Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 78
38 8. mars 2008 LAUGARDAGUR Þ egar gestur að vestan stígur út úr flugstöð- inni í Jerevan og lítur í kring um sig er eitt það fyrsta sem kemur honum í hug: hér lifa Sovétríkin, þótt meira en 16 ár séu frá því þau liðu undir lok. Moln- andi steypa, gamlar Lödur og Volg- ur. Einkennisbúningar lögreglu og landamæravarða eru óbreyttir frá sovéttímanum, burtséð frá því að í stað hamars og sigðar er komið skjaldarmerki armenska lýðveld- isins. Á leiðinni frá flugvellinum inn í borgina má sjá fátækleg híbýli heimamanna – óbreytt frá sovét tímanum – en líka teikn um nýja tíma: raðir af spilavítum með skærblikkandi neonljósum. Armenar erlendis fjárfesta Hér og þar sjást líka hálfbyggð ný hús. Við eftirgrennslan fæst sú skýring að Armenar búsettir erlendis – sem eru mun fleiri en íbúar Armeníu sjálfrar – séu marg- ir hverjir að byggja sér í áföngum hús á ættjörðinni til að verja þar sumarfríum. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi litla þjóð í suðurhlíðum Kákasusfjalla væri algerlega á vonarvöl ef ekki bær- ist fé frá díasporunni, það er fólki af armenskum uppruna sem gerir það gott í öðrum löndum, ekki sízt Bandaríkjunum, Frakklandi og Rússlandi. Megnið af erlendum fjárfestingum í landinu koma líka frá díasporu-Armenum. Þær eru fyrst og fremst í byggingastarf- semi, sem jafnframt er sú starf- semi sem heldur uppi þeim hag- vexti sem nú mælist í Armeníu. Þessar fjárfestingar og efnahags- vöxtur sem þeim fylgja takmark- ast nær einvörðungu við höfuð- borgina, þar sem meira en þriðji hver landsmaður býr. Fátækt og framtaksskortur Það þarf ekki að fara langt út fyrir borgina til að sjá staðfestingu á þessu. Fátæktin og úrræðaleysið blasir við. Í þorpum og bæjum á landsbyggðinni virðist þriðja hvert hús standa autt og þau sem í er búið í líta ekki mikið betur út. Ástand vega er mjög misjafnt. Meðfram vegum og götum liggja ljótar gasleiðslur ofanjarðar (að sögn heimamanns eru þær lagðar þannig til að torvelda stuld úr þeim). Í kring um vegi má líka sjá að það tíðkast greinilega að demba þar heilu vörubílshlössunum af drasli. Brunnin bílhræ eru á stangli í vegköntum. Í skólum, sem greinarhöfundur kom í til að skoða kjörstaði sem var verið að innrétta vegna for- setakosninganna 19. febrúar, er algjör undantekning að sjá að nokkru sé haldið við. Þar sem gólf- efni er ónýtt er dembt teppis- ræksni yfir hættulegustu blettina. Þótt gluggar séu ónýtir er ekki gert við þá. Jafnvel í nýlegum skólabyggingum er ekki hægt að fara á salerni, þar sem það er aldrei gert við það eftir að það hefur bilað einu sinni. Þess í stað er notast við kamra úti í garði (sem eru bara steypuplata með gati í). Rafmagnsleiðslur hanga berar niður úr loftum og milli herbergja. Engin kynding virkar, þótt ofnar séu í skólastofunum. Þannig mætti áfram telja. Aftur á móti eiga allir nýjustu gerð af farsíma. Allt ber þetta merki arfleifðar hins kommúníska áætlanabúskap- ar og sovézka kúgunarkerfis. Fólk er skeytingarlaust um það sem afl- aga fer í kring um það. Enginn tekur ábyrgð á neinu eins og við- haldi opinberra bygginga. Enginn sýnir frumkvæði, enda var það barið úr fólki allan hinn sjötíu ára valdatíma sovétkommúnismans. Að margar fjölskyldur hafa lífs- viðurværi af fjársendingum frá skyld- eða tengdafólki í útlöndum ýtir heldur ekki undir sjálfsbjarg- ar-frumkvæði. Efnahagshrun við sjálfstæði Ólíkt grannlýðveldinu í austri, hinu gas- og olíuríka Aserbaídsjan, er mjög lítið um náttúruauðlindir