Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 110

Fréttablaðið - 08.03.2008, Page 110
70 8. mars 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. gleðimerki 6. kringum 8. kraftur 9. þukl 11. hætta 12. kompa 14. yndis 16. skóli 17. þrí 18. umfram 20. ryk 21. snjóföl. LÓÐRÉTT 1. svall 3. guð 4. stormur 5. rá 7. lausmáll 10. kelda 13. flík 15. hringja 16. iðn 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. bros, 6. um, 8. afl, 9. káf, 11. vá, 12. klefi, 14. unaðs, 16. fg, 17. trí, 18. auk, 20. im, 21. gráð. LÓÐRÉTT: 1. sukk, 3. ra, 4. ofviðri, 5. slá, 7. málugur, 10. fen, 13. fat, 15. síma, 16. fag, 19. ká. „Það er alltaf gaman þegar fólki líkar það sem maður sendir frá sér,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur með meiru – hógvær að vanda. Ólafur Jóhann hefur hlotið O´Henry bókmenntaverðlaunin, fyrstur Íslendinga. O´Henry verð- launin voru fyrst afhent 1919 og eru meðal þeirra virtustu sinnar tegundar. Verðlaunin hlýtur Ólafur Jóhann fyrir Aldingarðinn en sú bók hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin 2006 og var valin ein af fjórum bestu smá- sagnasöfnum sem komu út á árinu á ensku, þegar hún komst á loka- listann hjá Frank O´Connor verð- launanefndinni. Verðlaunasögurnar, sem eru 20 talsins, eru valdar úr þúsundum smásagna sem gefnar eru út árlega í tímaritum í Bandaríkjun- um og Kanada. Það var sagan Apríl úr verðlaunabók Ólafs Jóhanns, Aldingarðinum, sem varð fyrir valinu. Hún var eina sagan úr bókinni sem birtist áður en Aldingarðurinn kom út í Banda- ríkjunum í byrjun árs 2007 en það var í tímaritinu Zoetrope sem gefið er út af Francis Ford Coppola. Og ekki er hann dónalegur félagsskapurinn sem Ólafur Jóhann er í meðal O’Henry- verðlaunahafa: Ernest Heming- way, William Faulkner, John Stein- beck, John Updike og J.D. Salinger svo aðeins fáeinir séu nefndir. Þetta hlýtur að kitla hégómagirnd- ina? „O‘Henry verðlaununum hef ég borið vissa lotningu fyrir frá því ég var strákur,“ segir Ólafur Jóhann. „Ég man eftir nokkrum O‘Henry úrvalssöfnum í bóka- skápum föður míns sem hann keypti þegar hann var við nám í New York á stríðsárunum. Gott ef ég las ekki Hemingway og Stein- beck fyrst í þessum söfnum.“ Ólafur Jóhann segist ætíð hafa haldið mikið upp á smásagna- formið og vonar að þessi verðlaun verði öðrum höfundum hvatning til smásagnaskrifta. Sjálfur er hann nú staddur í New York þar sem hann sinnir skriftum og við- skiptastússi eins og hann orðar það. „Svo er ég að skrifa skáld- sögu sem ég hef verið með í undir- búningi í mörg ár og læt hverjum degi nægja sína þjáningu.“ Í úrskurði dómnefndar segir að með sögu sinni flytji Ólafur Jóhann áhrifamikinn harm inn í friðsæla tilveru ásamt þeirri tilfinningu, sem verður sífellt áleitnari, að allt muni farast. Sagan er kyrrlát, þrungin spennu og skrifuð af yfirvegun þess sem býr til mósaík; sérhvert hljóð í þeirri þögn sem Ólafur Jóhann skapar hefur merkingu. jakob@frettabladid.is ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON: HLÝTUR O‘HENRY VERÐLAUNIN Kominn í hóp með Heming- way, Steinbeck og Faulkner ÓLAFUR JÓHANN Segist hafa borið virðingu fyrir O‘Henrý-verðlaununum frá því hann var strákur og er nú kominn í hóp þeirra skáldjöfra sem hlotið hafa verðlaunin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gríðarleg stemning var í uppboðs- sal Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn í gær og ekkert „kreppukjaftæði“ meðal kaupenda íslenskrar myndlistar að sögn heimildarmanns Fréttablaðsins á staðnum. Sá hafði gert sér ferð til Kaupmannahafnar og bjóst við að hægt væri að festa sér myndlist fyrir lítið fé í ljósi niðursveiflu í íslensku efnahagslífi. Svo var heldur betur ekki. Þannig var upp- stilling eftir Jón Stefánsson slegin fyrir metfé eða á 430 þúsund krón- ur danskar. Það er rúmlega fjórfalt matsverð en hún var metin á 100 þúsund. Sá sem hreppti myndina bauð í gegnum síma en fjölmargir Íslendingar voru í salnum. Sá sem keypti þarf að greiða, með virðis- aukaskatti og öðrum kostnaði hátt í tíu milljónir íslenskra króna. