tómas Ingi Olrich. Man einhver hvert þeir fóru að vinna eftir að þeir hættu í pólitík? Burtséð frá óréttlætinu er greinilegt að lögin þjóna ekki tilgangi sínum. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Koma svo „Ég harma að Alþingi Íslendinga og menntamála- nefnd skyldi ekki hafa fengið að koma að þessu máli.“ Kolbrún Halldórsdóttir VG. „Það er sama hversu hlutirnir verða vel gerðir, Vinstri grænir munu alltaf verða á móti. Þetta er höggvið í stein: Vinstri grænir munu segja nei.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Það sem af er vetri hafa 214 mál verið lög fyrir Alþingi. 44 hafa verið samþykkt. 234 fyrirspurnir hafa verið lagðar fram. 50 er ósvarað. Fastanefndir Alþingis hafa nú til meðferðar samtals 139 mál, ýmist stjórnarfrumvörp, þingmanna- frumvörp eða þingmannatillögur. Málin eru misjöfn að efni og umfangi, til dæmis þarf mennta- málanefnd að fjalla um risavaxin heildarlög um leik-, grunn- og fram- haldsskóla á meðan sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þarf að taka fyrir eflingu íslenska geitfjár- stofnsins. Alls bíða 45 stjórnarfrumvörp afgreiðslu þingsins og 65 þing- mannafrumvörp. Af þeim 234 fyrirspurnum sem þingmenn hafa beint formlega til ráðherra í vetur hefur 180 verið svarað. Ósvarað er 50 fyrirspurn- um, þar af 22 sem svara ber skrif- lega og 28 sem svarað verður munn- lega. Þessar tölur miðast við stöðuna eins og hún var í gær. Fjöldi stjórnarfrumvarpa, þingmanna- frumvarpa, þingmannatillagna og fyrirspurna á eflaust eftir að koma fram áður en þingi lýkur í vor. Margt búið en nóg eftir STAÐA MÁLA Í ÞINGINU Stjórnarfrumvörp 86 Samþykkt 41 Bíða 1. umræðu 5 Í nefnd 37 Bíða 2. umræðu 3 Þingmannafrumvörp 65 Samþykkt 2 Bíða 1. umræðu 7 Í nefnd 55 Bíða 3. umræðu 1 Þingmannatillögur 63 Samþykkt 1 Bíða umræðu 15 Í nefnd 47 Fyrirspurnir 234 Svarað skriflega 58 Svarað munnlega 122 Bíða skriflegs svars 22 Bíða munnlegs svars 28 Kallaðar aftur 4 LAGT Á RÁÐIN Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður frjálslyndra, læðir orði í eyra flokksbróður síns, Grétars Mars Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.