Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 08.03.2008, Qupperneq 84
44 8. mars 2008 LAUGARDAGUR B arnaefni var frá upphafi mikilvægur þáttur í innlendri framleiðslu Sjónvarpsins að sögn Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur, fulltrúa barnaefnis hjá innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins. Hún hefur gengt starfinu frá árinu 1985 og þekkir því manna best sögu íslensks barnaefnis. „Barnaefni hefur þó lengi þótt skipta minna máli en efni fyrir fullorðna. Þegar ég hóf störf sem fulltrúi barnaefnis hér þá þótti ekkert sérstaklega spennandi að vinna við framleiðslu þessa efnis. En smám saman jókst áhuginn, sérstaklega eftir að Sjónvarpið hóf samstarf við erlendar sjónvarpsstöðvar um framleiðslu barnaefnis. Nú er svo komið að það þykir afar eftirsóknarvert að búa til barnaefni, enda skemmtilegt og skapandi starf sem býður upp á mikla möguleika.“ Á fyrstu árum Sjónvarpsins var þegar lagt mikið upp úr gæðum barnaefnisins. „Hinrik Bjarnason var fyrstur með Stundina okkar, en í þá daga var þátturinn blanda af íslenskum atriðum og erlendum innslögum. Síðan tóku Rannveig og Krummi við sem þáttastjórnendur, en þá var Hinrik orðinn pródúsent að þættinum. Frá upphafi var ætlast til þess að efnið væri vandað og unnið af metnaði. Það var ekki mikið annað barnaefni í boði á þessum árum og því var fengur fyrir íslensk börn og menningu þeirra að fá aðgang að svona þætti,“ segir Sigríður Ragna. Framleiðsla dregist saman Framleiðsla á barnaefni hefur dregist nokkuð saman hjá Sjónvarpinu undanfarin ár. Á árum áður framleiddi Sjónvarpið nokkra þætti í viku fyrir börn og unglinga, en í dag er Stundin okkar eini vikulegi barnaþátturinn sem framleiddur er frá grunni innanhúss. Að auki framleiðir Sjónvarpið sjálfstæðar stuttmyndir fyrir börn sem er liður í samstarfi evrópskra sjónvarpsstöðva. Myndirnar hafa flestar gengið afar vel og vakið athygli innanlands sem utan. En þrátt fyrir að dregið hafi úr framleiðslu barnaefnis segir Sigríður Ragna Sjónvarpið þó alltaf leggja mikinn metnað í að bjóða upp á vandað efni fyrir yngstu áhorfendurnar. „Við vinnum út frá því að allt barnaefni eigi að vera skemmtilegt og fræðandi í senn. Við viljum í raun bjóða upp á efni sem passar í senn fyrir fullorðna og börn. Ef barnaefnið er virkilega gott þá horfir fullorðna fólkið líka á það.“ Vinna við gerð barnaefnis er fjölbreytt og skemmtilegt starf að sögn Sigríðar Rögnu. „Það er enginn dagur eins í þessu starfi og þetta er tvímælalaust afar gefandi vettvangur enda vilja allir bjóða fram góðar hugmyndir og koma sínu á framfæri. Ég finn mikið fyrir því að fólk vill hafa gott og vandað barnaefni; áhorfendur, foreldrar og börn, hika ekki við að hafa samband og kvarta ef þeim finnst við ekki standa okkur nógu vel. En því miður er með þessa framleiðslu eins og aðra að það vantar peninga til verksins. Það er þó nokkur von í því að menntamálaráðherra hefur sagst vilja leggja aukna áherslu á framleiðslu barnaefnis; slík fyrirheit skipta okkur sem störfum við þetta miklu máli.“ Afi var aufúsugestur Stundin okkar er óumdeilanlega langlífasti íslenski barnaþátturinn, en fast á hæla hans kemur þátturinn Með Afa sem var vikulega á dagskrá stöðvar 2 í nítján ár. Leikarinn góðkunni Örn Árnason fór með hlutverk Afa frá upphafi. „Stöð 2 leitaði til mín á sínum tíma varðandi það að framleiða barnaþátt. Ég hafði lengi látið mig dreyma um að leika gamlan mann sem býr í stóru bókaherbergi, einskonar allsnægtarbrunni fróðleiks. Út frá þessarri hugmynd minni varð Afi til. Hann byggir lauslega á sambandinu sem ég átti við minn eigin afa því það var aldrei hægt að reka hann á gat. Afi vissi allt.