Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 54

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 54
 8. MARS 2008 LAUGARDAGUR12 ● fréttablaðið ● ferðaklúbburinn 4x4 25 ára Samantekt: Sveinbjörn Halldórsson og Ólafur Ólafsson. Á aðalfundi 1985 kom sú hugmynd að halda sýningu á vegum Ferðaklúbbsins 4x4. Ákveðið var að halda hana 19 maí 1985 í porti Austurbæjarskólans. Á sýninguna fengust um það bil 40 bílar af ýmsum stærðum og gerðum. Hún stóð frá klukkan 10 til 20 og var aðsókn mjög góð, um það bil 1.700 gestir komu. Ekki var annað að heyra en þeir væru ánægðir með þetta framtak, og þótti sýningin takast vel í alla staði. Í ágústmánuði 1987 var farið að líta á Reiðhöllina í Víðidal sem líklegt húsnæði fyrir bílasýningu. Sýningartíminn var ákveðinn dagana 16. til 18. október. Mikinn undirbúning þurfti til að svona sýning gæti heppnast vel. Þurfti meðal annars að þrífa höllina, slétta gólf í sal og leggja gólfplötur yfir. Milli 40 og 50 bílar frá félagsmönnum og auk þess sýndu 16 fyrirtæki vörur sínar. Um það bil 4.000 manns greiddu aðgangseyri, en frítt var inn fyrir yngri en 12 ára. Ekki var annað að heyra á gestum en að vel hefði tekist til. Fyrripart vetrar 1988 til ´89 var byrjað að ræða um hvort tímabært væri að halda sýningu á bílum félagsmanna. Tvær sýningar höfðu áður verið haldnar og verið mikill áhugi fyrir þeim. Samningar náðust við eigendur Reiðhallarinnar í Víðidal um sýningu Ferðaklúbbsins 4x4 helgina 13. til 15. október 1989. Aðkoma að Reiðhöllinni var skelfileg. Húsinu hafði verið lokað að aflokinni dýrasýningu, án þess að tekið væri til. Hliðarsalur var þakinn af hrossataði og fleira í þeim dúr. Eina leiðin til hreinsunar var að nota brunaslöngur hússins og smúla það. Mikil vinna var lögð í gólfið og voru meðal annars fengin 40 tonn af sandi til að slétta undir plöturnar. Sýningin sjálf fékk mjög góða dóma. Yfir 5.500 miðar seldust og einnig voru nýttir 200 boðsmiðar. Voru 47 bílar félagsmanna á sýningunni. Sýningarnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 hóf störf fyrir alvöru fyrripart sumars 1991. Reiðhöllin þótti sem fyrr besti kosturinn sem sýningarsvæði. Samningar tókust við forsvarsmenn hennar. Þetta ár var ákveðið að stækka sýninguna og tók Ferðaklúbburinn 4x4 sýningartjald á leigu hjá Kolaportinu til að staðsetja fyrir utan Reiðhöllina. Áhugi fyrirtækja á sýningarsvæði var með ólíkindum. Laugardaginn 5. október 1991 hófst starf af fullum krafti í Reiðhöllinni. Á föstudegi 11. október 1991 klukkan 17 opnaði Markús Örn Antonsson þáverandi borgarstjóri sýninguna með viðhöfn. Hún stóð frá föstudeginum 11. til sunnudagsins 13. október og var sýningin vegleg í alla staði og klúbbnum til mikils sóma. Fjöldi sýningargesta var heldur fleiri en á síðustu sýningu eða 6.147 manns sem greiddu sig inn, allt að 55 bílar félagsmanna voru sýndir. Árið 1993 var ákveðið að standa enn einu sinni að jeppasýningu. Nafn sýningarinnar var ákveðið Ferðabílar og fagurt land. Samningar tókust við forsvarsmenn Laugardalshallarinnar um af- not á húsinu helgina 23. til 26. september. Reynt var að fá leigð sýningartjöld sem notuð voru á sjávarútvegssýningunni ern það gekk ekki eftir, var því ákveðið að loka af útisvæði fyrir framan Laugardalshöllina og nýta það fyrir sýninguna, ekið var möl og grjóti á svæðið og útbúið skemmtilegt umhverfi og bílum stillt þar upp á skemmtilegan hátt. Veður var þokkalegt á föstudeginum, en á laugardeginum, sem var áætlaður aðalaðsóknardagurinn rigndi eins og hellt væri úr fötu og dró það verulega úr aðsókninni. Tóku 37 fyrirtæki þátt í sýningunni ásamt 40 bílum félagsmanna á innisvæði og 25 bílar á útisvæði. Fjöldi gesta var um 10.000 . Ferðaklúbburinn 4x4 hélt enn eina jeppasýninguna haustið 1995. Henni var eins og síðast valinn staður í Laugardalshöllinni. Sú nýjung var á þessari sýningu að valin var bílavalsnefnd sem leitaði upp bíla á sýninguna. Nýtt nafn var valið á sýninguna: Ferða og útivistarsýning fjölskyldunnar. Nefndir í Ferðaklúbbnum tóku meiri þátt í sýningunni og kynntu starfsemina. Meðal annars setti Hjálparsveit Ferðaklúbbsins mikinn svip á sýninguna. Félagar í henni stilltu upp stórri mynd af Hvannadalshnjúk á vegg. Þar fyrir neðan vöfðu þeir bíl í hvítan dúk