í Armeníu. Sá iðnaður sem byggður hafði verið upp í landinu á sovétt- ímanum hrundi allur eftir fall Sov- étríkjanna. Þess má sjá skýr merki þegar ekið er um landið – yfirgefið og niðurnítt iðnaðarhúsnæði blasir víða við sem stingandi lýti í lands- laginu. Í norðurhluta landsins bættist það við að árið 1988 gekk þar yfir mikill jarðskjálfti, sem banaði tugþúsundum og lagði hús hátt í hálfrar milljónar manna manna í rúst. Fleiri minni skjálftar hafa orðið síðan sem sumir hafa valdið tjóni. Stríðið sem Armenar háðu við Asera um Fjalla-Kara- bakh 1992-1994 tók líka mikinn toll, um leið og efnahagslíf lands- ins var að reyna að koma undir sig fótunum á ný eftir hrun sovétkerf- isins. Landsframleiðsla Armeníu dróst saman um 60 prósent á milli áranna 1989 og 1992-3. Þjóðar- gjaldmiðillinn, dram, varð óða- verðbólgu að bráð fyrstu misserin eftir að hann var innleiddur í stað rúblunnar árið 1993. Frá því vopnahlé var gert árið 1994 og meira jafnvægi komst á í kjölfar víðtækra umbóta á efna- hagskerfinu hefur hagvöxtur verið nokkuð stöðugur. Hinum efnahagslegu framförum er þó eins og fyrr segir mjög misskipt milli landshluta. Enn er atvinnu- leysi gríðarlegt í sumum héruð- um. Þetta hefur valdið því að hundruð þúsunda Armena hafa yfirgefið landið til að freista gæfunnar annars staðar. Þannig er það viðurkennt að hin opinbera tala yfir íbúa landsins, um þrjár milljónir, sé mun hærri en raunin er. Þar sem Armenía býr yfir fögru fjalladalalandslagi, heitum sumr- um, merkri og fornri sögu og menningu mætti ætla að ferða- mennska gæti orðið efnahagnum lyftistöng. Vegna hinna lélegu inn- viða er þó eflaust allnokkuð í land að raunhæft sé að víkka mikið út þann hóp sem sækir þangað sem ferðamenn. Enn sem komið er eru það fyrst og fremst díasporu- Armenar og fólk frá Sovétríkjun- um fyrrverandi, sem kann að meta að heimamenn kunna rússnesku. Spilling og brokkgengt lýðræði Í skýrslu Transparency Inter- national í fyrra var Armenía í 99. sæti af 179 á listanum yfir spill- ingu í ríkjum heims. Þá var Armenía í 83. sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, en Ísland er efst á þeim lista. Í Armeníu „er gríðarlega spillt stjórnmálaforysta, dómstólar eru ekki frjálsir, fjölmiðlar ekki held- ur og kosningar eru álíka frjálsar og þær voru á sovéttímanum.“ Þetta er haft eftir talsmanni mann- réttindasamtaka í Armeníu (sem rekin eru fyrir fá frá Evrópusam- bandinu) í nýjasta hefti þýzka vikuritsins Der Spiegel. Í bráðabirgðamati kosningaeft- irlits ÖSE á framkvæmd forseta- kosninganna 19. febrúar segir þó að þær hafi farið fram „að mestu í samræmi við reglur og viðmið ÖSE og Evrópuráðsins“. Stjórn- völd hefðu sýnt trúverðugri við- leitni til að láta kosningarnar fara vel fram en áður. Sjálfur varð greinarhöfundur heldur ekki var við augljós kosn- ingasvik, nema ef vera skyldi að tilkynnt úrslit frá einum kjörstað í því umdæmi sem hann tók þátt í að sinna kosningaeftirliti í virtust grunsamleg. Þar voru öll atkvæði sögð hafa verið greidd Serzh Sark- isian, frambjóðanda valdhafa. Í öllum öðrum kjördeildum umdæm- isins voru að minnsta kosti ein- hver atkvæði á stangli greidd ein- hverjum hinna átta frambjóðendanna. Maður heyrði hins vegar sögur af ýmiss konar aðferðum sem beitt var til að sjá til þess að téður Sarkisian fengi örugglega hreinan meirihluta strax svo að ekki þyrfti að koma til annarrar umferðar forseta- kosninganna. Þannig komu í sumum kjördeildum fleiri atkvæði upp úr kjörkassanum en voru á kjörskrá, annars staðar sá gengi