“ Afi hafði tækifæri til að taka sér ýmislegt fyrir hendur þau nítján ár sem hann var á skjánum. Örn segir Afa þó ávallt hafa unnið að því að fræða börnin og skemmta þeim í senn. „Fastur liður í þáttunum var sögustund með Afa þar sem hann las fyrir börnin. Í tengslum við þann dagskrárlið átti ég í góðu samstarfi við marga barnabókahöfunda sem létu mér í té efni til upplestrar, enda mætti Afi aldrei öðru en velvild. Í seinni tíð, þegar komnar voru til sögunnar litlar og léttar myndbandstöku- vélar, þá ferðaðist Afi um landið og kynnti þannig börnin fyrir ýmsu forvitnilegu. Þá gilti það sama; Afi var aufúsugestur hvert sem hann fór.“ Örn var meðvitaður um að Afi gengdi vissu uppeldishlutverki fyrir áhorfendur sína. Því var nauðsynlegt að fara varlega í umfjöllun um efni sem gætu reynst umdeild. „Ég passaði upp á viðfangsefnin í þáttunum. Afi fjallaði til að mynda aldrei af neinni alvöru um trúmál né um kynferði, enda ætti slík fræðsla fremur að vera í verkahring foreldra en fjölmiðla. Afi veitti börnunum fyrst og fremst fróðleik en hann prédikaði ekki og innrætti ekki eitt né neitt, nema hugsanlega góða siði. Afi sagði börnunum að vera góð við allt og alla því þá gengur allt miklu betur; þessi speki heitir lífsleikni í dag og er kennd í skólunum. Ég var svosem aldrei skammaður fyrir hana,“ segir Örn kíminn. Bíður færis í þjónustuíbúð Sökum þess hve lengi þátturinn var framleiddur náði Afi til margra kynslóða íslenskra barna. Örn verður reglulega var við að Afi er ekki gleymdur þó hann sé horfinn af skjánum. „Ég var að skemmta fyrir nokkrum árum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ásamt Karli Ágústi Úlfssyni. Þegar við vorum kynntir á sviðið þá byrjaði öll brekkan að kalla eftir Afalaginu og við gátum ekki byrjað með okkar dagskrá fyrr en ég lét undan. Ég byrjaði að spila og syngja og svo tók brekkan við og kyrjaði Afalagið á meðan ég lék undir. Mér þótti afskaplega vænt um þetta.“ Afi hvarf af skjám landsmanna árið 2006 og lauk þar með tæplega tveggja áratuga sigurgöngu einnar ástsælustu persónu íslensks sjónvarps. Þó lítið hafi farið fyrir Afa síðan segir Örn hann ekki endanlega horfinn. „Nei, Afi er ekki alfarinn. Ég á lén sem heitir afi.is og mig langar til að gefa út dvd- disk. Ég tel að Afi hafi, líkt og aðrir afar og ömmur, boðið börnum upp á vissa tengingu við hið liðna. Mér finnst mikilvægt að þessi tenging fari ekki forgörðum vegna þess að það býr svo mikil reynsla og viska í gamla fólkinu. Mig langar til að bjóða öllum íslenskum börnum upp á þessa tengingu, því er Afi ekki kominn á elliheimili heldur fékk hann sér þjónustuíbúð og bíður færis.“ Opnir fyrir nýjum hugmyndum Bergljót Arnalds var umsjónar- maður þáttarins 2001 nótt sem var vikulega á dagskrá Skjás Eins á árunum 1999-2001. „Ég fékk á sínum tíma mjög frjálsar hendur við þróun og hugmyndavinnu þáttarins, sem var að sjálfsögðu í góðu samstarfi við stöðina. Yfirmenn þar voru afskaplega opnir fyrir öllum hugmyndum mínum, sem var mikilvægt til að geta verið með nýtt og spennandi efni. Á stundum hrikti reyndar í, til dæmis þegar ég vildi láta mála gólfið í stúdíóinu þar sem þátturinn var tekinn upp, því mig langaði í líflegri lit en svart myndverið fyrir barnaþáttinn.