Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 56
8. MARS 2008 LAUGARDAGUR14 ● fréttablaðið ● farið á fjöll
Jeppaeigendur urðu að fara
með breytingar á bifreiðum
sínum eins og mannsmorð.
Ein af höfuðástæðunum fyrir
stofnun Ferðaklúbbsins 4x4 var
að breyttir jeppar voru þyrnir
í augum lögreglu og bifreiða-
eftirlits. Upphækkaðir jeppar á
stórum hjólum þóttu ógnvekjandi
og yfirvöld áttu í vandræðum
með að samþykkja breytingar
á jeppum þar sem engin gögn
eða reglur voru til að styðjast
við. Lögreglan klippti númer af
breyttum jeppum og kyrrsetti á
staðnum. Menn drógu þá bíla sína
heim, settu „lögleg“ dekk undir og
fóru svo í skoðun. Að þessu loknu
voru stóru dekkin sett undir aftur.
Við þessu ófremdarástandi vildu
eigendur breyttra jeppa bregðast.
Reyndar höfðu breytingar á bílum
viðgengist áratugum saman og án
vandræða. Það var ekki fyrr en
með tilkomu stærri og áberandi
hjóla að þær þóttu vandamál.
Strax eftir stofnun
Ferðaklúbbsins 4x4 var
dekkjanefnd skipuð og hennar
hlutverk var að setja sig í samband
við yfirvöld og hefja kynningu á
málstað jeppamanna. Nefndin tók
strax til óspilltra málanna og setti
sig í samband við Bifreiðaeftirlit
ríkisins. Þá var Guðni Karlsson þar
forstöðumaður og Lárus Sveinsson
yfirverkstjóri skoðunarmála kom
einnig mikið að þessu máli. Guðni
og hans menn tóku nefndinni strax
vel, enda höfðu þeir áttað sig á því
að upp var komið ófremdarástand
sem þurfti að leysa. Fundað var
nokkrum sinnum og dekkjanefndin
skrifaði bréf til Bifreiðaeftirlitsins
í október 1983 sem rökstuðning
í málinu. Þetta bréf er birt hér
orðrétt og sýnir skemmtilega
hvaða atriði voru helst til umræðu.
Þessar viðræður leiddu til þess að
Ferðaklúbburinn 4x4 tók að sér að
skrifa greinargerð um breytingar
á jeppum sem þá voru þekktar og
höfðu gefist vel. Þessi greinargerð
var lögð fram í byrjun september
1985.
Bifreiðaeftirlit ríkisins réð
svo ráðgjafa, Pétur Haraldsson
véltæknifræðing, til að semja reglur
um breyttar torfærubifreiðar og
var greinargerð Ferðaklúbbsins 4x4
notuð til grundvallar við samningu
þeirra. Varð samvinna Péturs
og Ferðaklúbbsins með miklum
ágætum og þann 2. febrúar 1986
tóku þessar reglur gildi. Fullyrða
má að sérlega vel hafi tekist til með
þær og mikillar framsýni hafi gætt
við gerð þeirra. Þessar reglur eru
nú hluti af reglugerð um gerð og
búnað ökutækja. Til marks um það
hve vel tókst til má nefna að þær
eru í öllum grundvallaratriðum
óbreyttar nú 22 árum eftir
gildistöku. Sem dæmi um gott
samstarf við Bifreiðaeftirlitið má
nefna að Ferðaklúbburinn 4x4
var fenginn til að halda þriggja
tíma dagskrá á Landsþingi
bifreiðaeftirlitsmanna í nóvember
1985 um jeppabreytingar og notkun
breyttra jeppa.
Í fyrstu dekkjanefndinni
voru Guðni Ingimarsson, Hjalti
Magnússon, Kolbeinn Pálsson,
Sigfús Gunnarsson og Snorri
Ingimarsson. Síðar var nafni
dekkjanefndarinnar breytt í
tækninefnd og starfi hennar haldið
áfram af krafti næstu árin. Fleiri
unnu mikið með nefndinni, má þar
helst nefna Birgi Sigurðsson, Jónas
G. Jónasson, Þorgrím St. Árnason,
Frey Jónsson og Örn Jónsson.