líkt því að hann væri á kafi í snjó. Við hliðina stilltu þeir upp öðrum bílum og útbúnaði þeim sem þeir nota í ferðum sínum. Þá sýndi Umhverfisnefndin hvað félagið var að gera í „grænum málum“. Í kjallara hallarinnar var stillt upp myndum frá ýmsum aldurskeiðum jeppamennskunnar og auk þess var kynning á klúbbnum. Stórt útisvæði var nýtt undir sýningarbíla þar sem Laugardalshöllin var þegar orðin of lítil. Tóku 43 fyrirtæki þátt í sýningunni, auk þess sem 30 bílar félagsmanna voru sýndir og aðrir 30 bílar félagsmanna voru á útisvæði. Sóttu 15 þúsund gestir sýninguna. „Dagana 25. til 27. september 1998 mun Ferðaklúbburinn 4x4 halda mjög viðamikilli sýningu á jeppum og búnaði til ferðalaga og útiveru í Laugardalshöllinni undir heitinu „Ferða- og útivistarsýning Fjölskyldunnar.“.“ Þannig hljóðaði bréf sem sent var til fyrirtækja sumarið 1998 þar sem þeim var kynnt sjötta sýning Ferðaklúbbsins 4x4. Þar var einnig minnst á það sem klúbburinn lagði mikla áheyrslu á, það er bílana, og var þeim lýst á þennan máta: „Enginn þarf að efast um það að margvíslegt augnakonfekt verður á þessari sýningu sem fyrri sýningum Ferðaklúbbsins 4x4. Reynt verður að hafa sem fjölbreyttasta jeppaflóru til sýnis. Allt frá lítið sem miðlungs breyttum fjölskyldubílum og upp í bíla sem verkfræðingar bílaverksmiðjanna myndu varla kannast við að eiga nokkurn þátt í að hafa hannað. Eins og flestum er kunnugt eru verksmiðjuframleiddir bílar aðeins „hráefni til iðnaðar“ í augum sannra íslenskra jeppamanna. Þeir allra hörðustu í bransanum láta alls ekki sjá sig á óbreyttum bíl í umferðinni heldur aka nýjum bíl í skjóli myrkurs inn í bílskúr þar sem hann er rifinn í spað og endurbættur á hinn margvíslegasta hátt. Síðan er raðað á mælaborðið öllum tækjum og tólum sem nauðsynleg eru til staðsetningar og fjarskipta þannig að varla er pláss fyrir óþarfa hluti eins og stýri og þess háttar.“ Mikið var lagt upp úr að kynna félagið og var allur kjallari og anddyri undirlagt af klúbbnum. Í kjallaranum var mikið safn ljósmynda frá fyrri tíð og farið var yfir feril jeppans á Íslandi, einnig var settur upp vísir að skála og var þar haldin heljarinnar skemmtun á laugardeginum að hætti fjallamanna. Var þetta nýmæli sem mæltist vel fyrir og var kjallarinn alltaf þéttskipaður af sýningargestum. Á sýningunni var 31 fyrirtæki og 31 bíl félagsmanna inni og á útisvæði voru hátt í 30 bílar félagsmanna. Sýningin var nokkuð vel sótt var áætlað að um 10.000 gestir hefðu sótt hana. Sjöunda sýning Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin í Laugardalshöllinni eins og fyrri sýningar. Sýningin var haldin 5. til 7. október 2001. Var hún vegleg eins og vanalega. Þessi sýning var frábrugðin öðrum sýningum félagsins og var reynt að hafa hana opna og að höfða meira inn á fjölskyldufólk en áður. Áhersla var lögð á svæði þar sem fólk og börn gátu brugðið á leik og lært um leið. Einnig voru haldnar ráðstefnur sem voru vel sóttar og vöktu athygli. Ferðaklúbburinn var að með öfluga kynningu á sýningunni. Fjöldi sýningarbíla var 30. Sýningin var stór og var fjöldi sýningargesta 6.000. Ekki er sýningarstarfi Ferðaklúbbsins 4x4 lokið og er ætlun klúbbsins á 25 ára afmæli sínu að halda eina veglegustu sýningu sem um getur af sérbúnum fjallajeppum. Ákveðið hefur verið að sýningin verði haldin í september 2008 í Fífunni í Kópavogi, sem er 9.600 fermetrar að stærð auk útisvæðis og fleira. Ferðaklúbburinn 4x4 er með þessu að standa að einni stærstu sýningu sérútbúinna bíla sem haldin hefur verið. Mun mikið verða lagt í hana og verður öllum bílaumboðum og fyrirtækjum tengdum ferða- og fjallamennsku boðin þátttaka. Ferðaklúbburinn mun leggja mikið kapp á að kynna 25 ára sögu Ferðaklúbbsins 4x4, auk sögunnar af ferðamennsku Íslendinga í gegnum tíðina og jeppaferðum almennt. Áætlaður fjöldi sýningarbíla er um 300 bæði bílar félagsmanna auk bíla frá bílaumboðunum. Mikil vinna er framundan til að sýningin verði að veruleika en félagsmenn ferðaklúbbsins hafa sýnt það að svona sýningar er hægt að halda hér á Íslandi Sýningar Ferðaklúbbsins 4x4 frá 1985 til 2008 Ferðaklúbburinn 4X4 hefur haft veg og vanda af því að skipuleggja fjölda bílasýninga í gegnum árin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.