ungra manna um að ógna fólki til að „kjósa rétt“ eða þá að heilu rútufarmarnir af fólki fékk bein- harða peninga fyrir að kjósa. Þá kvað öllum hernum og jafnvel öðrum opinberum starfsmönnum hafa verið skipað að „kjósa rétt“. Helzta umkvörtunarefnið í bráðabirgðaskýrslu kosningaeft- irlits ÖSE var að stjórnvöld yrðu að vinna markvisst í því að vinna gegn vantrú almennra kjósenda á kosningaferlinu. Þetta urðu kosn- ingaeftirlitsmenn greinilega varir við. Almenningur gerir ráð fyrir því að þeir sem halda um stjórn- taumana svindli til að tryggja sér völdin áfram. Þannig sé þetta bara og því fáist ekki breytt. Sýður upp úr Í ljósi þessa útbreidda uppgjafar- viðhorfs kom það því nokkuð á óvart með hve herskáum hætti stuðningsmenn þess frambjóð- anda sem næstflest atkvæði hlaut mótmælti úrslitunum. Í tíu daga samfleytt eftir kjördag tóku þús- undir þátt í mótmælafundum í Jerevan til að taka undir kröfu Levon Ter-Petrosians um að úrslit- in yrðu ógilt og kosningarnar end- urteknar. Reyndar neituðu allir frambjóðendur stjórnarandstöð- unnar að viðurkenna hin opinberu úrslit og kærðu þau. Síðastliðinn laugardag sauð uppúr. Fráfarandi forseti, Robert Kocharian, lýsti um mánaðamótin yfir tuttugu daga neyðarástandi með ritskoðun fjölmiðla og banni við fjöldafund- um. Í krafti neyðarástandslaganna lét óeirðalögregla og herlið til skarar skríða gegn mannfjöldan- um sem hélt áfram mótmælum að hvatningu Ter-Petrosians. Átta mótmælendur létu lífið fyrir byssukúlum lögreglu og hundruð manna særðist af völdum táragass og barsmíða. Þess er nú vænzt að spenna verði viðvarandi næstu vikurnar en þó muni ekki koma til frekara ofbeldis á götum úti. Að minnsta kosti fram til 9. apríl, en þá á Sark- isian að sverja embættiseið sem nýr forseti. Langur skuggi sovétkúgunar GÖTUMYND FRÁ JEREVAN Margt minnir á sovéttímann, ekki sízt bílakosturinn. Yfir gnæfir kosningaauglýsing Serzh Sarkisians, frambjóðanda valdhafa. MYND/AUÐUNN ARNÓRSSON FORN KIRKJA Kristni barst til Armeníu strax á fyrstu öld og var gerð að ríkistrú árið 301. Víða í landinu er að finna fornar kirkjur eins og þessa í bænum Ashtarak. FJALLIÐ HELGA Ararat er Armenum helg vé. Það blasir við frá Jerevan en er nú innan Tyrklands. Armenía er landlukt land í sunn- anverðum Kákasusfjöllum og á landamæri að Tyrklandi, Georgíu, Aserbaídsjan og Íran. Armenía nútímans er aðeins brot af Armeníu hinni fornu, sem nú er að mestu innan landamæra Tyrklands. Síðan árið 1994 halda Armenar héraðinu Fjalla-Karabakh hernumdu, en þar búa nær eingöngu Armenar þótt það tilheyri Aserbaídsjan. Flatarmál: 29.743 km2 Íbúar: 3.026.000 Höfðborg: Jerevan Opinber tunga: Armenska (skrif- uð með eigin letri sem var búið til árið 405) Trú: Armenska postulakirkjan (kristin ríkistrú síðan árið 301) Sjálfstætt lýðveldi 1918-1920, sovétlýðveldi 1920-1991, lýsti aftur yfir sjálfstæði 21. september 1991. VLF á mann: 1.060 USD (2004) / kaupmáttarjafnað 5.700 USD (2006) Hagvöxtur: 13,4% (2006) Hlutfall íbúa undir fátæktarmörk- um: 34,6% (2004) RÚSSLAND SVARTA- HAF ASERBAÍDSJAN TYRKLAND GEORGÍA KASPÍAHAF ÍRAN ARMENÍA Jerevan GRUNNUPPLÝSINGAR Allt ber þetta merki arfleifðar hins kommúníska áætlanabú- skapar og sovézka kúgunarkerfis Armenía er eitt þriggja fyrrverandi Sovétlýð- velda á Kákasussvæð- inu milli Svartahafs og Kaspíahafs. Auðunn Arnórsson heimsótti landið og komst að því að þessi merka menn- ingarþjóð á erfiðan djöful að draga sem er arfleifð sjötíu ára sovét- stjórnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.