Þrátt fyrir að reglur væru
komnar um jeppabreytingar
var eftir að ganga frá ýmsum
málum eins og til dæmis mestu
leyfilegu dekkjastærð. Þá var Jón
Baldur Þorbjörnsson bíltækni-
fræðingur tekinn við sem ráðgjafi
yfirvalda. Eftir langan feril
tókst tækninefndinni með mikilli
vinnu og harðfylgi að koma
meginmarkmiðum sínum að, það er
að leyfilegt yrði að aka á 44 tommu
hjólum ef hjólabil jeppanna væri
nægilegt til að tryggja stöðugleika
bílanna. Hjól máttu ekki vera með
þvermál stærra en sem nam 44%
af hjólhafi bílanna. Þá voru 44
tommu hjólin þau stærstu sem voru
alþjóðlega viðurkennd til aksturs
í umferð og nægilega mjúk til að
nýtast í snjó. Tækninefndinni tókst
þó að koma málum þannig fyrir að
ekki var sett þak á hjólastærðina ef
fram kæmu heppileg stærri hjól. Á
þetta reyndi ekki fyrr en næstum
tuttugu árum síðar þegar 46 og 49
tommu hjólin komu og ollu nýrri
byltingu í getu jeppanna. Nú eru 54
tommu hjól komin í notkun og lofa
góðu.
Guðni Karlsson og starfsmenn
hans hjá Bifreiðaeftirlitinu eiga
mikinn heiður skilinn fyrir aðkomu
sína að þessu framfaramáli.
Framsýni þeirra og jákvæðni
skipti sköpum fyrir framgang
jeppabreytinga og reynslan hefur
margsýnt síðan að þetta var hárrétt
skref. Breyttir jeppar hafa reynst
öruggir í umferð og notkun breyttra
jeppa á stórum hjólum eru af
mörgum talin með stórkostlegustu
framförum í samgöngutækni hér á
seinni hluta 20 aldarinnar.
Snorri Ingimarsson og Hjalti Magnússon
Stórir jeppar vöktu ugg
Samkvæmt lögum félagsins er
hlutverk tækninefndar tvíþætt,
annars vegar að fylgjast með og
miðla upplýsingum um tæknimál
til félagsmanna og hins vegar að
hafa samstarf við yfirvöld um
gerð reglna um fjórhjóladrifs-
bifreiðar.
Á fyrstu árum félagsins náðist
einstakur árangur varðandi
seinni þáttinn, þá voru settar þær
reglur sem farið hefur verið eftir
síðan við breytingar á jeppum.
Þegar reglurnar voru mótaðar þá
voru stærstu dekkin sem notuð
voru við akstur á snjó 44 tommur
í þvermál, en það dugði vel fyrir
breytingar þar sem sett eru
stærri hjól, allt upp í 54 tommur
í þvermál.
Mjög ítarlegar rannsóknir
sem gerðar hafa verið á
umferðarslysum á Íslandi
undanfarna áratugi, hafa leitt í
ljós að breyttir jeppar valda síður
slysum en óbreyttir jeppar.
Eitt helsta vandmálið við
breytingar á jeppum nú, er að
ósamræmi á því hvernig þyngd
breyttra og óbreyttra bifreiða er
mæld og skilgreind. Ennfremur
vantar reglur og leiðbeiningar
um það hvernig hægt er að auka
burðargetu bíla, þegar þess gerist
þörf við breytingar. Verulegur
hluti af starfi Tækninefndar
hefur tengst þessu viðfangsefni,
og enn hefur ekki fengist
viðunandi lausn.
Á síðustu árum hefur miðlun
upplýsinga til félagsmanna
farið fram með erindum á
mánaðarlegum félagsfundum
og með á spjallþráðum á vefsíðu
félagsins. Þar er samankominn
mikil fróðleikur um tæknimál. Það
er oft erfitt að finna upplýsingar
sem leynast á stórum spjallkerfum,
því hafa verið lögð drög að Wiki-
vefsiðu um jeppabreytingar og
önnur tæknimál sem tengjast
fjórhjóladrifsbifreiðum og notkun
þeirra.
Einar Kjartansson
TÆKNINEFND
Bremsuhlutir
í alla jeppa
og pickupa
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Diskar
Klossar
Dælur
Borðar
Ísetningarþjónusta
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
E
H
F
.
Nú er Suzuki veður á Bílfang,
eigum fyrirliggjandi nokkra Suzuki Vitara XL7 Limited3.2 V6
árg 2007, vel búnir bílar, sjálfskiptir með leðri ofl , komið og
reynsluakið um helgina, opið laugardag 11-16.