“ Ýmsar skemmtilegar persónur komu fyrir í þáttunum; til að mynda var reglulega farið í heimsókn til ömmu sem bjó á Árbæjarsafninu og sagði börnunum sögur. Einnig brá fyrir Talnapúkanum sem Bergljót hafði skapað fyrir samnefndan tölvuleik. Persónur þáttanna þjónuðu hver sínum tilgangi að sögn Bergljótar. „Amman átti heima í gamla tímanum og því voru myndskeiðin með henni í svart-hvítu. Hún sagði börnunum íslenskar þjóðsögur og ævintýri og myndaði þannig tengingu við þjóðlegan fróðleik og liðna tíma sem mér þykir ákaflega mikilvæg.“ Bergljót fór sjálf með hlutverk ömmunnar. „Talnapúkinn kenndi börnunum svo tölurnar og einfaldan reikning á skemmtilegan hátt. Hann kom fram sem teiknimyndapersóna í þáttunum, en Bergur Þór leikari sat fyrir aftan einn kubbinn og talsetti á móti mér þegar við lékum í stúdíóinu.“ segir Bergljót og hlær. „Þannig var keppt að því að hafa efni sem myndi fræða unga áhorfendur.“ Heimsótti Ástrík Bergljót ferðaðist töluvert og tók upp efni fyrir þættina. Hún fór meðal annars til útlanda, en það var nýlunda að íslenskir barnaþættir gerðu slíkt. „Markmiðið með ferðalögunum var að kynna heiminn fyrir börnum,“ segir Bergljót. „Til að mynda fór ég í heimsóknir á söfn og aðra staði sem fólk gerir ekki ráð fyrir að börn hafi áhuga á. Ég vildi aftur á móti sýna börnunum að heimur fullorðinna getur verið áhugaverður með því að segja þeim sögurnar á bak við verkin á söfnunum. En svo heimsótti ég líka staði sem hafa augljóst aðdráttarafl fyrir börnin, til að mynda Ástríksgarðinn í Frakklandi.“ Þátturinn rann sitt skeið árið 2001 þegar Skjár Einn tók hann af dagskrá. „Skjár Einn er sjónvarpsstöð sem lifir af auglýsingatekjum. Þær auglýsingar sem seldar eru á undan og eftir barnaefni eru ódýrari en auglýsingar sem birtar eru á öðrum tímum. Það gefur því auga leið að það er erfitt fyrir litla sjónvarpsstöð sem lifir á auglýsingatekjum að standa í framleiðslu barnaefnis. Mér fannst þeir í raun standa sig ótrúlega vel. Þeir héldu úti tveggja tíma barnaþætti í hverri viku í heil tvö ár, en framleiddir voru tæplega hundrað þættir í allt.“ Bergljót telur íslenska fjölmiðla hafa ótvíræða skyldu til þess að sinna yngsta aldurshópnum. „Það skiptir börnin okkar máli að sjá að við Íslendingar getum framleitt okkar eigið sjónvarpsefni. Sjálfsmynd þeirra verður sterkari ef þau sjá að þjóðfélagið sem þau búa í er skapandi. Það veikir sjálfsmyndina ef allt barnaefni kemur erlendis frá. Börnin eru fullorðið fólk framtíðarinnar. Íslenskt barnaefni skiptir því miklu máli fyrir íslenska menningu og er mikilvægur þáttur fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar.” Stundin okkar hóf göngu sína hjá Sjónvarpinu á jóladag árið 1966. Þátturinn hefur því gengið sleitulaust í 42 ár og er, ásamt fréttum, lífseigasti íslenski sjónvarpsþátturinn. Sjónvarpið hefur að auki framleitt ótal aðra þætti fyrir börn og unglinga. Stöð 2 hóf framleiðslu á þáttunum Með Afa árið 1987, ári eftir að stöðin fór fyrst í loftið. Þátturinn var framleiddur allt til ársins 2006. Haustið 2007 hóf Stöð 2 að fram- leiða barnaþættina Algjör Sveppi. Skjár Einn framleiddi þættina 2001 nótt á árunum 1999-2001. Þættirnir eru enn sem komið er eina framlag Skjás Eins til íslensks barnaefnis. ➜ HNOTSKURN Leikur og lærdómur Íslenskt barnaefni hefur verið á sjónvarpsskjám landsmanna í rúma fjóra áratugi. Vigdís Þormóðsdóttir skoðar nokkur framlög innlendra sjónvarpsstöðva til þessarar mikilvægu sjónvarpsgreinar og ræðir við málsmetandi fólk um fortíð, nútíð og framtíð innlends barnaefnis. STUNDIN OKKAR Langlífasti íslenski barnaþátturinn. 2001 NÓTT Skemmtilegur og uppfinningasamur barnaþáttur á Skjá Einum. MEÐ AFA Afi á enn stað í hjörtum þjóðarinnar þó hann sé horfinn af skjánum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.