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hér um að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið fyrir verk eftir Jón Stefánsson. Myndin er olía á striga, 82 x 71 sentímeter. Verk eftir marga íslenska meist- ara voru slegin á uppboðinu í gær. Þannig fór mynd eftir Þórarinn B. Þorláksson á sextánföldu mats- verði eða á 165 þúsund danskar en var metin á 10 til 12 þúsund. Danska krónan var í gær á 14 krónur þannig að um er að ræða 2,3 milljónir. Ofan á þá tölu leggst kostnaður eða um 20 prósent plús virðisaukaskattur uppá 24,5 prósent sé myndin flutt til landsins. Hasar var í salnum og hefur seljandi verksins væntanlega óvænt himinn höndum tekið. Danirnir sem voru í salnum hristu bara höfuðið gáttaðir á kaupgleði Íslendinga, að sögn heimildar- manns Fréttablaðsins. Verk eftir Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason og Gunnlaug Blöndal voru einnig slegin fyrir umtalsverðar fjárhæðir. Sumar myndanna fóru reyndar á mati eða undir eins og bernskuverk eftir Ólaf Elíasson, abstrakt frá árinu 1993. Símar voru rauðglóandi þegar íslensku myndirnar voru slegnar en um tíu til tólf manna hópur Íslendinga var í salnum. Gamall jaxl úr listmunasölunni, Guðmundur Axelsson kenndur við Klausturhóla, sópaði til sín 12 myndum sem boðnar voru upp. - jbg Jón Stefáns sleginn fyrir metfé í Köben METFÉ FYRIR BLÓMAUPPSTILLINGU Gríðarlegur hasar var meðal Íslendinga í uppboðshúsi Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. „Verðlaunin voru tíu þúsund danskar krónur. Það dugar um það bil fyrir einni linsu,“ segir Teitur Jónasson, ljósmyndari á dag- blaðinu Nyhedsavisen í Dan- mörku. Teitur hlaut í gær verðlaun danskra blaðaljós- myndara. Hann þótti eiga bestu myndina í flokki íþróttamynda, „Årets Sportsbillede - Action“, eins og flokkurinn heitir nákvæmlega. Dönsku blaðaljósmyndara- verðlaunin þykja svipuð þeim íslensku, að því undanskildu að markaðurinn er stærri og mun fleiri ljósmyndarar berjast um hituna. Alls sendu um 140 ljósmyndarar inn 3.400 myndir í keppnina svo verðlaunin hljóta að teljast ánægjuleg. „Jú, þetta var bara gaman. Ég vissi ekkert fyrir- fram hvað myndi gerast, ég bara mætti á staðinn,“ segir Teitur, en afhendingin fór fram í Óðinsvéum. Sigurmynd Teits er tekin af dýfinga- manni sem tók þátt í keppni í klettadýfingum í Acapulco í Mexíkó. Teitur hefur ekki sérhæft sig í íþrótta- myndum, nema síður sé. „Nei, ég tel mig nú vera einskonar allrahanda mann. Ég hef samt tekið mikið af sportmyndum, fór til dæmis einu sinni á Ólympíuleikana.“ - hdm Hlaut eftirsótt verðlaun í Danmörku ÍÞRÓTTAMYND ÁRSINS Klettadýfingar í Acapulco í Mexíkó. LJÓSMYND/TEITUR JÓNASSON VERÐLAUNAÐUR Teitur Jónasson tók íþróttamynd ársins í Danmörku í fyrra. LJÓSMYND/MARTIN SYLVEST Inga Birna Dungal Aldur: 27 ára. Starf: Verslun- arstjóri í Adam og Evu. Fjölskylda: Á þriggja ára son, Hektor Pétur Atlason. Foreldrar: Unnur Georgs- dóttir, heima- vinnandi, og Halldór Dungal, listmálari. Búseta: 108 Reykjavík. Stjörnumerki: Bogmaður. Inga Birna krafði tímaritið Séð og heyrt um greiðslu fyrir að nota ljós- myndir af læstri heimasíðu sinni. Í kvöld stendur ungt fólk í SÁÁ fyrir sýningu á Astrópíu í húsi samtak- anna Von við Efstaleiti. Nokkrir leik- arar og aðstandendur myndarinnar mæta og bíður framkvæmdastjóri SÁÁ, Ari Matthíasson, þess einkum spenntur að hitta Ragnhildi Stein- unni Jónsdóttur. En leik konan og sjónvarpsstjarnan mun hafa látið þess svo getið einhvers staðar að leikarinn sem túlkaði Ugga í Vegg- fóðri með svo miklum ágætum sé sinn uppáhalds. Sá leikari er einmitt téður Ari. Þráinn Bertelsson rithöfundur er nú í Prag þar sem hann vinnur að næstu bók sinni. Vinnutitillinn er „Bræður og systur – djelem, djel- em”. Bókin fjallar um Ísland í dag: fjölmenningu, rasisma, innflytjendur, þrælahald, trúarbrögð og fleira. Hún hefst á því að „napalm” er notað í fyrsta sinn á Íslandi en fyrir því verða sómahjón sem reka starfsmanna- leigu og flytja inn erlent vinnuafl. Þessi hjón og lög- fræðingur þeirra eiga að baki einstaklega farsælan feril í því að vinna meið- yrðamál gegn öllum þeim sem voga sér að gagnrýna starfsemi þeirra. Ekkert hefur heyrst af meintri hingaðkomu Bobs Dylans eftir skúbb DV á dögunum. Hvort hann komi eða komi ekki á Vorblót Hr. Örlygs í maí er enn á jafn mikilli huldu og þegar DV færði okkur tíðindin. Johnny Logan er kannski ekki mikil sárabót fyrir Dylan-aðdá- endur, en hann kemur samt alveg örugglega og spilar á Broadway föstudagskvöldið 23. maí, daginn fyrir úrslitakvöld Eurovision. -jbg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 133,3 milljarða króna 2 Pönk 2008 3 Warren Buffet Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.